„I am no one special,
just a common man
with common thoughts.
I've led a common life.
There are no monuments
dedicated to me.
And my name
will soon be forgotten.
But in one respect,
I've succeeded as gloriously
as anyone who ever lived...
I've loved another
with all my heart
and soul and for me
that has always been enough....“
Þetta eru fyrstu línurnar í myndinni Notebook. Þá mynd hef ég núna séð 5 sinnum held ég og ég var að horfa á hana bara fyrir nokkrum dögum. Þá áttaði ég mig á því hvað mér finnst þessar örfáu setningar ótrúlega innihaldsríkar og frábær byrjun á virkilega góðri mynd. Myndin nær að vera einföld, falleg og eftirminnileg án þess að verða einhver klisja. Ekki spillir heldur fyrir góður leikur og fallegir aðalleikarar. Það eru örfáar setningar sem sitja mér í minni eftir að sjá góða mynd og þetta er ein þeirra. Önnur sem ég man eftir er úr myndbandinu í Things to do in Denver when your dead með Andy Garcia.
Ég ætlaði ekkert að hafa þetta langa færslu, þar sem klukkan er orðin margt og í raun og veru segja þessar örfáu línur allt. Ég held að maður sé einungis virkilega ríkur í lífinu ef maður hefur fólk sem manni þykir vænt um í kringum sig. Þá er líka mikilvægt að sýna því fólki að maður meti það mikils og gera það sem oftast. Vonandi næ ég að gera það!
0 Responses to “”
Leave a Reply