E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Jólasnjór??

Í gær þegar ég var að ákveða skó fyrir daginn, leit ég út um gluggann. Úti var mjög fallegt veður líkt og síðustu daga og þessvegna valdi ég brúna sumarleðurskó af pabba. Einkar fallegir, þægilegir og S-Evrópu-sumarlegir skór. Dagskrá dagsins var þéttskipuð; fyrirlestur í Borgó, klipping, fótbolti, umræðutími, snókerkeppni, út að borða og svo Læknaleikar á Pravda þar sem ég var í liði með Halldóru Kristínu og Dagbjörtu (liðið hét Rassgatið á þér að frumkvæði Dagbjartar og urðum við í 3. sæti! RÚST!!).

Eftir að hafa fagnað sigrinum (eða já....3. sætinu en móralskur sigur) í smástund var ákveðið að fara og snæða pizzu á Pizza King. Þegar hurðin á Pravda var opnuð brá okkur heldur í brún. Úti var nefnilega svona 3-4cm jafnfallinn snjór og allt voða jólalegt. Af hverju er aldrei svona jólalegt á jólunum?? Eftir góðan pizzasnæðing, fórum við út og ég, Ármann og Tóti tókum léttan grunnskólaeineltisfíling og köstuðum snjóboltum í Kalla, a.k.a. Ryan Gosling. Síðan tók við heilmikið þramm í fínu skónum að bílnum, hvaðan ég ók til Ásdísar og hélt fyrir henni vöku í smá tíma á meðan ég beið eftir Þórunni en hún var í afmæli hjá vini sínum. Um hálfþrjú leytið í nótt vorum við komin heim til hennar en veðrið var bara einfaldlega of fallegt og freistandi til að sofa það af sér og því voru gönguskórnir og vettlingarnir rifnir fram og haldið í klukkutíma göngu um hverfið. Þetta var einkar fín og notaleg ganga. Ég er sáttur við snjóinn þegar hann er svona, en ekki að blása á mann af fullum krafti eða þegar það kemur snjór + rigning = slabb!
Ég tók nokkrar myndir á símann minn þar sem að ég var ekki með myndavél og vildi eiga þessa jólastemmningu á mynd og svo tók Þórunn myndina sem er efst. Ljósastaurinn og tréin minntu mig á Narníumyndina...góð mynd! Ef grannt er skoðað má sjá Þórunni þarna undir tréinu.

p.s. þeir sem eru orðnir helspenntir að vita hvernig fór með skóna, þá eru þeir enn í lagi. Engar áhyggjur, ég veit að púlsinn hjá sumum var kominn upp í 200!! :)



0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker