E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



296
Þetta er færsla númer 296 á þessum vef. Það er visst gleðiefni en á sama tíma dálítið leiðinlegt, þar sem hver færsla kemst nær því að verða sú síðasta. Það er undarlegt hvernig sumt sem áður fyrr þótti mjög ónauðsynlegt, óþægilegt og leiðinlegt getur orðið andstæðan, jafnvel ávanabindandi. Eins og sést á fyrstu færslunni í október 2002:
„Það er fullkomnlega engin góð ástæða fyrir þessari síðu... þessi tískubylgja að hafa "blogg" virðist bara ráðandi núna og mér datt í hug að vera "memm"...“
Síðan þá hafa komið hæ(g)ðir og lægðir í þessu eins og öllu öðru en oft á tíðum er þetta þrælskemmtilegt (ég mun ekki dæma um skemmtanagildi þessarar heimasíðu fyrir þá sem lesa hana). Ég hef tekið eftir að þetta á við um marga aðra hluti sem í fyrstu eru hundleiðinlegir en verða svo hluti af manni. Það var t.d. undarlega erfitt að segja skilið við skúringarvinnuna, sem ég gerði 1. janúar s.l. Þá var ég búinn að skúra í 5 ár og 2 mánuði og sennilega búinn að þéna nokkrar milljónir á þessu öllu saman. Það voru þó ekki bara peningarnir sem héldu manni í þessu í allan þennan tíma. Með tímanum varð þetta bara hluti af „mér“, að fara og skúra á öllum tímum sólarhrings og hvenær sem er ársins. Ég hef þrifið klósett í árshátíðarklæðnaði oftar en einu sinni, hlýtt sjálfum mér yfir próf á meðan ég skúra, sungið hinar villtustu aríur mér og veggjunum til skemmtunar og svo framvegis. Skúringarnar voru líka eins og rauður þráður í gegnum síðustu 5 ár og mér fannst ég á vissan hátt vera að segja skilið við margt sem því tengdist. Gamlar minningar, bæði mjög góðar, ljúfsárar og beinlínis sárar, komu upp í hugann sem ég vatt síðustu tuskuna. Minningar um fólk sem hefur skúrað með mér, vini sem ég hef eignast í gegnum tíðina, sambönd, samböndsslit, góðar stundir og slæmar. Það er jafnvel þannig að ég tengi hin ýmsu lög, lyktir og jafnvel tilfinningar við ákveðna kima hússins eða ákveðnar aðferðir við að þrífa. Ég veit ekki af hverju þetta var svona undarlegt um áramótin, en mér fannst ég vera að kveðja kafla í mínu lífi, jafnvel bara að fullorðnast. Hver veit, kannski er ég svolítill Pétur Pan innvið beinið?
Þetta var færsla 296 af 300.

----------------
Lag færslunnar: Tindersticks - If You're Looking For A Way Out


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker