E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



297

Hverjir þekkja ekki 5 sekúndna regluna? Ég þekki hana allavegana og þekki reyndar strák sem ráðist var á niðri í bæ, þegar hann benti öðrum strák á hana eftir að sá missti pizzuna sína í jörðina á Lækjartorgi. Þannig geta eiturlyfin farið með mann! Fyrir þá sem ekki vita það, þá felst 5 sekúndna reglan í því að ef þú missir eitthvað matarkyns í gólfið, þá máttu taka það upp og borða það ef þú nærð því innan 5 sekúndna. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í University of Illinois 2003, þekktu meira en 50% karla og yfir 70% kvenna þessa reglu, og beittu henni margir (sjá hér). Ég hef notað þessa reglu óspart og jafnvel lengt hana upp í 10 sekúndna reglu þegar ég er á stað þar sem slíkt er viðeigandi (t.d. á hreina hreina eldhúsgólfinu mínu). Ég mun hugsanlega endurskoða afstöðu mína eftir að lesa greinina sem hlekkurinn hér fyrir ofan vísar á. Auk þess fletti ég þessu efni upp á PubMed og fann rannsóknina sem vitnað er í og er hún síðan í apríl í fyrra og má finna hér: Residence time and food contact time effects on transfer of Salmonella Typhimurium from tile, wood and carpet: testing the five-second rule
Ég hugsa nú að ég muni samt sem áður alveg borða eitthvað sem ég missi í gólfið. En maður veit aldrei.
----------------
Lag færslunnar: Velvet Revolver - Dirty Little Thing


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker