Síðasta kall í flug til Orlando!
Vá! Það hlýtur að vera einhvers konar met sem líður á milli færslna minna í desember og þykir mér miður. Nú sit ég og skemmti mér í alþjóðlegum hópi í Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli þar sem ég er að fara að fljúga til Orlando eftir hálftíma... og það á SAGA CLASS :) Í fyrsta skipti á ævinni, mjög gaman.
Í Orlando ætla ég að eyða jólunum í afslöppun og golf með fjölskyldunni minni og ég hlakka mikið til en þau fóru út fyrir viku og eru þegar orðin brún og sæt (en ég er skjannahvítur og sætur).
Afmælið tókst æðislega vel, allavegana frá mínum bæjardyrum séð og vil ég þakka öllum sem komu fyrir komuna, gjafirnar og samveruna (væmið, ég veit).
En allavegana, we wish you a merry Christmas, we wish you a merry Christmas, we wish you a merry Christmas, and a happy new year!
Ég er farinn og sé ykkur öll á nýju ári.
P.s. Ég skal reyna að blogga í fríinu en lofa engu.



Já, lífið er gott þessa dagana! Endalaust fjör sem aldrei fyrr við lærdóm og aftur lærdóm. Las blogg hjá Unu um það hvernig allt (og þá bókstaflega allt) verður mun áhugaverðara þegar þú átt að vera að læra. Ég gæti ekki verið meira sammála! Til dæmis hangir fánumyndin mín bakvið tölvuna og vel í sjónfæri þegar ég sit sveittur við aflfræðidæmi í eðlisfræði (guð minn góður hvað ég gæfi mikið fyrir Björn Búa núna!) og getur hún oftar en ekki fangað athyglina á þessum síðustu og verstu tímum. Það er alveg merkilega margt sem kemur fram á einni svona mynd og gaman væri að fá aðra svona eftir um það bil 10 ár og sjá hvort fólk sæi mann enn þá svona. Bara pæling.
Kannski Pulsi (pennaveski) og Grái kötturinn (bíllinn) myndu ekki vera á þeirri mynd en annars held ég að annað muni halda sér nokkuð vel.
Annars vona ég að allir eigi góðan dag og auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.

ps. Sýrustig þessa pósts er án efa um pH = 0 ..... ég lofa að hlutleysa póstana mína í lok prófa með fullsterkum basa....



Góðir lagahöfundar og tónlistarmenn...

...eru sko ekki á hverju strái. Einn hinna bestu á Íslandi er þó „indverska prinsessan“ Leoncie eða „Icy-spicy“ Leoncie eins og hún kallar sig víst núna. Textar hennar eru rjóminn í íslenskri lagagerð og hef ég því ákveðið að tilnefna hluta úr lagi hennar Making love for money sem fullveldisdagslag þessa árs. Textabrotið hljóðar svo (og er mun betra ef maður hlýðir á fagra tóna dívunnar með skemmtarann á fullu blasti) :

When he comes home every
evening
He brings her flowers and
perfume
And alway's she's waiting
In bed to please her sugar
daddy's fantasies
It takes so very little
To turn him on 'cause he is 71
At times it scares her silly
'Cause she's afraid he may
die in her arms
He doesn't heed any warnings
Telling her he feels like he's 21
So she makes love for money
Money in her life is number 1
(Copyright: Leoncie)
Hver fellur ekki kylliflatur fyrir slíkri ljóðlist, grípandi tónum, innsæi og hæfileikum?
Svo er hún líka ýkt sæt!! Hún hefur allt saman og hana nú!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker