Je beibi!

Kominn til nairobi, gaman gaman :)
Vid bloggum bara a hina siduna, netid ekki neitt serstaklega hratt herna!
See ya!



Two days and counting!

Jæja, nú er ég búinn að vera að vinna af mér rassinn síðustu tvær vikur, var á tímabili í þremur vinnum, þar af var einungis ein ný. Ég er að leysa af hjúkrunarfræðing á 3-N á Eir í Grafarvogi og líkar það rosalega vel. Svo er ég auðvitað líka að skúra en þriðja vinnan var rosalega skemmtileg en ég var að kenna kynfræðslu í Háskóla unga fólksins. Þar voru krakkar á aldrinum 12-15 ára sem skráðu sig á námskeiðið okkar og var frábær mæting og þetta voru frábærir krakkar. Ég ELSKA að kenna fólki sem hefur gríðarlegan áhuga á því að fylgjast með og sem býr yfir einlægni á borð við þessa krakka. Very nice!
Svo er það bara Kenya, BEIBÍ, á föstudaginn kemur. Við fljúgum til London, dveljum þar í einn dag og eyðum síðan meiripartinum af laugardeginum í að fljúga milli heimsálfa. Þetta verður fyrsta heimsókn mín til Afríku og þá hef ég komið í þrjár af heimsálfunum sjö, svo það er nóg eftir. Ef að einhver er að plana Ástralíu/Asíu túr sem er ekki á fáró tíma (t.d. mars-maí), þá kem ég með!! :)
Þar sem að við erum fjögur að fara saman, þá ákváðum við að splæsa í nýja síðu þar sem ferðasagan kemur inn í máli og myndum. Slóðin á hana (ekki hænu, hohohoh) er:
Endilega droppið þar inn ef þið hafið áhuga.
Í dag er ég í fríi og hyggst nota þann frídag til að pakka og hitta og knúsa þá sem mér standa næst, á morgun er kvöldvakt (eða morgunvakt) og þá ætla ég að reyna að knúsa bara eina manneskju! Þá sem ég hitti ekki þangað til á föstudaginn kveð ég hér með, sjáumst eftir 3 vikur, föstudaginn 13. júlí (ég trúi ekki að ég sé að fara að fljúga á þessum degi, stupid stupid) ef mér verður ekki rænt af brjáluðum ættbálki.

I miss the raiiin down in Africa (djö...ég missi af Toto!!)



Góðverk
Á meðan ég var að vinna í verkefninu (sem er búið núna, HALLELÚJA!) þá lenti ég tvisvar í skemmtilegum aðstæðum þar sem einhver alveg ókunnugur mér, gerði mér frábæran greiða. Ég held að allir ættu að taka það upp að gera örlítið góðverk á hverjum degi, því að þetta bjargar deginum algjörlega!
Fyrst var það á þungum rigningarfimmtudegi þegar ég var á leið á fund og ég var alltof seinn (SURPRISE) og auðvitað voru engin stæði hjá Landspítalanum. Ég renndi löturhægt framhjá gjaldstæðunum og viti menn! Þar var kona að fara úr stæði alveg við innganginn. Ég var ekki með neitt klink en hugsaði með mér að ég myndi bara borga sektina, frekar en að verða enn seinni. Konan keyrir í burtu en bakkar síðan til baka, steig út úr bílnum og vatt sér að farþegahurðinni á mínum bíl. Á þeim tímapunkti var ég farinn að halda að hún ætlaði að skamma mig fyrir eitthvað. En nei, hún opnaði hurðina, bauð góðan daginn og lét mig fá miðann hennar sem gilti í einn og hálfan klukkutíma í viðbót. Got to love it!
Hitt atvikið var eftir lokasýninguna á Leg, eftir Hugleik Dagsson (brilliant verk, alveg hreint) en ég kom of seint (SURPRISE) og lagði í bílastæðahúsinu á móts við Þjóðleikhúsið. Eftir sýningu var ég vel haltur enda þröngt setið á sýningunni. Í flýtinum gleymdi ég að taka miðann til að borga úr bílnum og sá fram á að þurfa að ganga upp og niður tvær hæðir og upp aftur.
Bílastæðavörðurinn sá angistarsvipinn á mér og sagði mér að keyra bara niður og hann myndi taka við greiðslunni þá. Síðan lét hann alla bíða á meðan að ég borgaði. Ég hefði sennilega hatað þennan ÓMAR S ef ég hefði verið í bílunum fyrir aftan en þessi bílastæðavörður bjargaði kvöldinu!
Þetta voru hvunndagshetjurnar mínar tvær. Takk æðislega, óþekkta fólk!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker