Húsavík...

.....er nafli alheimsins. Púnktur. Þetta væri nógu góð færsla en mig langar nú að skrifa eitthvað fleira. Ég eyddi tæpum 4 dögum í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa á Húsavík um páskana. Það var yndislegt að venju, veðrið var í Benidorm klassa og bærinn blómstraði. Á laugardagskvöldinu var miðnæturmessa, flugeldasýning og grillað á höfninni klukkan 2 um nóttina. Þetta þótti mér nokkuð merkileg athöfn.
Þegar ég var yngri eyddi ég löngum tíma á Húsavík á sumrin, var þar næstum öll jól og alla páska. Eftir því sem maður eldist gefur maður sér sífellt minni tíma til að hverfa í sveitasæluna, sólina, jarðböðin og stemmninguna á Húsavík og það er miður. Það tekur nú bara 4, 4 og hálfan tíma að keyra og það er nú ekki langur tími. Svo er líka hægt að fljúga til Akureryrar og taka rútuna yfir til Húsavíkur. Ég hyggst heimsækja Húsavík oftar í framtíðinni.
Eini niðurtúr ferðarinnar var þegar ég fékk magakveisu eftir að borða mjöööög gamla og krumpaða pulsu í Shell-skálanum á móti sundlauginni. Síðustu nóttinni eyddi ég því vakandi að trimma fram og til baka af klósettinu. Ferðin fær samt í heildina 9,5; 0,5 kemur í frádrátt fyrir magakvalirnar.

En aðeins að öðru. Mikið finnst mér gott að hún Terri Schiavo hafi fengið að kveðja þennan heim í dag. Það er ekki hægt að láta fólk vera fangið í eigin líkama í hálfgerðu dauðadái að eilífu. Svo má kannski deila um það hvort hægt hefði verið að framkvæma þessa aðgerð á annan hátt en að láta hana beinlínis svelta til dauða. Það hefði kannski verið hægt að gera það á mannúðlegri hátt. En ég vona að hún hafi nú fundið sinn frið.



Ísland í dag....

....í kvöld verður áhugavert.

Segi ekki meir!



Dag einn í Reykjavík!

Dagurinn byrjaði eins og ósköp venjulegur laugardagur með skúrum á köflum. Enginn gat séð hörmungarnar fyrir. Klukkan 11.15 reið skjálftinn yfir og mældist hann 6,3 á Richter. 37 manns slösuðust, þar á meðal ég. Reykinn lagði yfir og ég leit yfir svæðið á meðan ég hélt í vonina um björgun. Á móti mér lá maðurinn á hjólinu sem ég hafði mætt stuttu áður, einhvern veginn hafði hann endað flæktur í hjólið með iðrin úti. Hann var við það að missa meðvitund. Nær mér lá strákur, á að giska tvítugur, fastur undir steini og rotaður. Sjálfur gat ég ekki hjálpað þar sem ég lá undir bretti og öðru lauslegu fargi og var hættur að finna fyrir löppinni.

Allt í kringum mig var fólk að öskra, fólk að hlaupa, fólk að leita að ástvinum sínum. Ung kona hljóp um í hysteríukasti að leita að kærastanum sínum, Árelíusi. Hann fannst hvergi. Fyrir aftan mig og allt um kring var fólk með beinbrot, höfuðáverka og skurði. Sérstaklega var strákurinn sem var fastur í sleðanum fyrir aftan mig illa særður, en það vantaði á hann höndina við úlnlið.

Loksins komu læknarnir og björgunarsveitarmennirnir. Ég var að missa meðvitund og það sama átti við um marga á slysstaðnum. Einhver kom og hristi mig og spurði mig að nafni. Ég svaraði og fékk á mig rauðan miða sem á stóð „brátt - forgangur 1“. Ég fékk teppi en það dró lítið úr kuldanum. Tilfinningin í löppinni var farinn. Ég var farinn að detta út og það síðasta sem ég man var niðurtalningin „1-2-3“ og ég var kominn á börurnar.

En það var of seint!

Þennan dag dó ég, ásamt nokkrum öðrum. Banamein mitt var blóðeitrun.

---------------------------------------------------------------------------------
Saga þessi er ekki brot úr fyrstu skáldsögunni minni, sem stefnt er á að koma út fyrir jól. Þetta er raunsönn lýsing á þeim atburðum sem áttu sér stað á Stórslysaæfingu læknanema 2005 sem fór fram uppi á Malarhöfða í dag. Dagurinn byrjaði í sminki klukkan 9 (sminkið var geðveikt raunverulegt... hrós fá meðlimir Hjálpasveitar skáta og björgunarsveitanna sem sáu um það) og endaði klukkan hálf 4 með pizzuveislu og yfirferð á æfingunni. Þess á milli lágu jarðskjálftafórnarlömbin í 2 til 2 og hálfan klukkutíma í misjöfnum stellingum á víðavangi.
Þetta var frábær skemmtun og fróðleg mjög!





5 aur
Einu sinni voru tvær appelsínur að ganga í mestu makindum um Elliðaárdalinn.
Allt í einu dettur önnur appelsínan út í ána og þá kallar hin:
„Fljóóóóót, skerðu þig í báta!!!“




Ííííhaaa!!
Mikið er ég búinn að vera sáttur við úrslitin í Idol-Stjörnuleit þetta árið. Hver einasti þáttur hefur farið eins og ég vildi að hann færi og stemmningin náði hámarki þegar „ædolið“ mitt vann! Hildur Vala átti þetta fullkomnlega skilið, enda ekki búin að fara í neðstu sætin alla keppnina. Það verður að teljast góður árangur! Hún er vel að titlinum komin og vona ég að henni gangi vel í framtíðinni, ég kaupi að minnsta kosti plötuna hennar.



Af hverju?

Af hverju er ekki allt hollt geðveikt gott á bragðið og allt sem er óhollt vont á bragðið? Til dæmis væri maður ótrúlega „fit“ ef að gulrætur væru betri en súkkulaði.
Bara pæling.


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker