Hverjum....
....dettur í hug að búa til kattamat og skýra hann pussi??

Hver....
.....getur leyst þennan leik?? (annar en ég auðvitað;) )

Hvernig...
....tekst Sirrý alltaf að gera alla þættina sína asnalega??





Ferðasagan í stuttu máli

Jæja, nú er ég kominn heim aftur og þarf að fara að blogga þannig að ég detti ekki úr bloggrúntinum hjá fólki :)
Ferðin til London var æðisleg. Í nokkrum punktum:

Föstudagskvöld
Á föstudagskvöldinu fórum við á Queen sjóvið og VÁÁÁ, það var æði. Ragga eyddi samt öllum myndunum af þessu kvöldi þannig að ég verð að láta myndirnar í minningunni nægja. Muna það, Ragga, ekki ýta á FORMAT!! Eftir sýninguna fórum við á lítinn ítalskan stað í Soho, þar sem litlikórinn borðaði í kórferðinni fyrir tveimur árum. Staðurinn var jafn góður og áður og við vorum alveg fram yfir lokun. Því næst tók við löng ganga eftir Oxford street í leit að leigubíl þar sem margir skuggalegir menn vildu fá að skutla okkur heim í "leigubílunum" sínum. Creepy! Að lokum var það bara næturstrætóinn og svo rölt frá Notting Hill.

Laugardagur
Ragga fór í viðtal til yfirkonu söngsviðs virts tónlistarháskóla úti og á meðan svaf ég út og það var frábært. Síðan var það Portobello markaðurinn í Notting Hill þar sem margt var skoðað (og Ragga lagði í alveg þröngt stæði, sjá mynd) en fátt keypt. Ég rakst samt á frábæra búð sem heitir Banana Moon og selur allskonar gríndót. Þegar heim var komið var það sturta, rakstur og afslappelsi með fílakaramellur í hönd. Svo tókum við til við að tæma allar helíumblöðrurnar á heimilinu og tala asnalega (hafið hljóðið hátt). Það fannst okkur stuð en ég veit ekki hvað litlu strákunum sem áttu blöðrurnar fannst um þetta mál. Síðan var það djúsí, djúsí matur á Café Pacifico ... mexíkóskt er namminamm!! Ragga varð líka frekar hress af nokkrum Mojitos :)





















Þegar út var komið tók við leit að skemmtistað þar sem Ragga sýndi góða takta (Are you going to Los Locos...where is that) og endaði á því að reyna að semja við tvo menn á Rikshu um að skutla okkur á karaókíbar fyrir 3 pund. Þeir voru of skuggalegir fyrir mig og Hinrik sem var með okkur þannig að við drógum Röggu í burtu.

Kvöldinu lauk svo heima í Lower Addison gardens þar sem ég og Ragga sofnuðum eftir 10 mín af Lost. Ég hélt maður gæti ekki sofnað út frá Lost en það er greinilega hægt!

Sunnudagur
Egg og beikon voru snædd í Brunch og síðan var skroppið á Oxford Street (ásamt öllum í London virtist vera). Ég dýrka Undergroundið í útlöndum og datt ekki í hug að sleppa því að nota það. Pizza Express varð fyrir valinu í kvöldmat, gúmmilaði, og svo var það bara Heathrow, beibí og flug heim. Ég flaug með Boeing 767 í fyrsta skipti á ævinni og líkaði bara vel.

Myndirnar koma í heild sinni á myndasíðuna mína innan nokkurra daga! Update... myndirnar eru komnar inn:)



Update!
Prófíð er búið og gekk bara allt í lagi, veit samt ekki alveg hversu mikið allt í lagi!
Í gær hélt ég fyrstu fyrirlestrana í forvarnarstarfinu og það gekk frábærlega, krakkarnir í Flensborg voru virkilega skemmtilegir og hressir, mikið af spurningum og tilheyrandi sleipiefnaumræðu. Síðasti hópurinn fann líka 88 orð yfir kynfæri karla og kvenna sem verður bara að teljast nokkuð gott :)
Nú er ég kominn til London og sit hérna með tölvuna hennar Sillu, "mömmu" Röggu í London og ákvað að setja inn stutt hæ. Flugið gekk vonum framar og fékk ég heilan bekk bara fyrir mig svo ég gat bara lagt mig og læti.
Í dag fórum við í Morton Medical þar sem ég keypti ÁTTA hlustunarpípur (fyrir mig og 7 aðra í bekknum) og vonandi verða bara allir ánægðir með þær. Þaðan lá leiðin á Fresh and Wild í Notting Hill í brunch. Fresh and Wild er lífrænn (organic) matsölustaður, þar sem ég get actually fundið eitthvað að borða, þar sem þar er hægt að fá geðveikt góðar súpur og kjötrétti. Ég digga þennan stað feitast. Eftir þetta fórum við í Harrod's þar sem maður getur keypt allt frá tepoka og upp í Lamborghini og afríska fíla. Ég fíla þessa búð í ræmur. Ragga keypti sér líka stafræna myndavél þannig að nú getum við tekið myndir af ferðinni af því ég gleymdi minni :)
Núna er ég að fara að skipta í jakkafötin og við ætlum að fara að sjá We will rock you, Queen sýninguna, í Dominion theatre og svo út að borða á ítölskum veitingastað sem ég veit um í Soho hverfinu. Þetta verður stuð.
Já, í dag var líka e-ð major lögreglumál sem ég og Ragga vorum að fylgjast með, 12 lögreglumenn með alvæpni fyrir utan hús rétt hjá Röggu, nokkuð spes.
Jæja, got to go, auf Wiedersehen!



Tilkynning, tilkynning!!

Svo virðist sem ég hafi týnt mánuði til lestrar fyrir námskeiðið sem ég er að fara í próf úr á þriðjudaginn. Mánuðurinn týndist mjög sennilega einhvers staðar á Hringbrautinni á leið upp í Grafarvog. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að skila mánuðinum, helst fyrir klukkan 9 á þriðjudagsmorgun, hinn 4. október. Takk fyrir!



Hver var hann?

Þrjár sannanir fyrir því að Jesú var mexíkani:
  1. Hann hét Jesú
  2. Hann talaði tvö tungumál
  3. Hann hafði aldrei frið fyrir yfirvöldum

Sömuleiðis eru líkur á því að Jesú hafi verið svertingi:
  1. Hann kallaði alla "bræður sína"
  2. Hann var hrifinn af gospel
  3. Hann fékk aldrei sanngjarna málsmeðferð hjá yfirvöldum

En það gæti líka vel verið að hann hefði verið Gyðingur:
  1. Hann fetaði í fótspor föður síns
  2. Hann bjó heima þangað til að hann var 33ja ára
  3. Hann notaði ólífuolíu

Þrjár sannanir sem sýna sterklega að Jesú hefði vel getað
verið ítalskur:
  1. Hann baðaði út höndunum þegar hann talaði
  2. Hann drakk vín með hverri máltíð
  3. Hann var viss um að mamma sín væri hrein mey og mamma hans var viss um að hann væri Guð

Þrír möguleikar sem sýna að hann hefði getað verið frá
Kaliforníu
  1. Hann lét aldrei klippa sig
  2. Hann gekk berfættur
  3. Hann lagði grunninn að nýrri trú

En það er þó mjög líklegt að hann hafi verið Íri
  1. Hann giftist aldrei
  2. Hann elskaði að vera úti í náttúrunni
  3. Hann var sífellt að segja sögur

EN....það líklegasta er að Jesú hafi verið KONA!
  1. Hann var neyddur til að fæða fjölda manns án fyrirvara þótt ekki væri nokkur matur til!
  2. Hann reyndi að láta rödd sína heyrast meðal fjölda karla sem ekki föttuðu baun!
  3. Þrátt fyrir að hann væri dáinn, varð hann að rísa upp aftur því það var meira sem hann átti eftir að gera !!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker