Hér eru verðin...svo má alltaf prútta :)
p.s. Smellið til að fá stærri mynd



„Ja, detti mér allar dauðar lýs úr höfði...“
Nú er hið ómögulega, en jafnframt hið óumflýjanlega að gerast. Það sem gerist alltof snemma á hverju ári og alltaf jafn óvænt. Sumarið er að verða BÚIÐ. Það er merkilegt en ég er mjög glaður með að það hafi endað í þessari líka bongóblíðu!! Veðrið er búið að vera frábært, meira að segja of frábært þar sem ég vinn á skrifstofu og það er vægast sagt sveitt að vera í innivinnu í þessu veðri. Við erum búin að lifa á gosi og ís í þessari viku og ég er alltaf búinn að mæta í stuttbuxum og stuttermabol. Reyndar fengum við frí eftir hádegi á mánudag og fimmtudag svo það var bót í máli.
Veturinn verður samt áreiðanlega góður.
Helgin var í alla staði mjög góð. Á föstudaginn var farið í kveðjupartý til Snæbjarnar en hann er að fara til Danmerkur í nám á fimmtudaginn. Honum óska ég góðs gengis. Á laugardaginn voru síðan kosningar í Heimdall þar sem minn maður, Bolli Thoroddsen, vann og er hann því formaður nýrrar stjórnar þar. Honum óska ég einnig góðs gengis. Stjórn hans hélt síðan brjálað skemmtilegt partý á Pravda þar sem dansinn dunaði fram á rauða nótt. Það var gaman.
Merkilegt hvað maður getur bloggað lítið á sumrin, frjóar hugmyndir virðast eiga eitthvað erfitt með að komast á blað (þ.e. tölvuskjá) í hitanum...
Það sem mér þykir merkilegt er að nú fer 2000 heimsóknin að detta inn á teljarann hér til vinstri. Sá sem verður númer 2000 má gjarnan láta mig vita og verðlaunin eru stórkostlegur koss á kinnina (eða gott handaband, eftir því hvort er viðeigandi)!
Bis später.



Vert umhugsunar.....

http://www.costofwar.com/

Og þeir sem voru með mér í 3.H. og vilja fara á nostalgíutripp geta tékkað á þessari slóð þar sem opinber heimasíða 3.H. 2000-2001 er geymd .... og verður geymd um ókomna tíð!

http://www.simnet.is/omarsg/



„Tveir fyrir einn“

Í fyrradag fór ég í þvílíkt skemmtilega grillveislu/kveðjuveislu þar sem Hulda, vinkona mín síðan ég byrjaði í MR, er að flytja út til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Lidingö, í næstu viku. Það er svo skrítið að margir vina manns séu að flytja út en ég vona að þeir hafi það allir gott. Þessi grillveisla sem um ræðir var „surprise“ þar sem Hanna og Ásdís fóru kappklæddar, með grunsamlegar derhúfur og fleira, niður í bæ og rændu Huldu þar sem hún kom í sakleysi sínu úr vinnunni. Þær tóku hana inn í bíl og setti einhvern HUGE poka á hausinn á henni og keyrðu Hafravatnsveginn upp í Mosó til að rugla Huldu. Á meðan biðum við eftir þeim heima hjá Hönnu og svipurinn á Huldu þegar þær tóku af henni pokann var óborganlegur :)

Grillveislan mikla var þannig að allir komu með eitthvað á grillið og ég þóttist nú góður þegar ég komst í tveir-fyrir-einn tilboð á hamborgurum í Júróprís og í sveitamennskusakleysi mínu (ég kem nú frá Húsavík) flaug ég með stjörnurnar í augunum út úr búðinni. Þvílíkt tilboð, átta hamborgarar á 300 kall!! Flugið var stutt, það varð brotlending í eldhúsinu hjá Hönnu. Þegar ég opnaði hamborgarana voru þeir ekki rauðir og flottir, heldur meira út í brúnt/rauðbrúnt og lyktin eftir því. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði látið narrast af gylliboði norska auðvaldsrisans en stolt mitt er óendanlegt og ég ákvað að játa mig ekki sigraðan heldur ofkryddaði og grillaði fjóra hamborgara. Einn þeirra fór ofan í minn maga en hinir í ruslið og þegar heim kom söfnuðust hinir fjórir (í óopnuðum umbúðunum) líka til feðra sinna. Sorglegt en satt (sad but true).

Þessi litla dæmisaga kennir okkur að ekki er allt gull sem glóir; sumt gull er myglað og skemmt.


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker