Roskilde 2006
Já, nú er það komið á hreint! Ég er að fara á Roskilde festival í sumar. Jedúddamía, ég hlakka svo til. Tónlistin sem boðoð verður upp á er hrikalega spennandi og þetta lítur allt mjög vel út. Nú panta ég bara gott veður og þá er þetta komið! Ferðafélagarnir eru heldur ekki af verri endanum, þær Ásdís og Anna. Þetta verður superfedt!
Eigum við ekki að setja upp svona tjaldbúðir eins og þessir??



Í ræktinni
Það er alltaf mjög fyndið fólk í Háskólaræktinni. Stundum stend ég mig að því að glápa á spaugilegu karakterana þegar ég er að teygja eða bíða eftir einhverju tæki. Það er alltaf pínulítið vandræðalegt þegar að viðkomandi tekur eftir því. Nokkrir góðir sem ég man eftir í augnablikinu:
  • Ótrúlega mjóa stelpan í gráu peysunni sem er þrengd í mittið. Hún kemur alltaf með stóra tösku inn, í hverri hún geymir m.a. stóru úlpuna sína sem hún fer stundum í þegar hún er á göngubrettinu. Svo gengur hún á 7 í mesta halla í svona 40 mínútur áður en hún fer úr úlpunni.
  • Maðurinn með rauða krulluhárið sem horfir alltaf á mann eins og hann vilji meiða mann. Hann hræðir mig!
  • Útlenski gaurinn í hvíta gallanum sem er alltaf að taka hringspörk og Rocky "múvið" fyrir framan spegilinn. Hann tekur líka oftast góðar 20 mínútur í það að setja vax í hárið FYRIR æfingu!
  • Sambrýndu tvíburasysturnar. Ég þori ekki að fara og segja þeim frá leyndarmálinu plokkun. Þær hefðu samt gott af því!
  • Litli strákurinn sem ég hélt að væri stelpa og væri að villast í klefann hjá körlunum. Hann er bara fyndinn!
Svo eru náttúrulega alltaf ótrúlega fyndnir þessir klassísku kögglar sem taka 100 í bekkpressu EINU sinni og eru ótrúlega stoltir af góðri æfingu og fara í sturtu. Svo segja þeir við strákana í sturtunni "jaaaa, ég tek svona 100 í bekk, kannski 110"!



Gleðilegt sumar!
Megi þið öll hafa það sem allra best í allt sumar!
Bráðum fer tími Heiðmerkurferða, pottadjamms og grillveislna að byrja og ég er strax farinn að hlakka til! Munið bara að síminn minn er 822-4466, alltaf til í góða sumargleði :)

p.s. Myndirnar eru komnar inn á myndasíðuna mína!



Spóluruglingur

Einu sinni þegar ég var að taka vídjóspólu ásamt Önnu í Videoheimum í Grafarvogi, varð svoldið skemmtilegur spóluruglingur. Í staðinn fyrir að fá Sister act II (sem er by the way snilld) þá fengum við myndina Voluptuous vixens frá Playboy. Þegar myndin byrjaði hugsaði maður bara „mig minnti að Sister act væri aðeins öðruvísi og þær væru nú ekki svona léttklæddar!!“

Gaman að þessu, ég var bara að muna þetta í prófunum!



Kominn heim.....


...er í tíma...


...myndir eru á leiðinni!



Amsterdam, beibí!
Eftir viku verð ég í Amsterdam. Þar hyggst ég sækja ráðstefnuna NECSE 2006 (North European Conference of Sexual Education) og verða ferðafélagar mínir ekki af verri endanum, þau Sigurbjörg og Karl Erlingur. Þar ætlum við að afla okkur fróðleiks um sam-, tví- og transsexúal kynhneigðir ásamt fólki frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Póllandi, Sviss og Austurríki. Þó er ekki víst að allir mæti. Þetta verður gaman.

Hefð er fyrir því að eitt kvöldið sé þemapartý og tekst yfirleitt mjög vel til. Þemu hafa verið af mjög fjölbreytilegum toga en ég vil meina að þetta slái allt út! Þemað er CROSS DRESSING og við erum nota bene í Amsterdam :)

Því er mjög líklegt að ég, Sigurbjörg og Kerlingur Koddason verðum svona eftir viku:


Ég ætla sérstaklega að leggja mig fram við að vera í flottasta gervinu og vonandi nenna krakkarnir að vera með í fílingnum af heilum hug. Þetta er glæsilegt og ég er bara farinn að hlakka til. Hugmyndin hljómar allavegana mjög vel, skárra heldur en e-ð týpískt næntís þema! Spurning hvort maður tekur þetta alla leið og reynir að ná þessum hæðum:


Hvað finnst ykkur?



Panikk!

Í gærkvöldi skemmdi Önni bloggið mitt!!
Þetta voru skemmdarverk af hæstu stærðargráðu og skal refsað fyrir þau, refsingin verður ákveðin síðar....

....þannig að í dag er ég búinn að sitja sveittur og laga! Vonandi virkar allt sem skyldi!



Tónleikar í kvöld!


Vortónleikar MR-kórsins verða í kvöld og eru þetta síðustu tónleikar Marteins H. Friðrikssonar sem stjórnandi kórsins. Gamlir kórfélagar eru hvattir til að mæta og syngja með á sviðinu í Maístjörnunni og Draumnum um Adam. Einnig vil ég hvetja alla sem hafa gaman af góðri tónlist að mæta, þetta verða svona "Best of" tónleikar þar sem margar góðar syrpur verða teknar, t.d. Andrew Lloyd Webber syrpa og Misa Criolla.

Staðsetning: Ýmir, tónleikasalurinn fyrir neðan Perluna.
Tímasetning: 20.30 í kvöld.
Miðaverð: 1500 kr. en ókeypis fyrir gamla kórfélaga.

p.s. Myndin er tekin síðasta sumar í Kaupmannahöfn. Það var baaaara gaman!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker