Niðurlæging

Ég held ég verði að viðurkenna að ég er gunga þegar kemur að mörgu, sérstaklega háum, ótryggum stöðum. Ég er ferlega lofthræddur og yfirleitt þora litlu systkini mín í öll tívolítæki á meðan ég fer bara í rússíbanana og tæki sem mér finnst "örugg". Þá hlær öll fjölskyldan að mér. Ég held ég hafi samt fengið hina "ultimate" niðurlægingu um daginn þegar Ásdís Eir og fjölskylda fóru til Danmerkur. Um ferðina má lesa hér. Niðurlæginguna hlaut ég þegar Óttar, LITLI bróðir Ásdísar (sem er, ef ég man rétt 13 ára), sem er algjör töffari og húmoristi sendi mér SMS. Það var svo hljóðandi: "Thetta er Óttar. Eg for i fallturninn i tivoli, ekki thu. Hehe". Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, þegar hlegið er að manni á milli landa!! Mjög fyndið SMS samt, Óttar fékk feitt rokkprik fyrir! :)



Banvæn símaveira....

Ég brosti út í annað þegar ég las mbl.is í morgun og sá fréttina um „banvænu“ símaveiruna sem gekk manna á milli í Afganistan. Sérstaklega fannst mér setningin „Abdullah, starfsmaður afganska farsímafyrirtækisins sagði að hundruð símtala hefðu borist þangað í dag frá viðskiptavinum, sem höfðu heyrt þennan orðróm.“ fyndin. Þetta væri svona eins og að segja „Jón Jónsson, starfsmaður Símans tjáði sig um málið“. Gallup verður að fara að passa sig, þar sem þetta smitast á milli með því að maður svari númerum sem maður þekkir ekki. Abbabbabb! Hvernig ætli það virki þá ef fólk er með leyninúmer??

Davíð Halldór Kristjánsson (sem býr rétt hjá 2 hæða dildobúð) vildi koma því á framfæri að Dorrit Moussaieff forsetafrú væri komin með kostunaraðila (spons) og gengi framvegis undir nafninu Dorritos Moussaieff. Hún mun einmitt funda með Burritos Burritos Ghali á næstu dögum (sjá Konnan).



Undur og stórmerki!!

Já, það er kannski erfitt en greinilega ekki ómögulegt að kenna gömlum hundi að sitja. Nú hef ég átt myspace síðu í 4 mánuði sirka, án þess að láta fólk vita af því (enda var ég upphaflega á móti þessu "drasli). Nú hef ég ákveðið að taka þessari nýjung með opnum hug og skella mér í þetta. Afraksturinn má sjá á mæspeisinu.
Ég hyggst reyna að láta þetta samt ekki gleypa mig alveg, enda er þetta algjör tímaþjófur. Á næstunni koma inn myndir frá Svíþjóð og Danmörku, 500 talsins, ásamt ferðasögu.
Rannsóknin er ekki að ganga alveg nógu vel og því er hætt við að ég verði fastur í henni næstu vikur. En ég er alltaf með símann!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker