Grettukeppni ársins 2006!

Eins og fólk man kannski eftir þá var ég með 10 verstu (bestu) grettumyndir ársins 2005 í fyrra og gerði þær opinberar hér á síðunni, þar sem hægt var að greiða sínum uppáhalds myndum atkvæði. Nú hef ég ákveðið að fara í svipaðan farveg en með breyttu sniði. Í stað þess að vera með myndir af sjálfum mér, ætla ég að biðja ykkur um að senda mér vænlegasta kandídatinn ykkar, það má vera mynd af ykkur sjálfum eða nánustu fjölskyldu eða vinum (bara svo að fólk fari ekki á google og slái inn "ljótar grettur" eða álíka) frá árinu 2006. Myndirnar má senda mér á tölvupósti, osg2(hjá)hi.is, og rennur fresturinn út 13. febrúar. Myndirnar verða síðan birtar hér í heild sinni á væmnasta degi ársins, valentínusardegi, 14. febrúar. 1,2 og elda!

Update:
Reglurnar eru einfaldar: Myndin þarf að vera ein, ekki margar og vera frá því í fyrra. Þegar að 14. febrúar rennur upp verða ALLAR myndirnar birtar hér og fólk greiðir sínum 3 uppáhalds atkvæði. Síðan fá þær myndir sem fólk setur í 1. sæti = 1 stig. Myndirnar sem fólk setur í 2. sæti = 1/2 stig. Loks fær myndin sem fólk setur í 3. sæti = 1/3 stig. Síðan vinnur sú mynd sem fær flest samanlögð stig.

Verðlaunin hafa verið ákveðin (stendur í comments líka): Þríréttuð máltíð í mínu boði (sem ég elda...spurning hvort fólk þori) og kvöld af skemmtun, kvöldskemmtunin verður ákveðin síðar og tilkynnt hér. Þessi verðlaun verða veitt við hátíðlega athöfn eftir síðasta prófið mitt 5. mars og fyrir 1. apríl (ekki aprílgabb samt, hehe).



Bæjarferð (betur þekkt sem nördinn kaupir í matinn)

Það er alltaf ótrúlega gaman að fara í bæinn, sérstaklega í matvöruverslanir. Nú hafði ég ekki farið í búð hérna heima síðan í byrjun desember, þegar ég brá undir mig betri fætinum og skrapp í Bónus og Hagkaup. Og ÞVÍLÍK upplifun, ég hef bara aldrei vitað annað eins. Vissuð þið til dæmis að það væri hægt að kaupa niðursoðið hundakjöt í sósu í Bónus??
Það stendur þarna skýrum stöfum, chunks in gravy, og svo mynd af hundinum Sámi:


Það er líka annað sem mér finnst svo æðislegt við matvöruverslanir hérna heima á Íslandi. Það er að maður getur keypt sér hjálpartæki ástarlífsins, t.d.

Typpahringi og sleipiefni
Auk þess geturðu líka alltaf keypt þér bragðbætt tyggjó, nú með súkkulaðibragði:

En það sem er hinsvegar alveg stranglega bannað og stórhættulegt að selja er bjór. Eins gott að við erum með góða stjórn á þessu öllu saman. Ég vil nú miklu frekar að við getum keypt titrara og frygðarlyf á kassanum heldur en að fólk geti skroppið og keypt sér eina rauðvín, enda býður það nú bara upp á upplausn og stjórnleysi í samfélaginu.



Sumar og sól!!

Jæja, nú þegar að daginn fer að lengja og rigningin kemur í stað snjókomunnar og grámyglulega grasið fer að gægjast upp í gegnum klakakrapið, þá fer maður að hugsa til sumarsins. Ég er farinn að hlakka óhugnanlega mikið til að geta skroppið niður á Austurvöll með góðu fólki, upp í Heiðmörk í fótbolta og boðið fólki í pottinn án þess að eiga á hættu að fá kalsár á iljarnar og frostþurrk á rasskinnarnar.
Það er ekki þannig að mér líki eitthvað sérstaklega illa við veturinn. Málið er bara að á sumrin getur maður gert þetta:


Þessi mynd var tekin í Kaupmannahöfn í fyrra þar sem ég og Ásdís Eir eyddum tveimur dögum í sól, sælu og sjopping (the three deadly S). Ég fékk þessar myndir hjá henni um daginn og það kom þvílík sumar"nostalgía" í mig. Ég meina, hversu ljúft getur lífið orðið??? Varla ljúfara en einmitt svona:


Það fylgir mjög fyndin saga með svörtu buxunum á efri myndinni (samt kannski ekki jafn fyndin ef maður var ekki á staðnum). Það var nefnilega þannig að ég dásamaði þessar buxur eins og þær væru guðdómlegar í búðinni og Ásdís skildi ekki hvað átti að vera svona dásamlegt við þær. Þegar að við höfðum rölt í Kongens Have og skellt okkur í sólbað, ákvað ég að vígja buxurnar góðu og smellti mér í þær. Svona 2 mínútum síðar (nánast eins og ég hefði borgað henni fyrir það) kom að máli við mig gömul kona með dósapoka, sem hún var að safna í og sagði: "Nooo, det er sgu dejlige bukser, hvor har du köbt dem?" og ég sagði henni það og þá fór hún fögrum orðum um buxurnar og sagði meira að segja að þetta væru flottustu buxur sem hún hefði séð lengi. Ég hélt ég yrði ekki eldri...en ég meina, þetta sannaði það sem ég sagði í búðinni, þær eru ÆÐI! :)

p.s. Ég hyggst ekki blogga svona stopult, ég og blogger erum búnir að eiga í stríði og ég held að ég sé búinn að vinna núna. Þessi færsla er tileinkuð Ásdísi, myndatökumanninum/konunni (en konur eru nú líka menn....allavegana stundum) ógurlega/u, þar sem hún var orðin óþreyjufull eftir bloggi. Ég ætla að byrja að plana eitthvað brjálað sumardót með henni bráðum. Þetta skal vera sumarIÐ (með greini sko)!



Smá yfirlit

Í tilefni áramótanna taka margir saman hvað gerðist á árinu. Ég hef ekki gert það áður en ákvað að prófa það einu sinni. Here goes 2006:

Janúar
Ástin bankaði á dyrnar í kringum áramótin og það var allt mjög spennandi á nýju ári. Skólinn var leiðinlegri en nokkru sinni fyrr en vel heppnuð árshátíð reddaði mörgu. Ég held ég hafi sjaldan svitnað jafn mikið í dansi. Eins og sjá má var Sólveig í miklu stuði!


Febrúar
Þessi mánuður var tiltölulega rólegur, sama gamla rútínan. Skólinn gekk ágætlega.

Mars
Læknaleikarnir gengu skemmtilega vel. Ég, Dagbjört og Halldóra urðum í 3. sæti. Þegar út var komið mætti manni mesti snjór í langan tíma og ég fór í mjög skemmtilegan snjógöngutúr með Þórunni. Um miðjan mánuðinn var mjög skemmtilegt djamm á Gauknum með Kareoke killed the Cat í boði Möggu Maack. Virkilega gaman.

Apríl
Síðustu tónleikar Martins sem kórstjóra í MR tókust vel og við gömlu félagarnir fengum að syngja með í lokin. Ég, Kalli og Sigurbjörg skelltum okkur á heljarinnar ráðstefnu í Hollandi. Myndin af mér og Kalla birtist kannski helst til víða :)


Maí
Vorprófin gengu vel og kennslan á spítalanum styrkti mig í að halda ótrauður áfram í náminu. Í lok mánaðarins fór ég í frábæra ferð til höfuðborgar Norðurlands, Húsavíkur. Þar var slegið upp veislu í tilefni þess að afi seldi fyrirtækið sitt.


Júní
Æðislegur mánuður, svolítið mikil vinna en mikið gaman. Í lok mánaðarins var það ROSKILDE BEIBÍ!!! Það var geggjaðslega ógeðslega æðislega gaman.


Þar sá ég mann í skrítnum undirfötum.


Ég var samt tú kúl for skúl sko!!

Júlí
Byrjun mánaðarins fór í ROSKILDE og svo eyddi ég 2 frábærum dögum í góðu veðri og hörkustemmningu með Ásdísi, hinni yndislegu vinkonu minni, í Kaupmannahöfn. Þar var mikið verslað, skoðað, gengið, slappað af og staðið á höndum. Þar borðuðum við líka á GEÐVEIKUM áströlskum veitingastað. Ekkert rosalega skemmtilegur mánuður, veikindi settu sitt strik í reikninginn en góðir vinir og góð samvera var í hávegum höfð.


Ágúst
Æðisleg utanlandsferð til Lanzarote með sætu stelpunni. Þar prófaði ég að kafa í fyrsta skipti á ævinni. Það var geggjað. Hnéaðgerð í lok mánaðarins.


September
Þessum mánuði eyddi ég að stærstum hluta inni á spítala, ekki sem læknanemi heldur sjúklingur, í kjölfar hnésýkingar. Þessvegna veit ég eiginlega ekkert um heimsmálin eða slúðrið á Íslandi í september 2006.

Október
Losnaði af spítalanum en var með hita og óráði út allan mánuðinn. Tók 2 próf og náði báðum bara ágætlega. Byrjaði í sjúkraþjálfun hjá besta sjúkraþjálfara í heimi! Leið mjög hratt, ákvað að fara til Kenýa með Kalla, Ylfu og Þórunni og vinna á heilsugæslustöð í Nairobi. Við hlökkum geðveikt til!
Auk þess auglýsti ég fallegan bíl til sölu, hef ekki enn fengið boð í hann. Áhugasamir geta kíkt hér!

Nóvember
Þessi mánuður var nokkuð tilbreytingarlaus, sjúkraþjálfun og læknisheimsóknir. Í lok mánaðarins gat ég gengið hjálparlaust upp stiga, það var megaframför :)

Desember
Mjög góður mánuður, engin jólapróf og ég var farinn að geta gengið hækjulaust (þó ég minni dálítið á hringjarann frá Notre Damme!!). Í lok mánaðarins fór ég í geggjaða utanlandsferð með familíunni og Þórunni (bara í viku samt) til Flórída þar sem var 28°C hiti allan tímann. Þar fór ég líka í hæsta fallrússíbana heims. Æði!! Síðan kom ég heim á gamlaársdag, borðaði æðislegan mat hjá Jóhönnu, mömmu Þórunnar og fagnaði nýja árinu með bestustu vinum mínum og það var yndislegt, dansinn dunaði til 7 um morguninn og svo var Ómarspizza fyrir næturgestina sem ekki fóru heim til sín klukkan 17.00 um daginn. Í lok ársins var ég ennþá ástfangnari af kærustunni minni en í upphafi þess.

p.s. Eins og sést var þetta kannski ekki skemmtilegasta ár ævi minnar, veikindi voru mjög áberandi þáttur í lífinu. Þó komst maður að því hvaða fólk stendur manni næst og hvað það skiptir miklu máli að hafa góða í kringum sig. Þessvegna horfi ég björtum augum fram á veginn og er viss um að 2007 verður frábært ár. Það verður árið sem ég hleyp maraþon (kannski ekki alveg, en ég er að minnsta kosti farinn að ganga almennilega).

p.p.s. Þessar myndir og margar, margar fleiri má sjá á myndasíðunni minni. Hana má finna með því að smella hér eða á hlekkinn efst, hægra megin á síðunni (heitir nýjar myndir núna).



Æði!

Gleðilegt nýtt ár allir saman! Ég er að vinna á ráðstefnu næstu tvo daga (hver þarf að mæta í skólann??) og datt bara í hug að segja ykkur frá þessari æðislegu síðu! Þarna getur maður alveg gleymt sér í nostalgíunni, þemalögin og allt saman eru þarna :)


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker