Gleðileg jól!!



Frábær afmælisdagur!!

Ég ákvað að yfirvinna lofthræðsluna og skellti mér í hæsta fallrússíbana heims í gær! Þetta var SWWWWEEEEEET! :)
Kveðja úr sólinni!



Ohhh...
Æi, þetta var ekkert skemmtilegt plat! Ég var að vonast eftir því að fólk myndi tapa sér í að segja mér hvað þetta væri ljótt! Ég gabbaði Hönnu og Ásdísi með því að mæta með þessa eyrnalokka (sem eru búnir stórskemmtilegu segulstáli) um daginn og þær vildu greinilega ekki segja neitt til að móðga mig þannig að ég fékk bara komment eins og "þetta er dáldið stórt", "svolítið áberandi" og svo framvegis.
En allavegana, ég er ekki kominn með svona ógeðslega BLING eyrnalokka! Ég er ekki orðinn alveg geðveikur, þó ég sé kannski að nálgast það :)



Extreme makeover: BLING edition


Jæja, þá lét ég loksins verða af því að fá mér göt í eyrun aftur og "bling-aði" svoldið upp á útlitið. Er þetta ekki bara nokkuð flott??



Damien Rice - 9

Þetta er hreint út sagt frábær diskur. Mér fannst ekki mikið til hans koma í fyrstu, ég skal viðurkenna það en hann venst rosalega vel og vinnur gríðarlega á. Ég átti erfitt með að trúa því að honum tækist að heilla mig nálægt því jafn mikið og með O en þessi diskur sannar það bara að Damien Rice er snillingur! (Eins og sést er ég engan veginn sammála gagnrýnanda Fréttablaðsins).
Diskurinn byrjar mjög fallega, á laginu 9 crimes sem er fallegur dúett með Lisu Hannigan og píanó- og sellóundirleik. Síðan tekur við einfalt og látlaust lag, The animals were gone, þar sem hann nýtur sín einn og óstuddur. Því næst er lag sem tók mig mjög langan tíma að taka í sátt, Elephant, sem byrjar mjög rólega en verður síðan dáldið tilfinningaþrungið og hátt, á köflum óskiljanlegur texti, en mikil ástríða. Fjórða lagið er fínt og heitir Rootless tree. Það minnir mig að mörgu leyti á lögin á O nema á köflum er reiðin ekki alveg nógu trúverðug og eiginlega stundum slöpp. Því næst kemur ósköp notalegt lag sem heitir Dogs, og minnir mig á lögin á O að mörgu leyti.
Lag númer 6 heitir Coconut skins og er svolítið öðruvísi en mjög hressilegt á skrýtinn hátt. Lag númer 7 er lagið Me, my joke and I, sem er að mínu mati lakasta lag disksins. Það minnir mig samt dálítið á Bolero, byrjar hægt og rólega og svo bætist einn og einn ryþmi eða hljóðfæri við og svo endar það dálítið brjálað. Áttunda lagið á disknum, Grey room, er virkilega vel heppnað og minnir aftur á tónleikaútgáfur af nokkrum lögum síðan á NASA hér um árið.
Næstsíðasta lagið á disknum er uppáhaldslagið mitt á disknum, Accidental babies, en að mínu mati er þar á ferðinni virkilega fallega samið lag, með rólegu og vel útfærðu píanóundirspili þar sem röddin hans fær að njóta sín. Hann klikkir síðan út með rólegum dúett, aftur með Lisu Hannigan, í Sleep, don't weep. Þar fá þau að sýna sig vel saman og er þetta þægilegur endir á góðum disk.


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker