Gamla handboltaharkan!

Þegar móðir mín var „yngri“ (hún les þetta svo ég má ekki segja orðið ung) keppti hún í handbolta. Hún þótti bara nokkuð góð og komst Völsungur (sem er hið geysifræga lið frá Húsavík) í úrslit á Íslandsmeistaramótinu. Spennan var í hámarki, endirinn æsispennandi og staðan var

1-1

þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Nei, ég er ekki að grínast, staðan var 1-1 í handboltaleik. Mamma fékk boltann í hendurnar og geystist sem eldibrandur ein upp völlinn og lýsingin gæti verið á þessa leið: „Hólmfríður Ómarsdóttir fær boltann þegar 10 sekúndur eru eftir, hún geysist upp völlinn, Hólmfríður stekkur upp og NEEEIIII, hún skýtur beint í magann á markverðinum og þar með lýkur venjulegum leiktíma“.
Skemmst er frá því að segja að hitt liðið vann í framlengingu, 2-1.



Afhjúpun og hleypidómar*

Þegar ég var svona 12 ára samanstóð tónlistarsmekkur minn (og gerir reyndar að mestu enn) af gömlum góðum söngvurum, eins og Elvis Prestley, Tinu Turner, Rolling Stones, Bítlunum og fleiri og hlustaði ég alltaf á Gull 90,9 og dýrkaði stöðina.
Á einhverjum tímapunkti fékk ég þá flugu í hausinn að ég yrði geðveikt góður útvarpsmaður og að það vantaði pottþétt einn slíkan á Gullið. Svo eftir mikla leit á netinu fann ég loksins mann sem titlaður var markaðsstjóri stöðvarinnar og sendi honum „umsóknina“ mína í tölvupósti. Þar útlistaði ég hvílíkur kostur það væri að ráða mig í vinnu, hvar ég hefði unnið (byggingarverkamaður hjá Eykt) og hvernig ég teldi mig geta notað þekkingu mína á tónlist og ótæpilega útvarpshlustun til að búa til stórkostlegan þátt.
Það fyndnasta við þetta allt saman er að ég var búinn að velja nafn á þáttinn þó ég hafi ekki getið þess í bréfinu. Það átti að vera e-ð ketsí, þannig að auðvitað lá það beint við:
„Í stuði með Omma stuð“
Eftir því sem ég best veit var Stjáni stuð ekki kominn í útvarpið með sinn þátt þarna!
Að sjálfsögðu fékk ég ekkert svar en athugaði samt á hverjum degi (og það tók sko tíma á 14,4 kb módemi) en aldrei kom svarið. Kannski eins gott:)
En ég segi bara eins og félagi minn, Stjáni stuð, sagði eitt sinn í viðtali: Ég er enn að bíða!!

*Orðið hleypidómar tengist greininni ekki á nokkurn hátt og er aðeins sett inn þar sem orðið afhjúpun var svo einmana.




Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker