E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég er ekki dáinn...ég lofa!
Frá því ég kom heim er ég búinn að standa á haus í vinnunni á spítalanum, læra og verkefnum tengdum Ástráði. Í millitíðinni hef ég einungis gefið mér tíma til þess allra nauðsynlegasta: Sofa, borða og hægða- og þvaglosun. Auk þess hef ég sett inn myndir á myndasíðuna mína frá þremur ólíkum sviðum. Ljósmyndun er farin að spila sífellt meiri rullu hjá mér og orðin virkilegt áhugamál. Verst hvað það er tímafrekt :) Ég auglýsi einnig eftir kennslu í Photoshop, þar sem ég hef aldrei unnið myndirnar mínar neitt. Fyrstu tvö albúmin koma frá Flórída þar sem ég átti yndislegan tíma með fjölskyldu minni og vinafólki. Þetta voru kærkomnir endurfundir! Hér er ein mynd frá þessu fríi:

Næsta albúm er frá sjaldgæfri kirkjuferð minni á sunnudaginn í síðustu viku. Ástæðan var ekki skyndileg trúarvitund mín, heldur var mín kæra vinkona, Hulda, að skíra litlu dóttur sína. Til hamingju með það!

Síðasta nýja albúmið er ekki alveg jafn kristilegt en myndirnar þar eru teknar í stórskemmtilegu afmæli (að mínu óhlutdræga mati) sem haldið var 5. jan.

Takk kærlega fyrir árið 2007, vona að árið 2008 verði jafn gott!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker