Sumarið er komið...
...eða það hlýtur að vera fyrst að snjórinn er kominn aftur!
Ég er að drukkna í rannsóknarverkefnisvinnu, fyrirlesturinn er á þriðjudaginn og ritgerðarskil viku seinna. Kominn í 40 bls en þarf eitthvað að stytta. Ég er með nokkrar góðar færslur í bakhöndina, skila þeim í næstu viku :)

Hver vill koma með mér hringinn í kringum landið í ljósmyndaferð í ágúst?



SMS

Mér finnst SMS afskaplega þægileg og gott að grípa til þeirra við ýmis tækifæri, sem ekki eru virði heils símtals. Þau eru líka einkar þægileg þegar ekki er hægt að tala í símann, til dæmis á klósettinu eða á Þjóðarbókhlöðunni (eða jafnvel klósettinu á Þjóðarbókhlöðunni!). Mér finnst líka mjög skemmtilegt að fá smáskilaboð og þessvegna hef ég lengi haft hlekk hér hægra megin á síðunni þar sem fólk getur ýtt á hnapp til að senda ókeypis skilaboð til mín (tææææknin í dag, sko). Þetta hafa þó nokkuð margir nýtt sér og mörg skemmtileg skilaboð borist í litla/stóra símann minn. Mörg þeirra voru líka krúttleg og send undir nafni. Fyndnustu skilaboðin eru hins vegar þau sem ekki eru send undir nafni og hef ég fengið nokkur svoleiðis. Sem dæmi má nefna þessi tvö:
"yo, omario, you got some hot stuff between yo thighs baby. Damn you fine, booooooy!"
og
"á ekkert að skella sér í fallturn á næstunni? Hvad er tetta mar, tad er alveg ok, notar bara smokk!"
Svona ráðleggingar fæ ég nokkuð reglulega. Besta ráðleggingin kom líka í nafnlausu SMSi um daginn. Hún var svohljóðandi:
"Bloggaðu nú eina færslu um þína heittelskuðu. Kellingarnar fílaða"
Margir myndu eflaust ráðleggja manni að taka þennan hlekk út en ég hef bara gaman af þessu. Þannig ef að ykkur langar að senda mér smáskilaboð og tímið ekki 9 krónunum í mig, þá er þetta frábær kostur (nískupúkarnir ykkar....nei, djók!).



Kannski...
...vill fólk bara frekar te?



Myndasaga ársins:




Minn staður!
Þjóðarbókhlaðan er hress staður. Þar er ég yfirleitt fyrir próf og líður bara mjög vel (svo er líka hægt að dánlóda á fullu þar, swwwweeeeet). Það er samt ýmislegt einkennilegt við staðinn. Til dæmis er verðlagið hér mjög fyndið. Það er eins og þetta sé smáþorp með einokunarverslun. Bara það að ganga út á bensínstöð sparar manni 30-70% af kaupverðinu (auk heilbrigðrar hreyfingar). Þetta nýti ég mér alltof sjaldan. Annað sem er einkennilegt er hve miklu fé er spreðað t.d. í ruslafötur og starfsmannalyftu en svo eru heftararnir og gatararnir í ljósritunarherberginu ónýtir eða illa fúnkerandi. Þessar græjur kosta nú bara 500-2000 krónur, ætti ekki að blæða mikið að splæsa í einn góðan. Bara pæling.



Hvernig skal ávarpa...
...kvenkyns vini og bændur? Kæra vinkona er líklegur kostur en kæra bóndakona? Mér finnst konur alveg vera vinir og bændur líka. Kannski hefði þetta reddast ef að þeir hefðu haft þetta í fleirtölu? Hver veit? Ég held að það sé dálítið verið að gera úlfalda úr mýflugu þarna en svona eru kosningar, fólk getur blásið upp frétt ef einhver frambjóðandi prumpar í búðinni. "Frambjóðandi á eiturlyfjum", "frambjóðandi gefur skít í verkalýðinn". Æ, kommon, þetta er bara leim!



Er ekki mál manna að...

....danski klæðskiptingurinn vinni undankeppnina??



Aðdáun
Ég er klárlega í flottustu ræktinni. Í gær horfði ég á Ásgeir Kolbeins og Arnar Grant lyfta saman. Eins og einn sé ekki nógu æðislegur! Ég held að nær himnaríki verði ekki komist, enda mennirnir holdgervingar guðdómleikans! Verst að ég var ekki með myndavél!

p.s. Nú eru hinir bráðnauðsynlegu speglar komnir aftur í hvern skáp í World Class. Nú get ég hætt að mæta með minn eigin spegil til að nota fyrir/eftir og á meðan á æfingum stendur. Hárið VERÐUR að vera 100%. Svo er svo erfitt að setja á sig brúnkukremið ef maður getur ekki skoðað sig í 30x30 cm speglinum innan á skáphurðinni! Ég var orðinn örvæntingafullur um að þeir kæmu ekki aftur!

p.p.s. Ef að fólk vill fá eiginhandaráritanir í ljósi fréttanna af því að ég hafi séð þessa tvo menn saman, þá verð ég að árita í Smáralindinni á morgun milli 3-4 við kjötborð Nóatúns. Birgitta Haukdal mun halda uppi fjörinu!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker