Gledileg jol!

Tar sem ad netid okkar herna uti er algjor fornaldargraeja (naesta numer vid handtrekkta netid) ta klara eg leikinn bara vid fyrsta taekifaeri! Eg er buinn ad skrifa tetta allt nidur a blad og ready to go! ;)
I millitidinni oska eg ykkur gledilegra jola, elsku dullurnar minar!



Best að nota tækifærið.....

....þegar maður er í prófum og skella inn einum skemmtilegum pósti þar sem mikillar bloggfærni og tíma er ekki krafist. Ég veit að aðrir sem eru í prófum nota hvert tækifæri til að gera e-ð annað en að lesa:) Svo er líka gaman að gera svona í jólafríinu. Ég ákvað að herma eftir Vöku og fleirum með þetta:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Je, ýkt útúr töff og spliffað, ma'r. Tek bara donkið á þetta og gengja prófið!



Eitt í viðbót...
  • Hvað er málið með að endurgera lög sem slá í gegn? Þegar ég kveikti á sjónvarpinu í morgun sá ég að Westlife eru komnir með „nýtt“ lag og myndband. Lagið er You raise me up og eru þeir núna í keppni um besta myndbandið í Bretlandi fyrir þetta ár. Lagið var vinsælt í fyrra með Josh Groban og ég get bara ekki skilið hvernig þeim dettur í hug að endurgera það strax. Sérstaklega ekki þegar að þeir syngja það nákvæmlega eins, undirspilið er keimlíkt og ég held að kórinn sé bara klipptur úr laginu með Josh Groban, að minnsta kosti er kórsöngurinn 100% nákvæmlega eins. Mér finnst þetta bara „rip-off“...



Örfá atriði:
  1. Tónleikarnir í gær voru æði, Antony og félagar fá 6* af 5 mögulegum! Það eru til miðar á tónleikana í kvöld fyrir þá sem ekki vissu. Kíkið á Mida.is.
  2. Hrós fær Unnur Birna fyrir að vinna Ungfrú heimur og verða þannig þriðja íslenska stúlkan til að vinna þá keppni síðustu 20 árin. Við hljótum að eiga heimsmetið í þessu miðað við höfðatölu. Enda hef ég alltaf sagt að fallegasta kvenfólk heims komi frá Íslandi!
  3. Þann 21. desember n.k. gerist margt merkilegt:
    • Samkynhneigðir fá að ganga í hjónaband með borgaralegri vígslu í Bretlandi og ætlar Elton John, hvern ég fór að sjá á Laugardalsvelli um árið, að ríða á vaðið með kærastanum sínum. Svalt.
    • Réttaröldin yfir Saddam Hussein byrja fyrir alvöru. Mega.
    • Ég verð 21 árs. Heví.
    • Vegna gríðarlegrar eftirspurnar hef ég ákveðið að bæta inn í bloggfærslu eftir á!! „Bjarney Anna er LOKSINS LOKSINS búin í prófum og getur þá slett úr KLAUFUNUM KLAUFUNUM !!“. Bara fyrir þig Bjarney ;)
  4. Prófið á föstudaginn gekk, en ekki mikið meira en það. Ætli svipað verði upp á teningnum næsta föstudag? Hver veit? Annars verður næsta helgi ljúf og góð partýhelgi sem ég hlakka mikið til!
  5. Listinn 22 laga rólegheit verður aðgengilegur í skamman tíma í viðbót, ef fólk vill ná í lögin. Síðan hef ég í hyggju að gera fleiri slíka lista og þarf plássið til að setja lögin inn. En njóti þeir sem njóta vilja, allavegana næstu daga!
  6. Sex?? Yes, please! (Austin Powers). Jæja, lærdómurinn bíður. Ciao!



Jahá!! Má skila þessu inn í staðinn fyrir prófinu á föstudag? Plíííís!
The Stupid Quiz said I am "Totally Smart!" How stupid are you? Click here to find out!



„Oh, I'm scared of the middle place, between life and nowhere. I don't want to be the one left in there....“



Sem ég sit hér á lesborðinu mínu á Læknagarði og nem hin ljúfu fræði lífefnanna, hljóma þessar línur í eyrum mér. Þetta veldur sælutilfinningu, þar sem mér verður hugsað til tónleikanna sem ég er að fara á með Antony á laugardaginn. Ef þeir verða eitthvað í líkingu við síðustu tónleika sem ég fór á með honum og The Johnsons, þá verð ég ekki svikinn. Ekki spillir heldur fyrir að á laugardaginn verð ég búinn í þessu djöflaprófi.

En að öðrum tónleikum sem ég fór á síðustu helgi. Það voru útgáfutónleikar Garðars Thórs Cortes en mamma keypti diskinn hans um daginn og hefur hann verið eiginlega í stöðugri spilun síðan þá. Einstaklega góður lærdómsdiskur. Tónleikarnir hófust með sprengikrafti, þar sem Nella Fantasia ómaði um alla Grafarvogskirkju, þannig að maður fékk gæsahúð. Hvert lagið á fætur öðru var síðan sungið af miklum krafti en jafnframt ótrúlegri næmni og viðkvæmni. Garðar Thór er bara snillingur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Maríanna Másdóttir er líka einkar góð söngkona, en hún söng með honum í tveimur lögum. Jólasyrpan var einkar skemmtileg og upplífgandi, sjaldan sem maður heyrir takast svo vel til að syngja gömul jólalög með „klassísku“ sniði. Skýið söng Garðar bara með gítarundirleik og það var frábært. Hápunktur tónleikanna fannst mér vera Lontano, sem samið var sérstaklega fyrir Garðar, bara snilld. Tónleikarnir fá 5* af 5 mögulegum. Diskurinn fær 4 og hálfa* af 5 mögulegum, bara vegna þess að mér finnst Bláu augun ekki vera skemmtilegt lag, þó hann syngi það óaðfinnanlega.



Skjá, ská, skáum, skéð

Mig langar að fá þessa sögn inn í íslensku orðabókina í næstu útgáfu. Sögnina má nota í sífellt auknum tölvusamskiptum, t.d. MSN-samtölum og fleira. Auðvitað er best að nota hana í miðmynd í framsöguhætti nútíðar, 1. pers. ft. eða samsvarandi viðtengingarhætti. Þá væri hún skjáumst. Hana má nota t.d. í samhenginu „skjáumst síðar“ í MSN-samtölum. Mjög góð og gild sögn að mínu mati.

Takk fyrir. Þetta var prófsúrleikahorn Ómars í dag!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker