Nafnar

Það er mér mikið gleðiefni að heita Ómar. Það varð samt fyrst gleðiefni fyrir alvöru um aldamótin síðustu. Þá fóru nefnilega allir vondu karlarnir í heiminum að heita Ómar, eins og t.d. þessi hérna. Núna fæ ég alltaf aukaaugnaráð á flugvöllum og svona, sérstaklega þegar ég kem til Bandaríkjanna. Þá fæ ég alltaf spurninguna „Omar, is that an Icelandic name?“ sem ég svara að sjálfsögðu með „No, actually it's an arabic name“ sem vekur misjafnar undirtektir hjá landamæravörðunum. Dömunni sem tók á móti mér síðast fannst það samt fyndið, hún fær plús fyrir það!
Svo las ég um annan nafna minn í gömlu Mannlífi þegar ég var í sjúkraþjálfun hjá Sólveigu ofursjúkraþjálfara. Sá var með alvarlegt skófetish og stundaði það að stela öðrum skónum af konum á gangi í hverfi einu í London. Hann gekk hratt upp að þeim, renndi hendinni niður eftir kálfanum og stal skónum á innan við 5 sekúndum. Þegar lögreglan gómaði hann hafði hann stolið 156 stökum skóm. Það er á svona stundum sem ég hugsa „ég er feginn að þetta er nafni minn“!



Hvenær notar maður dönsku eiginlega???

Þetta er spurning sem ég velti fyrir mér í öll þessi 7 ár eða svo sem við lærðum dönsku. Síðustu fjóra daga hef ég fengið svarið við þessari spurningu. Þegar maður fer að vinna á elliheimili!
Þannig er málum háttað að um helgina vann ég næturvakt í öllu húsinu á Eir og var þá með um 200 heimilismenn á minni ábyrgð. Í kjölfarið á því vann ég aukavakt á annarri deild en venjulega og talaði þar dönsku við einn heimilismanninn og gafst það vel. Auk þessa heimilismanns var þar kona sem talaði blöndu af íslensku, ensku, þýsku og dönsku (þeir sem hafa séð Julekalender skilja þetta mjööög vel) og veldur það því að mjög fáir skilja hana (sérstaklega erlenda starfsfólkið). Við áttum hinsvegar hrókasamræður á þessum fjórum tungumálum og varð það til þess að ég er eiginlega búinn að ráða mig til vinnu þar þriðju hverja helgi í vetur. Á minni deild eru tvær konur sem tala reglulega ensku og á deildinni sem ég vann aukalega í morgun eru TVÆR danskar konur. Ekki EIN dönsk kona, heldur TVÆR og við lentum í hrókasamræðum á dönsku. Ég fíla'ða í tætlur! Áfram tungumál!



„Enginn óskadráttur en fínn samt!“

Virkilega skemmtileg fyrirsögn á frétt hjá mbl.is :)


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker