„Búið ykkur undir laaaaaasersjóv.....“

Þetta var án efa einn asnalegasti hlutur sem ég hef séð, þessi lasersjóv sem voru í kvikmyndahúsum fyrir nokkrum árum. Ég fékk alltaf stórkostlegan aulahroll þegar þetta kom, ekki síst þegar tilgreint var að tiltekið sjóv væri í boði Íslandsbanka eða eitthvað álíka. Á tímabili var ég jafnvel farinn að mæta viljandi seint til að sleppa við þetta.
Ég veit ekki af hverju mér datt þetta í hug, vaknaði bara með þessa setningu á heilanum í morgun. Ég er semsagt kominn af smitsjúkdómadeildinni eftir 3 vikna legu (úff, hvað ég vona að ég þurfi aldrei að liggja á sjúkrahúsi aftur) og farinn beint í stórkostlegan próflestur þar sem prófin eru 5. og 10. október. Auk þess er ég svoldið að fara til lækna og í sjúkraþjálfun og svona, bara gaman. Ég verð með hækjurnar í 4-6 vikur og verð líklegast orðinn helmassaður á efri hluta líkamans eftir það en kominn með anorexíulæri, allavegana á vinstri fótlegg.
Ég stefni að því að bjóða fólki í pottinn þegar ég er búinn að jafna mig, a.m.k. nokkrum útvöldum ;)
Jæja, farinn aftur í lesturinn, gamla harkan.



Á sjúkrahúsi!

Jahá, það er langt síðan ég bloggaði og tímabært að koma með smá update. Þannig er mál með vexti að síðan 3. september er ég búinn að liggja á deild A7 á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi. Ég fékk nefnilega blóðeitrun eftir hnéaðgerðina og var lagður töluvert mikið veikur inn á sunnudeginum. Hérna er ég búinn að liggja með allskonar slöngur og tæki tengd við mig, síðasta slangan var sett upp í gær. Það er slanga sem er tengd næstum því beint inn í hjartað á mér til að gefa mér lyfin (nánar tiltekið í v. subclavicularis ef e-r vildi vita það).
Nú er ég kominn á stofu með internetsambandi, vonandi fæ ég að vera þar aðeins lengur, þar sem ég verð á sjúkrahúsinu í svona hálfan mánuð í viðbót :/ Þetta er samt einangrunarherbergi, svo ef einhver kemur í einangrun þá lendi ég á ganginum. Abbabbabb, vona að það gerist ekki!
En allavegana, ef ykkur langar að heimsækja mig, þá er það herbergi 17 á deild A7, sjöundu hæð í Fossvogi :)


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker