Mig langar að óska Glitni til hamingju með........að hafa eytt mörg hundruð milljónum í auglýsingar og kynningar á nýja nafninu, auk gríðarlegrar forvinnu að nafnabreytingunni þegar Íslandsbanki varð Glitnir
....að þessar milljónir voru notaðar í þrennt:
- Ákveðið var að nota gamla nafnið á dótturfyrirtækinu Glitni
- Ákveðið var að breyta vörumerkinu í hvítt bogadót á rauðum grunni sem minnir bara á Café Konditori Copenhagen
- Auglýsingarnar voru alveg eins og auglýsingar frá öðrum banka (að mig minnir í Noregi)
Ég er að hugsa um að gerast grafískur hönnuður, þá get ég farið að vinna hjá Hvíta húsinu og rukkað fullt af pening fyrir að koma með ófrumlegar hugmyndir!
0 Responses to “”
Leave a Reply