Kitlikitl!

Þar sem að Hrafnhildur og Sólveig kitluðu mig báðar, ætla ég að svara þessu kitli. Ég veit samt að blogg sem innihalda lista af atriðum mörgum sinnum í röð eru ekki skemmtileg til lengdar. Sorrí! Fjöldi kitla var þó ekki sá sami hjá þeim, 9 hjá Sólveigu og 7 hjá Hrafnhildi. Ég ætla að fara milliveginn og svara 8 atriðum:

8 frægir kvenmenn sem ég hef verið skotinn í einhverntíma á ævinni:

  1. Angelina Jolie
  2. Brynhildur Guðjónsdóttir
  3. Jennifer Aniston
  4. Charlise Theron
  5. Jada Pinkett Smith
  6. Sólveig Helgadóttir (hahahahhaa....getið hver sat við hliðina á mér og stakk upp á þessu!!)
  7. Aishwarya Rai
  8. Heidi Klum

8 frægir karlmenn sem ég hef verið skotinn í einhverntíma á ævinni:
  1. Gael García Bernal
  2. Brad Pitt
  3. Johnny Depp
  4. Freddie Mercury (eftir að sjá hann á sviði á DVD-útgáfunni af Wembley 1986)
  5. Morgan Freeman
  6. Antonio Banderas
  7. Matthew McConaughey
  8. Antony Hegarty (fyrir þvílíka innlifun í söng að ég varð snortinn)
8 hlutir sem heilla mig hjá hinu kyninu:
  1. Bros
  2. Falleg augu sem þægilegt er að horfast í augu við
  3. Innilegur og lifandi hlátur
  4. Húmor
  5. Fallegt hár
  6. Þokkafull framkoma
  7. Góð lykt
  8. Sjálfsöryggi
8 orð sem lýsa mér vel:
  1. Seinn
  2. Þreyttur
  3. Glaður
  4. Nöldrari
  5. Syngjandi
  6. Geðveikur (býst við að fólk sé að meina það á jákvæðan hátt ;))
  7. Kitlinn (fattaði það bara fyrir mjög stuttu)
  8. Kúrudýr
8 hlutir sem mig langar til að gera í lífinu:
  1. Finna upp lækningu við krabbameini (búið að langa það síðan ég var 6 ára en þá hélt ég að það væru krabbamenn ekki krabbamein)
  2. Vera hamingjusamur og ánægður
  3. Syngja á sviði fyrir fullt, fullt af fólki (myndi samt örugglega fá hjartaáfall úr stressi áður en það myndi takast)
  4. Búa í útlöndum
  5. Ná forgjöfinni niður í 1
  6. Faðma Dorrit Moussaieff
  7. Ferðast til ALLRA heimsálfanna sjö
  8. Eignast snekkju og hús í heitum löndum og á Íslandi
8 orð eða orðatiltæki sem ég nota mikið:
  1. Mamma þín er.... !
  2. Hóra!
  3. Heyrðu??
  4. Ókei ókei
  5. Á morgun segir sá? Segir sá? Segir sá lati! (margir sem segja þetta við mig samt)
  6. Ég var aðeins að pæla....
  7. Viltu sjá frrrröööönsku pulsuna mína??
  8. Hommi!
8 hljómsveitir sem ég fíla í botn, allavegana held ég upp á viss lög/lag með þeim:
  1. Antony and the Johnsons
  2. Tindersticks
  3. Queen
  4. Bang Gang
  5. Beatles
  6. Rammstein (eftir tónleikana 2000)
  7. Rolling Stones
  8. Lovin' Spoonful
8 hlutir sem ég get ekki gert núna:
  1. Sleikt á mér olnbogann
  2. Slappað af eins mikið og ég vildi
  3. Talað ungversku
  4. Dansað djæf
  5. Setið á rassinum og lesið
  6. Drukkið mysu (og mun aldrei geta það)
  7. Skrifað fallega (mun heldur aldrei geta það)
  8. Farið í heita pottinn (af því ég er í skólanum)
8 uppáhaldshlutir
  1. Rúmið
  2. Skólataskan
  3. Heiti potturinn
  4. Fartölvan
  5. iPodinn (og tónlistin sem er í honum)
  6. Matur
  7. Sumarbústaðurinn sem verður tilbúinn næsta vor
  8. Kossar
8 leiðinlegir hlutir
  1. Rifrildi
  2. Misskilningur
  3. Asnalegt raunveruleikasjónvarp
  4. Sinadráttur og náladofi (smá svindl að setja 2 liði í einn)
  5. Of mikill lærdómur (aðallega af því að ég fresta honum fram á síðasta séns)
  6. Umferðarstofa, Borgartúni 30 (vil samt ekki fara nánar út í það....löööng saga)
  7. Svitalykt og andfýla (Svindlaði aftur!)
  8. Þorramatur
8 kitlaðar manneskjur:
  1. Berglind
  2. Birkir Vagn
  3. Dagbjört
  4. Ólöf Birna
  5. Vaka
  6. Tóta
  7. Una
  8. Sigurbjörg (ég veit að hún á blogg sem hún notar ekki og svo veit ég líka hvar hana kitlar geðveikt mikið....múhahahahhahahaha)



22 laga rólegheit

Ef ég ætti að búa til disk með 22 uppáhalds rólegu lögunum mínum, þá væru þessi lög á honum:
  1. Arms of a woman - Amos Lee
  2. Goodby my lover - James Blunt
  3. The horror has gone - Antony & the Johnsons
  4. What a wonderful world - Louis Armstrong
  5. Beautiful son - Tenderfoot
  6. Another night in - Tindersticks
  7. Amie - Damien Rice
  8. Change - Tracy Chapman
  9. Georgia on my mind - Ray Charles
  10. Danny boy - Eva Cassidy
  11. Ain't no cure for love - Leonard Cohen
  12. Candy says - Antony & the Johnsons
  13. Cheers darlin' - Damien Rice
  14. Wild world - Cat Stevens
  15. Try me - James Brown
  16. His eye is on the sparrow - Lauryn Hill
  17. Creep - Radiohead
  18. When a man loves a woman - Bette Midler
  19. La Vie en Rose - Edith Piaf
  20. Are you lonesome tonight - Elvis Presley
  21. More like the movies - Dr. Hook
  22. Desperado - Eagles
Váá, hvað ég gæti gert 200 laga disk, bara með uppáhalds lögunum. Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því fyrr en ég fór að reyna að velja á þennan lista.
P.S. Þar sem ég lít ekki á dreifingu (og samnýtingu) tónlistar sem óheiðarlegan hlut, auk þess sem rannsóknir benda til að það minnki ekki sölu á tónlist, þá hef ég búið þannig um hnútana að hægt er að hægrismella og ýta á "save link as" til að ná í lögin. Einnig er hægt að vinstrismella til þess að hlusta bara. Auðvitað hvet ég samt fólk til að kaupa sér þá tónlist sem það rekst á og líkar vel á netinu.



1 down, 2 to go!

Þetta próf gekk nú bara allt í lagi, gott að vera búinn...
Nú er það bara gamli frumlesturinn á hin 2 prófin. Back to the old days!!

Ég er kominn á nýja bílinn, ef e-r vill koma á rúntinn! :)



Gooooosfraba!!

Jæja, nú fara prófin að byrja og þá er um að gera að nota þetta orð eins og gert var í Anger management. Og muna að handan við prófin eru jólin. Júhú!

Annars er lítið að frétta, bara almenn gleði og hamingja...



Bílamál...

Jæja, eftir 2 vikna viðræður, rifrildi og ósætti við tryggingarrisann Sjóvá, gáfu þeir sig loksins í gær. Ég fæ nýjan bíl á miðvikudaginn, svartan Batmobile. Það verður gaman. Jibbýjei!

Well, þá er það eðlisfræðin aftur....



Þekkir þú mig vel??

Mér finnst keppnir svo skemmtilegar þannig að í tilefni föstudagsins 18. nóvember hef ég ákveðið að starta einni. Keppnin er mjög einföld. Spurningarnar eru tvær og sá vinnur sem nær að svara þeim BÁÐUM rétt. Séu fleiri en einn með rétt svör, þá gilda þau svör sem koma síðast fyrir klukkan 18.11 þann 18.11 (næsta föstudag) skv. MINNI klukku (varð að breyta þessu þar sem klukkan á HaloScan var í fokki! Verðlaunin eru ekki af verri endanum en ég ætla ekki að tilkynna þau strax en þau verða ekki lakari en verðlaunin í síðustu keppni. Þegar líða fer að deadline þá segi ég hver þau eru. Þá verð ég kannski búinn að ákveða þau ;)

  • Spurning 1: Ég á apa (sjá mynd) sem ég geymi uppi í hillu. Hvað heitir apinn?
  • Spurning 2: Ég hef átt eina, stóra dúkku um ævina, þegar ég var 4 ára. Það var ljóshærð strákadúkka í jakkafötum. Hvað hét hún?

Ef að þetta verður alltof erfitt skal ég gefa vísbendingar!

UPDATE: 1.vísbending er sú að apinn er nefndur í höfuðið á frægum apa. Verðlaunin hafa næstum verið ákveðin og tengjast góðum mat.

Koma svo!! Allir að tippa!


Smáa letrið: Ef að sá er vinnur til verðlaunanna er óborganlega leiðinlegur að mati dómnefndar (sem er ég einn), áskilur dómnefnd sér rétt til að velja þann er næstur honum kemur. Sé sá er næstur kemur einnig óásættanlegur vinningshafi, skal velja hinn næsta í röðinni og koll af kolli. Rísi upp ágreiningur varðandi framkvæmd eða úrslit þessa leiks, skal vísa málum til kærunefndar bloggsíðunnar (sem er aftur ég).

Smáa letrið 2: Nú kommentar enginn á póstinn fyrir tilsettan tíma. Þá áskilur Úrskurðunarnefnd leiksins (sem er enn og aftur ég) sér rétt til að velja einn einstakling til að hreppa vinninginn.



Nammigrís/nammisvín??
Fyrst að það er hægt að vera nammigrís þá hlýtur að vera hægt að vera nammisvín líka. Ég er að minnsta kosti kominn langt út fyrir þau mörk að vera lítill, sætur grís. Ég er stórt, gráðugt nammisvín! Nú sit ég á lesstofunni á Læknagarði (þangað sem ég var að koma) með 555 gr. af nammi úr Nammilandi Hagkaups í annarri hendi og Mixflösku í hinni. Fyrir framan mig liggur bók á stærð við símaskrá New York, Boron heitir höfundurinn að henni. Spennandi.

Ég get ómögulega....
....lagt í stæði ef tónlistin í bílnum er of há. Mér finnst einbeitingin hverfa við þær aðstæður. Skrítið.

Laugardagur til lukku?
Ég er búinn að afsanna þá kenningu, keypti mér Happaþrennu áðan og vann EKKI!! Kannski hefði ég átt að kaupa hana í gær, því föstudagur er til fjár (var það ekki annars svoleiðis?).



Tilraunastarfsemi

Ég er mjög mikið fyrir að gera tilraunir og var sérstaklega mikið fyrir það þegar ég var lítill. Það hefur ekki alltaf haft góðar afleiðingar en verið einkar fróðlegt, að minnsta kosti oftast. Það eru samt nokkur skipti sem ég man eftir þar sem lukkaðist einkar illa:
  • Þegar ég og Árni bekkjarbróðir minn gerðum hveiti/vatns/gersprengjur og settum í poka og fleygðum fram af 3. hæð í blokk. Sprengjurnar voru gerðar þannig að þær sprungu á miðri leið og dreifðust yfir stórt svæði. Amma hans Árna varð fyrir einni og eftir það var sprengiverksmiðjunni lokað.
  • Þegar ég og nokkrir úr Seljaskóla fórum að gera dyraat og risastór jakuxi kom hlaupandi út að lemja okkur....hann náði mér sem betur fer ekki. Stuttu seinna var Jón, vinur minn úr grunnskóla, rassskelltur af manni sem fékk einn snjóboltann okkar í bílinn sinn. Það var ég sem kastaði honum samt.
  • Þegar ég gerði ógeðsdrykk (þegar ég var 11 ára, löngu á undan 70 mínútna gaurunum) úr tómatsósu, tapesco sósu og fleira jukki og gaf bróður mínum sem var 6 ára. Hann varð ekki mjög fallegur á litinn eftir á.
  • Þegar ég bjó til slím úr sápu og e-u dóti sem ég fann heima og fór með í grunnskólann og við fórum í slímstríð. Þá fékk ég að fara til skólastjórans.
  • Þegar ég bjó til nokkra blauta snjóbolta og setti þá í frysti til að auka "virkni" þeirra. Þá fór ég til Ásgeirs aðstoðarskólastjóra og fékk gula spjaldið hjá honum. Hef ekki enn fengið að vita hvað það þýddi!!
  • Þegar við bjuggum til kínverjabombu í 5. bekk og hentum inn í strætó. Löggan kom en þá voru allir farnir, sem betur fer. Þetta var ekki töff tilraun.
  • Þegar ég prófaði að nota Stiga-sleða bróður míns sem snjóbretti. Sleðinn brotnaði og það munaði minnstu að ég hefði gert það líka. Sem betur fer var girðingin sem ég lenti á ekki mjög hörð. Stiga-sleðar eru ekki góðir sem snjóbretti.
  • Þegar ég og Elli vorum í grunnskóla og bjuggum til eldbyssur úr úðabrúsum og kveikjurum og kveiktum næstum í Ella greyinu og hálfum móanum á Vatnsenda.
  • Þegar ég var í þjálfun fyrir Ólympíuleikana í efnafræði í fyrra og fór að leika mér með óþynnta brennisteinssýru og allskonar dót og svo byrjaði allt að freyða. Ég varð svoldið hræddur.
  • Núna áðan prófaði ég að setja tunguna á lampann á lesstofunni eftir að hafa haft kveikt á honum í 4 klukkutíma. Það var heitt og nú er ég með brunasár á tungunni! :)
Flestar tilraunirnar hafa greinilega verið gerðar í grunnskóla....ég verð að fara að byrja á þessu aftur. Það er ekkert jafnsniðugt og tilraunavísindi!
Jæja, tilraunahorni Ómars lokið í dag...



Hressandi??

Ég var að koma heim úr vísindaferð. Á leiðinni í vísindaferðina lenti ég í árekstri, eða réttara sagt, það var keyrt inn í bílinn minn! Alltaf gaman að lenda í þessu, sérstaklega þegar maður er á 1 mánaðar gömlum, glænýjum bíl! Málavextir eru þeir að það voru tvær [treggáfaðar, innsk. ritstj.] stelpur sem kusu að virða ekki hægri réttinn og klesstu beint inn í hliðina á bílnum. Löggan kom og tók skýrslu og ég er í lagi, a.m.k. ennþá. Á mánudaginn fæ ég að vita hvort ég fæ nýjan bíl.

Langaði bara svona að koma þessu á framfæri fyrir háttinn!
Kveðja,
Ómar fyrrum nýjabílseigandi



Já, eitt í viðbót....


.....ég náði iðraanatómíunni!! Ekkert sumarpróf fyrir mig, nei takk!!



Kominn heim í snjóinn!

Búdapest er alveg frábær borg, ein sú fallegasta sem ég hef séð. Ekki spillti veðrið heldur fyrir, 13-21°C og heiðskírt allan tímann! Þetta var frábært. Ferðasagan bíður sjóðheit og krassandi og á aðeins eftir að bæta inn í myndum!
Lífeðlisfræðitíminn bíður, auf Wiedersehen.


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker