Samfarir

Mér finnst orðið samfarir eitt skrítnasta orðið í íslensku. Það er sett saman úr sagnorðinu að fara og atviksorðinu saman. Þetta meikar bara ekki sens! Hvert er fólkið að fara? Svo er líka ekki hægt að hluta orðið í sundur og nota það þannig, eins og á við um flest samsett orð. Til dæmis missir það alveg marks ef að maður myndi segja "þau fóru saman" eða "eigum við að fara saman". Auk þess er svo skrítið að það er ekki hægt að breyta orðinu og segja "að samfarast" heldur verður að segja "hafa samfarir".
Hvert er ég að fara með þessu?
Jú, ég vil breyta orðinu og byrja að nota orðið samkomur í staðinn fyrir samfarir. "Af hverju??" spyr fólk sig. Það er bara miklu praktískara, þar sem í kynlífi er reiknað með að fólk "komi" frekar en að fólk "fari" eitthvað. Einnig er rökréttara að segja "eigum við að koma saman" og fleiri setningar fara að meika meiri sens.
Eini gallinn á þessari tillögu er að þá öðlast gömul orð eins og samkomuhús, samkomustaður og fleiri nýja merkingu. En ég meina, þá væri kannski bara skemmtilegra á samkomum í Krossinum!!

p.s. Hvað tókst mér að fanga athygli margra með þessari fyrirsögn?



Bless elskan, ég er farinn í vinnuna!
Ég hef oft verið að velta fyrir mér hvernig fólk sem vinnur pirrandi störf byrjar daginn. Byrjar það daginn eins og allt annað fólk með því að klæða sig í vinnufötin, kyssa einhvern bless og fer í vinnuna brosandi og hugsar "Þetta verður frábær dagur, ég fæ að pirra fólk í dag"? Þannig er nefnilega málum háttað að fólk vinnur mispirrandi störf og þeir sem vinna við að pirra fólk hljóta að vita af því að fólk pirrast á þeim. Er þetta fólk aldrei þreytt á því og hringir sig inn veikt?
  • Þetta á til dæmis við um bankastarfsmennina sem eru að kynna viðbótarlífeyrissparnað, fimmtíu mismunandi leiðir til sparnaðar í sínum banka og svo framvegis. Alltaf með sama fallega feikbrosinu og hefur gríííðarlegan áhuga á því sem maður er að gera í lífinu.
  • Einnig á þetta við um fólkið frá Gallup sem hringir ALLTAF á matartíma og/eða þeim tíma sem uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn er í gangi og/eða þegar þú ert að gera eitthvað skemmtilegra upp í rúmi en svara könnun um mismunandi vörumerki eða stjórnmálaskoðun þína (besta könnunin var "Hvernig finnst þér Björn Ingi Hrafnsson?". Ég svaraði "andfúll" en það var víst ekki löglegur valmöguleiki svo ég svaraði ekki).
  • Loks ber að telja konurnar sem vinna á Nemendaskrá Háskóla Íslands. Þar hefur maður heyrt fleygar setningar eins og "þú getur troðið kennsluskránni upp í rassgatið á þér" frá starfsfólkinu. Auk þess virðast þær alltaf vilja að maður komi niður á Nemendaskrá til að leysa ákveðin mál þegar maður talar við þær í síma, svo þegar maður kemur þangað segja þær alltaf "það hefði nú verið hægt að leysa þetta í gegnum síma!". Eins og ég vildi fara og bíða í biðröð í hálftíma til að tala við þær af því mér finnst þær skemmtilegar!
Ætli þetta fólk sé ánægt í starfi? Ætli þetta sé leiðin til að vinna sig á toppinn innan bankanna? Ég vona að minnsta kosti að öll þessi vinna skili sér í lífsfyllingu og starfsánægju, annars vorkenni ég KB-strákunum sem hanga í Kringlunni allan daginn og brosa ennþá meira!



Hænuskref
Í dag gekk ég upp og niður stiga nokkrum sinnum án þess að halda mér í neitt. Auk þess gat ég gengið eins og venjulegur maður og tekið 2 tröppur í einu skrefi í stað þess að feta mig löturhægt niður. Ég veit að þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem maður klappar yfir og fagnar óhóflega en þar sem ég hef ekki getað þetta síðustu 3 mánuði (1,14% af lífi mínu!) þá kætist ég gríðarlega yfir þessu. Í nótt dreymdi mig líka að ég væri geðveikt góður í fótbolta....það er ögn langsóttari draumur samt!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker