Farinn til Köben... sjáumst eftir viku! :)



„Mikið rétt. Apar maður, þeir eru svo skemmtilegir.“
Una Sighvatsdóttir

Þetta komment minnti mig á góða sögu sem ég hef aldrei bloggað um en oft sagt fólki hana. Þegar ég fór til Kanaríeyja 1997 (að mig minnir) þá fórum við á óóógeðslega heitum degi í dýragarð þar sem krókódílarnir gátu varla hreyft sig fyrir hita! Dýragarðurinn hét Crocodile Park en þar leyndust mörg fleiri dýr. Þar sá ég t.d. sebrahest og strút í fyrsta skipti. En gamanið byrjaði fyrst þegar við komum að górillunum. Þrátt fyrir stórt, stórt skilti þar sem á stóð „Do not feed the animals“ þá tók systir mín (enda bara 2 ára) ástfóstri við risastóra, svarta, karlkyns górillu sem kom upp að rimlunum í búrinu og starði á okkur. Það fyrsta sem systir mín gerði var að taka sleikjóin sinn út úr sér og rétta górillunni hann. Það var mjög merkilegt að sjá pínulitla stelpuhendi rétta sleikjó til górilluhandar. Górillan þáði þó jarðarberjasleikjóinn með þökkum, kláraði hann og rétti síðan systur minni spýtuna til baka (gott að hugsa um umhverfið sko, ekki henda á götuna, götur eru ekki ruslafötur og górillubúr ekki heldur).
Eftir þetta þá var mesta sportið að gefa górillunni og næsti réttur á matseðlinum var Cheerios sem Rún var með í pínulitlum plastpoka. Það aftraði þó górillunni ekki og ótrúlegt að sjá hversu fær hún var að plokka örlitla Cheerios hringi úr plastpoka hjá lítilli stelpu. Þegar Cheeriosið var búið þá kvaddi górillan með þökkum og við héldum áfram göngunni. Svo segir fólk að dýr séu ekki klár.
Næst gengum við framhjá skrifstofu sem var opin og þar inni var barnagrind og ég hélt auðvitað að það væri barn í henni og laumaði mér inn til að kíkja. En það var miklu betra en barn, það var oggupínulítill górilluungi með bleyju og pela. Auðvitað lékum við okkur við hann þar til hann varð þreyttur og vildi fara að sofa. Það var megagaman!
Í heildina fær þessi heimsókn 4 stjörnur af 5! :)




1 próf eftir!!!! Koma svooooo!! :)





Mikið vildi ég að hægt væri að ýta á einn takka og eyða öllu því slæma í heiminum með einu „klikki“. Þá væri hægt að losa heimsbyggðina við náttúruhamfarir, styrjaldir, hungursneyðir og farsóttir, allt á einu bretti. Mannkynið yrði laust við tilfinningar eins og ótta, illsku og hatur. Enginn yrði illsku heimsins að bráð og „öll dýrin í skóginum gætu verið vinir“.

Já, þetta er draumsýn mín. Takk fyrir.



„Auðvelt að skera...meira að segja fyrir karlmenn“

Já, nýju auglýsingarnar frá SS (ekki stormsveitum Hitlers heldur Sláturfélagi Suðurlands) eru að slá í gegn. Þar er auglýst nýtt lambalæri sem er með minna beini (og þ.a.l. meira kjöti) þannig að það er auðveldara að skera það. Tvennt gott við það!
Burtséð frá því hversu snilldarleg uppfinning þetta er og að næsta uppfinning hljóti að vera sjálfskerandi lömb sem eru tilbúin á diskinn eftir eldun og ekkert þarf að gera, þá er eitt í auglýsingunni sem er alveg fáránlegt. Ég er nú ekki mikill „masculisti“ en í enda auglýsingarinnar segir konan sem er að kynna þetta: „Auðvelt að skera, meira að segja fyrir karlmenn“ og maðurinn hennar sést í bakgrunni.
Ég fór að velta því fyrir mér hvað þetta væri asnaleg auglýsing, sérstaklega með það fyrir augum að feministar gerðu athugasemd við slagorðið á Yorkie súkkulaðinu en það er „ekki fyrir stelpur“. Ef að auglýsingin umrædda hefði ekki verið um kjöt heldur um nýja uppþvottavél eða matvinnsluvél frá Moulinex og kynnirinn hefði verið karl sem hefði sagt að þessi nýja vél væri auðveld í notkun, meira að segja fyrir konur og konan hans hefði síðan gengið framhjá í bakgrunni þá hefðum við fengið alla heimsins feminista á móti fyrirtækinu og auglýsingin yrði örugglega á endanum fjarlægð af markaðnum.
Mér finnst jafnréttisstefnan ekki sniðug þegar hún virkar ekki í báðar áttir.
Jafnrétti á ekki að vera einstefna!



Ohhhh....þetta er besta leiðin til að varpa af sér öllum áhyggjum, prófstressi og fleira.
Hið fullkomna gleðilyf! :)



Friðþjófur

Þetta er Friðþjófur!! Hann hef ég átt frá því ég man eftir mér en ég fékk hann frá "ömmu" Eygló (sem er mamma Sóleyjar bestu vinkonu mömmu) og saumaði hún á hann þessi jakkaföt, náttföt og ein önnur föt. Nú á hann bara jakkafötin.
Hann passar iPodinn minn upp í hillu núna og svo ætlar hann líka að passa ykkur á meðan ég er í prófum.
Vonandi skemmtið þið ykkur vel!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker