Bloggað úr neðanjarðarbyrginu

Já, þið lásuð rétt. Ég er kominn í neðanjarðarbyrgið, hvar ég mun halda mig uns það er óhætt að koma upp aftur meðal fólks. Byrgi þetta er á háleynilegum stað í Miðbænum og er búið öllum nauðsynlegum vörnum gegn hryðjuverkum, loftárásum, efnavopnaárásum og einnig búið vörn gegn ásóknum sölumanna og Vottum Jehóva. Hér hef ég hreiðrað um mig með 12 kíló af glósum, eina símaskrá (lesist: þykka, ógeðslega leiðinlega bók) sem ég þarf að lesa fyrir miðvikudaginn og endalaust magn af dósamat. Auk þess er hér teppi og kertaljós, þar sem rafmagn er af skornum skammti. Þó er hér nettenging og rafmagn fyrir fartölvu, sem verður að þykja undarleg tilviljun.

Ástæða þess að ég hef komið mér fyrir hérna er einföld: MORÐHÓTANIR. Já, þið lásuð rétt, síðan síðasti pistill kom inn hafa mér borist margar hótanir frá Stelpunni í síðustu færslu og fólki henni tengdu. Þegar ég gerðist æsifréttamaður og málsvari réttlætis og afhjúpana sannleikans, gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu víða spillingin teygir anga sína. T.d. komst ég að því að Hún er búin að koma sér inn í stóra fylkingu í stúdentapólitík, auk þess sem hún tengist AIESEC (lesist: íslensku/sikileysku mafíunni) órjúfanlegum böndum. En ég hvika hvergi, allt verður gert fyrir málstaðinn!

Síðast þegar ég vissi, lokaði Hún sig inni í Odda yfir nótt til að skipuleggja launsátrið um líf mitt. Um þetta má að sjálfsögðu lesa á blogginu Hennar en þar notar hún einhverja ritgerð sem skálkaskjól fyrir raunverulegum fyrirætlunum sínum. Hún er ekki einu sinni í sálfræði! Þetta er orðin hin mesta lygaflækja. Í Odda eru myndavélar út um allt og eftirfarandi mynd náðist um miðja nóttina:

Eins og sést greinilega á þessari mynd er Hún ekki að skrifa ritgerð í myrkrinu, heldur að sötra kokkteila með útsendara sínum í Bandaríkjunum, Unu Sighvatsdóttur. Ég er viss um að fjölskylda Unu vissi ekki einu sinni af því að hún væri hér á landi og sýnir það bara skipulagningshæfileika samtakanna. Einnig vita þeir sem hafa horft á mafíumyndir að kokkteilar eru drukknir þegar örlög óvinanna eru ráðin.

En til þess að sýna enn frekar sannleikann í réttu ljósi, þar sem reynt var að afvegaleiða lesendur í kommentum með síðustu færslu, þá grípum við niður í samtal sem átti sér stað á MSN í gær:

"[21:29:44] Ásdís Eir: Vá, hvað ég hlakka til að fara á Bókhlöðuna á morgun!
[21:29:57] Ásdís Eir: þá ætla ég að tékka á tjellingunum. Ég er viss um að það verða margir litlir þvengir þá, ég dýrka þessa blúnduG-strengi sem krúttlegu litlu stelpurnar eru í. Það er eina ástæðan fyrir að ég er þarna. Ég er ekki einu sinni í Háskólanum.
[21:30:02] Ásdís Eir: it's fokking AWESOME. Manstu eftir gellunni í bláu nærunum??
[21:30:12] Ómar Sigurvin: Ha? Nei, engan veginn, enda er ég bara lítill kórstrákur.
[21:30:14] Ómar Sigurvin: Og svo er ég líka að læra, ekki glápa á rassa!
[21:31:08] * Ómar Sigurvin is now Away"

Eins og glöggir lesendur sjá, þá er þetta farið að nálgast það að vera sjúklegt! Því vil ég biðja alla sem lesa þetta um að vara sig, því heyrst hefur að Hún ætli að láta sjá sig aftur á Hlöðunni í dag. Þær ykkar sem ætlið að læra hérna, ég mundi fara í ljótustu bómullarnærbuxurnar sem þið eigið og helst smekkbuxur, ég veit ekki hversu langt þessi perragangur gengur eiginlega. Jæja, best að fara að læra við flöktandi logann, meðan hann endist. Beware of the girl!!



Á kaffistofunni

Nú sit ég niðri á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar, hvar ég er búinn að halda mig síðan 8 í morgun að skoða gömul próf í lífefnafræði. Nú gæði ég mér á einni dýrustu skinku-og-osts-samloku landsins með bros á vör. Helvítis bókhlöðu- kapítalistar!

Talandi um Bókhlöðuna þá vil ég vara fólk við stúlku sem heldur sig yfirleitt á 4. hæð. Hún er með sítt dökkt/skolleit hár og gengur gjarna í gömlum jakka af pabba sínum. Hún er með gleraugu á litla strumpanefinu sínu og les þykkar sálfræðibækur. Þessi stúlka gengur yfirleitt undir nafninu Ásdís Eir og ástæðan fyrir því að ég sá ástæðu til að vara við henni var vægast sagt skelfileg ferð út á bensínstöð um daginn. Þetta byrjaði sem hver önnur ferð, ég fékk mér pulsu með öllu nema remúlaði og kók með. Ásdís snæddi langloku og við ræddum heimsmálin. Inni á bensínstöðinni var einn blökkumaður og tvær ungar stúlkur.

Ekkert benti til að þetta yrði óvenjuleg ferð fyrr en út var komið. Eins og fólk veit er ég kórdrengur með meiru og hef aldrei hugsað dónalega hugsun í mínu englalífi. Því kom það gjörsamlega flatt upp á mig þegar Ásdís fór að tala um rassinn á stelpunni sem var að ganga fyrir framan okkur. Ég hélt líka að ég yrði ekki eldri þegar Ásdís sagði „sérðu hvað hún er í háum g-streng, ég er viss um að hún þarf ekki að beygja sig nema smá til að við sjáum bert á milli!“. Mér svelgdist á kókinu og hváði hana hvers konar dónaskapur þetta væri nú. Þá bætti hún um betur og sagði „ég er viss um að við sjáum í hann þegar hún labbar upp stigann, komdu, við skulum drífa okkur til að vera beint fyrir aftan hana!“

Á þessum tímapunkti var ég að því kominn að ganga upp að stelpunni og útskýra fyrir henni að hún væri í stórri hættu, þar sem að vinkona mín væri erkiperri sem talaði ekki um annað en rassinn á henni. Ég sé núna að ég hefði átt að gera það. Mér leið vægast sagt illa þegar við gengum á eftir henni upp stigana og í öðru hverju þrepi segir Ásdís „sjáðu, sjáðu núna!“ og ég leit bara undan, þetta var of mikið. Svo í næstsíðasta þrepinu beygir aumingja stúlkan sig örlítið of mikið svo að skín í strenginn og þá snýr Ásdís sér að mér og öskrar „SCCCCCCOOOOORRRRE“ og reynir að gefa mér fimmu. Það tókst hinsvegar ekki þar sem ég (sem góðum kórdreng og engli sæmir) sneri mér undan og þóttist ekki þekkja hana. Þá greip hún þéttingsfast í hægri rasskinnina á mér svo á sá.

Þessi lífsreynsla situr í mér svo ég varð bara að deila henni með fleiri og líka til þess að koma í veg fyrir að hún áreiti fleira fólk. Þeir sem ekki trúa mér ættu að kíkja á bloggið hennar Ásdísar, þar sem hún auglýsir eftir 5 ára börnum undir fölsku flaggi rannsóknar í sálfræði. Nú er mál að linni!!

p.s. Það er maður á borðinu á móti mínu sem pantaði sér kaffi í pínulitlum bolla og situr núna og sötrar það og starir á mig. Krípí!



Mig langar að óska Glitni til hamingju með....

....að hafa eytt mörg hundruð milljónum í auglýsingar og kynningar á nýja nafninu, auk gríðarlegrar forvinnu að nafnabreytingunni þegar Íslandsbanki varð Glitnir
....að þessar milljónir voru notaðar í þrennt:
  1. Ákveðið var að nota gamla nafnið á dótturfyrirtækinu Glitni
  2. Ákveðið var að breyta vörumerkinu í hvítt bogadót á rauðum grunni sem minnir bara á Café Konditori Copenhagen
  3. Auglýsingarnar voru alveg eins og auglýsingar frá öðrum banka (að mig minnir í Noregi)
Ég er að hugsa um að gerast grafískur hönnuður, þá get ég farið að vinna hjá Hvíta húsinu og rukkað fullt af pening fyrir að koma með ófrumlegar hugmyndir!



Congratulations


Hey you, looking at me, I’m talking to you
I’m Silvia Night shining in the light – I know you want me too
Born in Reykjavik in a different league – no damn eurotrashfreak
The vote is in, they say I win
To bad for all the others

So congratulations I have arrived
I’m Silvia Night and I’m shining so bright
Eurovision nation your dreams will come true
You’ve been waiting forever
For me to save you
Wham bam boom

My song’s totally cool no yesterday’s news
Really hot okay, really not too gay
I’m coming here to stay
Want a piece of me, listen carefully
You’ll be D.E.A.D.
So boys and girls around the world,
Let’s meet next year in Iceland

So congratulations I have arrived
I’m Silvia Night and I’m shining so bright
Eurovision nation your dream’s coming true
You’ve been waiting forever
For me to save you

(phone - conversation)
Hello is it god?
What’s up dog?
It’s your favourite person in the world Silvia Night
I’m saving the world
See you...bye

So congratulations I have arrived
I’m Silvia Night and I’m shining so bright
Eurovision nation your dreams will come true
You’ve been waiting forever
For me to save you
Wham bam boom

So congratulations I have arrived
I’m Silvia Night and I’m shining so bright
Eurovision nation your dreams will come true
Vote for your hero that’s what you must do
I love you



Og sjá...

Hér er framlag Íslands til Eurovision 2006!
Ég þori að fullyrða að þetta sé skemmtilegasta og flottasta Eurovision lag allra tíma (fyrir utan kannski Volaire!)

"Just vote for your hero, that's what you must do...I love YOU"



Believe it or not!?

Ég, Ómar Sigurvin, var kominn á Þjóðarbókhlöðuna kl. 08.07. Þess má geta að húsið opnar ekki fyrr en 08.15, svo ég var fyrsti gestur dagsins. Nú er klukkan ekki orðin hálf9 og ég sit hérna næstum einn og er búinn að opna bókina, taka einn grænan og einn appelsínugulan yfirstrikunarpenna og Volvo pennann upp úr töskunni og byrjaður að læra!
Hamingjuóskir eru vel þegnar en blóm og aðrar gjafir í tilefni áfangans eru afþakkaðar.



Ég hef....(það eru próf, þá má maður setja svona inn) :)

(x) reykt sígarettu - með Viktori frænda mínum þegar við vorum 10 og 11 ára
(x) drukkið áfengi - einn og einn pínulítill sopi, bara til að komast að því að mér finnst það vont
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
(x) faðmað einhvern ókunnugan - það er bara gaman!
(x) lent í slagsmálum - telst ekki vinnan með?
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n

( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu - bara lítil, hvít lygi samt. Svona eins og þegar ég sagði Þórunni Helgu að Ásdís væri lesbía! :)
(x) skrópað í skólanum
(x) horft á einhvern deyja
(x) ferðast í flugvél
(x) kveikt í þér viljandi - í grunnskóla var geðveikt kúl að kveikja í sokkunum sínum.... allavegana í gettóinu, Seljahverfi
( ) skorið þig viljandi
( ) borðað sushi

( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkúrat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil - of sjaldan samt
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka - síðast í vinnunni í fyrra, megagóður flugdrekavindur fyrir utan Klepp
(x) byggt sandkastala

(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum - bæði
(x) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta

(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru - ekki kengúru samt!
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni

(x) borðað líter af ís á einu kvöldi - on many occasions
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja

(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni - þarf samt að fara að gera það bráðlega aftur

(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk - ætla að bæta úr því sem fyrst

( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig að þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki - ég hef t.d. ælt yfir allan fremsta bekk á tónleikum í Seljakirkju
(x) kysst einhvern af sama kyni
(x) farið nakin í sund
(x) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
(x) fallið í yfirlið - já, svona þrisvar
(x) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna - ekki beint spjallað við, þóttist bara í smástund vera sá sem viðkomandi hélt ég væri. Endaði með að vera geðveikt fyndið af því þetta var strákur sem var að biðja stelpu afsökunar á lélegri frammistöðu í rúminu síðustu helgi og svona...
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti



Úrslit keppninnar um ljótustu myndirnar....

...eru hér með kunngjörð. Myndirnar verða í bordernum efst á síðunni í svona viku en þá held ég að fólk vilji almennt losna við að horfa á þær :)

Myndin sem vann er lengst til vinstri, mynd númer 1 hét hún. Myndin í öðru sæti var mynd númer 3 og er hún í miðið en þriðja ljótasta myndin var mynd númer 7 og prýðir hún hægri kantinn af þessum þremur.

Takk fyrir að kjósa, atkvæðin voru fjölmörg og skemmtileg!



Tribute - David Hasselhoff

Hver man ekki eftir Strandvörðum og hinum ómótstæðilega David Hasselhoff?? Ég man allavegana eftir að hafa setið spenntur fyrir framan skjáinn þegar LAGIÐ byrjaði „Some people stand in the darkness, afraid to step in to the light.....úúúú, don't you worry“ o.s.frv. Augljósir hæfileikar David Hasselhoff leynast engum en hann hefur alltaf verið mjög heitur í Þýskalandi. Maðurinn er náttúrulega bara snillingur, góður leikari, frábær þáttaframleiðandi og geggjaður söngvari (eins og kemur greinilega fram í Baywatch laginu). Ekki spillir fyrir hvað hann er myndarlegur, þýska gæðagenið út í gegn.

Baywatch þættirnir voru yfirfullir af spennu, fallegu kvenfólki og drama, betra sjónvarpsefni finnst varla. Reyndar fór strákurinn hans „Hoffmeisters“ (hét hann ekki Hobie eða eitthvað svoleiðis?) alltaf frekar mikið í taugarnar á mér, hann var svo plebbalegur. Reyndar voru þættirnir farnir að snúast upp í einhverja vitleysu undir lokin, helmingurinn var farinn að vera eins og tónlistarmyndband, væmið lag undir og fólk að hlaupa eftir ströndinni. Ég stefni á það að eignast alla þættina bráðum. Verst að ég finn þá bara á VHS, lame-o!


Þeir sem eru efins um ágæti og hæfileika Davids Hasselhoffs ættu að kíkja á þetta! Þetta er bara snilld....

ATH! Umrædd grein er aðeins mat höfundar og þarf á engan hátt að endurspegla skoðun þjóðarinnar eða 365 ljósvakamiðla!



Textabrengl

Það er ótrúlega fyndið hvað manni getur misheyrst þegar maður hlustar á lagatexta. Það eru meira að segja til heilar heimasíður sem fjalla um þetta efni og getur verið mjög gaman að lesa þær (í staðinn fyrir að læra!!). Í gær var ég að hlusta á Bohemian Rhapsody með Queen þegar ég mundi að ég hélt alltaf að textinn væri „I'm just a pool boy, I need no sympathy“ en auðvitað er rétti textinn „I'm just a poor boy, I need no sympathy“. Ég heyrði líka alltaf „Þessi fallegi maður, þessi fallegi maður“ í laginu með Bubba í staðinn fyrir „Þessi fallegi dagur, þessi fallegi dagur“. Þar hélt ég auðvitað að Bubbi væri að syngja um nýfenginn áhuga sinn á karlmönnum, þar sem að hann og Brynja voru að skilja.... hélt hann væri að prófa eitthvað nýtt!



Jólasnjór??

Í gær þegar ég var að ákveða skó fyrir daginn, leit ég út um gluggann. Úti var mjög fallegt veður líkt og síðustu daga og þessvegna valdi ég brúna sumarleðurskó af pabba. Einkar fallegir, þægilegir og S-Evrópu-sumarlegir skór. Dagskrá dagsins var þéttskipuð; fyrirlestur í Borgó, klipping, fótbolti, umræðutími, snókerkeppni, út að borða og svo Læknaleikar á Pravda þar sem ég var í liði með Halldóru Kristínu og Dagbjörtu (liðið hét Rassgatið á þér að frumkvæði Dagbjartar og urðum við í 3. sæti! RÚST!!).

Eftir að hafa fagnað sigrinum (eða já....3. sætinu en móralskur sigur) í smástund var ákveðið að fara og snæða pizzu á Pizza King. Þegar hurðin á Pravda var opnuð brá okkur heldur í brún. Úti var nefnilega svona 3-4cm jafnfallinn snjór og allt voða jólalegt. Af hverju er aldrei svona jólalegt á jólunum?? Eftir góðan pizzasnæðing, fórum við út og ég, Ármann og Tóti tókum léttan grunnskólaeineltisfíling og köstuðum snjóboltum í Kalla, a.k.a. Ryan Gosling. Síðan tók við heilmikið þramm í fínu skónum að bílnum, hvaðan ég ók til Ásdísar og hélt fyrir henni vöku í smá tíma á meðan ég beið eftir Þórunni en hún var í afmæli hjá vini sínum. Um hálfþrjú leytið í nótt vorum við komin heim til hennar en veðrið var bara einfaldlega of fallegt og freistandi til að sofa það af sér og því voru gönguskórnir og vettlingarnir rifnir fram og haldið í klukkutíma göngu um hverfið. Þetta var einkar fín og notaleg ganga. Ég er sáttur við snjóinn þegar hann er svona, en ekki að blása á mann af fullum krafti eða þegar það kemur snjór + rigning = slabb!
Ég tók nokkrar myndir á símann minn þar sem að ég var ekki með myndavél og vildi eiga þessa jólastemmningu á mynd og svo tók Þórunn myndina sem er efst. Ljósastaurinn og tréin minntu mig á Narníumyndina...góð mynd! Ef grannt er skoðað má sjá Þórunni þarna undir tréinu.

p.s. þeir sem eru orðnir helspenntir að vita hvernig fór með skóna, þá eru þeir enn í lagi. Engar áhyggjur, ég veit að púlsinn hjá sumum var kominn upp í 200!! :)




Martröð?

Ég vaknaði með lagið All rise með Blue á heilanum...ég hlýt að hafa verið með svakalega martröð!

„Baby I swear I'll tell the truth, about all the things you used to do. And if you thought you had me fooled, I'm telling you now, objection overruled.

Here we go,
Oh baby.

One for the money and the, free rides,
It's two for the lie that you, denied,
All rise, All rise.“

Vonandi gerist þetta ekki aftur...



„I am no one special,
just a common man
with common thoughts.
I've led a common life.
There are no monuments
dedicated to me.
And my name
will soon be forgotten.
But in one respect,
I've succeeded as gloriously
as anyone who ever lived...
I've loved another
with all my heart
and soul and for me
that has always been enough....“

Þetta eru fyrstu línurnar í myndinni Notebook. Þá mynd hef ég núna séð 5 sinnum held ég og ég var að horfa á hana bara fyrir nokkrum dögum. Þá áttaði ég mig á því hvað mér finnst þessar örfáu setningar ótrúlega innihaldsríkar og frábær byrjun á virkilega góðri mynd. Myndin nær að vera einföld, falleg og eftirminnileg án þess að verða einhver klisja. Ekki spillir heldur fyrir góður leikur og fallegir aðalleikarar. Það eru örfáar setningar sem sitja mér í minni eftir að sjá góða mynd og þetta er ein þeirra. Önnur sem ég man eftir er úr myndbandinu í Things to do in Denver when your dead með Andy Garcia.
Ég ætlaði ekkert að hafa þetta langa færslu, þar sem klukkan er orðin margt og í raun og veru segja þessar örfáu línur allt. Ég held að maður sé einungis virkilega ríkur í lífinu ef maður hefur fólk sem manni þykir vænt um í kringum sig. Þá er líka mikilvægt að sýna því fólki að maður meti það mikils og gera það sem oftast. Vonandi næ ég að gera það!



Kvebbanebbi....

....já, ég er kvebbanebbi í dag. Sigurbjörg var með nokkuð skemmtilegt dót á sinni síðu sem mig langaði til að prófa. Hér fáið þið einstakt tækifæri til að velja kosti mína og galla! Go wild ;)



Allir að kíkja í kvöld! Þokkalega!



„Pour homme“


Þegar ég var lítill skildi ég ekkert í því að öll ilmvötn væru gerð sérstaklega fyrir homma.

Mér fannst líka mjög skrítið þegar Solla frænka gaf mér eitt slíkt, sem var greinilega merkt „Eue de toilette POUR HOMME“. Fyndið!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker