E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



298

Í fyrndinni var ég með teljara á síðunni sem sýndi fjölda heimsókna frá teljari.is. Síðan fóru þeir að rukka fyrir að hafa glugga frá þeim á síðunni og þá skipti ég og fékk mér ókeypis teljara. Síðan gaf sú þjónusta upp öndina og fékk ég mér þá falinn teljara á extremetracking.com. Mér finnst gaman að skoða teljarann endrum og eins og sjá hvaða leitarorð leiða fólk inn á síðuna, hversu margir eru að skoða hana (sem kemur mér alltaf jafnmikið á óvart) og hvaðan fólkið er. Nú er teljarinn búinn að vera uppi í nákvæmlega 1 ár og heimsóknirnar voru 10.000. Það er ágætt, alveg hreint. Þegar ég fór yfir skiptingu eftir löndum fannst mér samt merkilegt hvaðan heimsóknirnar koma.

Efstu fjögur löndin koma ekki á óvart, þar sem flestir sem ég þekki eru á Íslandi, fjölskyldan mín býr í US and A og góðvinir mínir í Svíþjóð og Danmörku. Hinsvegar kemur fimmta landið á listanum skemmtilega á óvart, Algería, en ég tel að það sé vegna arabíska nafnsins míns. Ég hlýt bara að poppa oftar upp þegar þeir eru að leita heldur en einhver sem heitir t.d. Guðný. Svo er líka gaman að skoða hvert vinir manns hafa ferðast og hvort þeir hafi kíkt á síðuna þar sem þeir voru. Til dæmis eru heimsóknir frá Kenýa ofarlega á lista, mér sýnist Gunnildur og Hrafnhildur hafa kíkt á síðuna frá Guatemala og Lilja og Keli þegar þau voru í Malawi. Samtals voru heimsóknir frá 72 löndum sem samsvarar 37,5% af löndum heimsins. Maður er svo sannarlega „internassjonal“!

----------------
Lag færslunnar: Páll Óskar - International


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker