Myndablogg

Þar sem ég var að fjárfesta í nýjum síma, þá tæmdi ég dót af gamla símanum inn á tölvuna. Þar á meðal voru nokkrar myndir sem höfðu ratað í símann í daglegu amstri og mér datt í hug að það væri skemmtilegt að birta nokkrar hér (sumar fá nú ekki að fara á veraldarvefinn, sko!).

Já, svona meðan ég man, eru ekki allir búnir að fjárfesta í Magimix töRfatækinu?


Spurning um yfirlestur áður en maður hendir auglýsingum í blaðið?

Að minnsta kosti vona ég að fólkið sem kaupir Volkswagen POO eigi svona törfatæki!


Nýjasta nýtt frá VW. Með iPoo ferðaklósett í skottinu!

Í rannsóknarverkefninu rölti ég um hin ýmsu húsakynni Landspítala- háskólasjúkrahúss og rakst þar meðal annars á tvo unga menn sem ég hélt umsvifalaust að hefðu sloppið út af geðdeildinni en þegar ég hafði kallað á vaktmennina, var mér bara tjáð að hér væri um að ræða læknanema sem væru að hringja í mömmu sína að láta vita að allt væri í lagi og að þeir myndu koma heim í mat! Ég er mjög feginn að þetta eru framtíðarlæknar Íslands!


Davíð og Karl, framtíðaryfirlæknar, að hringja í mæður sínar.

Síðar sama dag var ég á rölti um húsakynni annars læknanema og rak þá í rogastans!!! Kýs virkilega e-r Framsóknarflokkinn í dag?? Og hvernig getur viðkomandi læknanemi eðlað sig í baðinu þegar ekkert bað er í húsakynnum hans? Hvaða bað á hann við? Baðið mitt? Baðið ÞITT? Ég myndi læsa útidyrahurðinni í kvöld! Þessum læknanemum er trúandi til alls!


Undarlegt háttalag læknanema um miðjan dag (framhald af vinsælli bók)

Svo mörg voru þau orð!

p.s. HVERSU gaman var á Kofanum í gær?



Óábyrgir bílstjórar
Þessi frétt á mbl.is kom mér lítið á óvart. Það er bara spurning um hvenær það verður dauðaslys af völdum vörubílstjóra sem ekki binda og ganga tryggilega frá farminum sínum og finnst mér stórlega vanta eftirlit og sektarákvæði fyrir óábyrgan frágang á pallinum, alveg eins og fólk er sektað fyrir óábyrgan akstur.
Ég hef persónulega lent í því þrisvar að vera nálægt því að lenda á hlutum sem falla af vörubílspöllum. Fyrsta skiptið var fyrir 3 árum þegar ég var á leið til Húsavíkur og var á um 100km hraða á þjóðveginum á eftir vörubíl með tengivagn sem á var dráttarvél og járnrör. Það sem ég tók ekki eftir var að járnrörið var fullt af hnullungum og þegar við komum að brúnni inn í Borgarnes féll einn stór og myndarlegur af pallinum. Eina úrræðið var að negla niður og beygja út í kant. Bílstjórinn hélt áfram. Annað skiptið var á Breiðholtsbrautinni þegar bíll frá Húsasmiðjunni missti tvær 2x4 6metra spýtur aftan af pallinum þar sem ekki var gengið nógu vel frá farmi. Bílstjórinn hélt áfram þrátt fyrir flaut og blikk eins og í fyrra skiptið. Síðasta skiptið var núna í vor þegar verið var að flytja þrjú stór, svört lagnarör ofan af Hálsi og niður í bæ. Í það skiptið stöðvaði bílstjórinn, enda missti hann allan farminn af pallinum í einni beygjunni.
Mér finnst allavegana að það ætti að taka á þessu!



Fleiri auglýsingapælingar
  • Er ekki mál manna að leiðinlegasta röddin í útvarpinu sé þessi: „hæ, þetta er Ásgeir í Tölvulistanum“?
  • Er ekki fullmikil græðgi að vera strax kominn með minningardisk um Pavarotti? Það liggur við að fyrstu auglýsingar hafi komið á meðan hann var enn ekki orðinn kaldur. Hef ekkert á móti minningardiskum en hann er varla orðinn „minning“ ennþá. Gefið þessu svona 1-2 ár, kommon!



„Vatn er gott fyrir tennurnar....
....drekktu Egils Kristal“


Upphaflegur titill færslunnar átti að vera Af auglýsingum og fleiru en þegar ég keyrði í skólann (sem Ármann benti mér réttilega á að tæki alltof langan tíma úr Grafarvogi!) í morgun þá kom þessi auglýsing þrisvar sinnum í útvarpinu. Auglýsing þessi kemur frá Ölgerðinni Egils og er fáránleg. Sérstaklega á tímum þar sem sýnt hefur verið fram á að tannhirðu Íslendinga og sérstaklega ungmenna er ábótavant. Einnig er í gangi mikil andfituumræða í þjóðfélaginu og allt gengur út á að vera ekki feitur, virðast heilbrigður, stunda líkamsrækt og fleira (og það sést auðvitað hverjir drekka Egils Kristal, allt sæta fólkið á landinu!). Bæði þessi hugðarefni hefur Egils ákveðið að nota í herferð sína með Egils Kristal.
Það er rétt og gott að stuðla að vatnsdrykkju og ég myndi ekki hafa neitt út á það að setja ef þeir auglýstu BergKristal með þessum hætti, þar sem það er hreint vatn, eftir því sem ég kemst næst. Hinsvegar er Kristall sódavatn og kolsýran í sódavatni fer ekki vel með tennurnar. Auðvitað fer kolsýra og sykur í bland (eins og í kóki) verr með tennurnar, en þessi auglýsing er alveg út í hött! Það vita allir að súrir drykkir skemma tennurnar! Þetta væri bara eins og að auglýsa „vatn er grennandi .... komdu á McDonald's og fáðu þér stjörnumál. Stækkaðu hana og pantaðu svo auka vatn. Það er grennandi!“.



Synd að "kennarinn" skuli ekki hafa notið sömu almennrar hylli og "trúboðinn".....



Váá, ég var að fatta að það væri 11. september. Grúví!



Sneddí!

Í dag fór ég vinstra megin fram úr bíl á Vesturlandsveginum. Bílnúmerið hjá sætu stelpunni á bílnum var Booty. Ef ég hefði verið í bílunum fyrir aftan okkur hefði ég hugsanlega keyrt út af vegna hláturs!

p.s. Ef einhver fattar ekki djókið má sá hinn sami senda mér póst og ég skal útskýra pönslænið ;)


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker