„Show me some skin nigga' “

Þessi setning kemur nokkuð oft fyrir í frábærustu mynd sem ég hef lengi séð, Ray, með Jamie Foxx í aðalhlutverki. Hann sýnir þvílíkan stjörnuleik að ég hef sjaldan orðið vitni að öðru eins. Maður trúði því bara hreinlega að hann væri Ray Charles Robinsson, enda lagði hann mikla vinnu á sig til að lifa sig inn í hlutverkið og m.a. gekk hann með gleraugu sem gerðu hann blindan næstum allan sólarhringinn (tók þau af á nóttunni).
Mæli með henni 140% !
Önnur góð mynd sem ég sá nýlega er Notebook. Svolítið væmin en mjöög góð!

Annars er það helsta í fréttum að ég fékk út úr Höfuð og Háls og taugaanatómíu prófinu núna áðan. Pilturinn fékk nú bara 7 í einkunn sem verður að teljast þokkalegt þar sem meðaleinkunn var 5,8 og töluvert fall. Þungu fargi er af mér létt (innskot: prófið var með því svínslegra sem ég hef lent í!).

Pís át beibíí



SingStar
Ég held barasta að SingStar sé skemmtilegasta leikjatölvutengda (vó, gott orð!) uppfinningin sem ég hef komist í kynni við. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af leikjatölvum og tölvuleikjum og var síðasta tölvan mín Sega mega drive, en hún var alveg mega!

Ég sá SingStar í fyrsta skipti út í Kaupmannahöfn í sumar en þar var verið að kynna þessa nýjung í raftækjaverslun á Strikinu og þar var einhver rammfölsk, miðaldra kona að gaula í míkrófón og ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið skemmtilegt. En viti menn! Systir mín fékk tvo svona diska í jólagjöf og prufukeyrði ég þá í afmælinu hennar í byrjun febrúar og BÚMM, ég féll fyrir þessu, þetta var svo þvílíkt stuð.

Síðan þessi fyrstu kynni mín við SingStar voru hef ég margoft endurnýjað þau og vona bara að systir mín komist í nýja diska hið fyrsta! Ég hafði þó ekki prófað þetta í stórum hóp fyrr en um helgina en þá var hinn margrómaða „Skálferð hin önnur“ hjá læknanemum á fyrsta ári. Einhver hugmyndaríkur kom með tölvu og SingStar og það sló svona rækilega í gegn og var frábær byrjun á frábæru kvöldi! Mæli með þessu fyrir öll partý!




Þetta er fyrir alla þá sem fíla heita bearnaise-sósu og leðurólar! (Þeir ná þessu sem ná þessu)



Harkan er gífurleg þessa dagana og ætla ég að sitja sveittur við að finna verðug bloggefni þar sem hugur minn er í augnablikinu uppfullur af (annars) ágætum fróðleik.
Í tilefni af hörku minni hef ég sett upp myndasíðu, hverrar hlekk má finna hér til hægri undir liðnum "myndasíðan mín!" og er hún í augnablikinu í frumvinnslu. Framtíð þessarar síðu er þó björt og stefna mín er að taka myndir af öllu sem myndhæft (og birtingarhæft) getur talist og smella því þarna inn.
JE!





Þetta er sá fjöldi daga sem eru þar til ég byrja að lifa „eðlilegu“ lífi á ný!!
Þá er Höfuð & Háls anatómían búin (vonandi að það þurfi ekki að rifja hana upp í sumar) og þaðan í frá er allt gott og auðvelt (hmmm...)

Þannig að ég bið þá sem mig þekkja að gleðjast því ég hyggst rísa upp frá dauðum (eða upp frá bókunum) og gera allt vitlaust, jafnvel blogga meira!

Með bestu kveðju,
Ómar bókaormur


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker