Textabrengl
Það er ótrúlega fyndið hvað manni getur misheyrst þegar maður hlustar á lagatexta. Það eru meira að segja til heilar heimasíður sem fjalla um þetta efni og getur verið mjög gaman að lesa þær (í staðinn fyrir að læra!!). Í gær var ég að hlusta á Bohemian Rhapsody með Queen þegar ég mundi að ég hélt alltaf að textinn væri „I'm just a pool boy, I need no sympathy“ en auðvitað er rétti textinn „I'm just a poor boy, I need no sympathy“. Ég heyrði líka alltaf „Þessi fallegi maður, þessi fallegi maður“ í laginu með Bubba í staðinn fyrir „Þessi fallegi dagur, þessi fallegi dagur“. Þar hélt ég auðvitað að Bubbi væri að syngja um nýfenginn áhuga sinn á karlmönnum, þar sem að hann og Brynja voru að skilja.... hélt hann væri að prófa eitthvað nýtt!
0 Responses to “”
Leave a Reply