296
Þetta er færsla númer 296 á þessum vef. Það er visst gleðiefni en á sama tíma dálítið leiðinlegt, þar sem hver færsla kemst nær því að verða sú síðasta. Það er undarlegt hvernig sumt sem áður fyrr þótti mjög ónauðsynlegt, óþægilegt og leiðinlegt getur orðið andstæðan, jafnvel ávanabindandi. Eins og sést á fyrstu færslunni í október 2002:
„Það er fullkomnlega engin góð ástæða fyrir þessari síðu... þessi tískubylgja að hafa "blogg" virðist bara ráðandi núna og mér datt í hug að vera "memm"...“
Síðan þá hafa komið hæ(g)ðir og lægðir í þessu eins og öllu öðru en oft á tíðum er þetta þrælskemmtilegt (ég mun ekki dæma um skemmtanagildi þessarar heimasíðu fyrir þá sem lesa hana). Ég hef tekið eftir að þetta á við um marga aðra hluti sem í fyrstu eru hundleiðinlegir en verða svo hluti af manni. Það var t.d. undarlega erfitt að segja skilið við skúringarvinnuna, sem ég gerði 1. janúar s.l. Þá var ég búinn að skúra í 5 ár og 2 mánuði og sennilega búinn að þéna nokkrar milljónir á þessu öllu saman. Það voru þó ekki bara peningarnir sem héldu manni í þessu í allan þennan tíma. Með tímanum varð þetta bara hluti af „mér“, að fara og skúra á öllum tímum sólarhrings og hvenær sem er ársins. Ég hef þrifið klósett í árshátíðarklæðnaði oftar en einu sinni, hlýtt sjálfum mér yfir próf á meðan ég skúra, sungið hinar villtustu aríur mér og veggjunum til skemmtunar og svo framvegis. Skúringarnar voru líka eins og rauður þráður í gegnum síðustu 5 ár og mér fannst ég á vissan hátt vera að segja skilið við margt sem því tengdist. Gamlar minningar, bæði mjög góðar, ljúfsárar og beinlínis sárar, komu upp í hugann sem ég vatt síðustu tuskuna. Minningar um fólk sem hefur skúrað með mér, vini sem ég hef eignast í gegnum tíðina, sambönd, samböndsslit, góðar stundir og slæmar. Það er jafnvel þannig að ég tengi hin ýmsu lög, lyktir og jafnvel tilfinningar við ákveðna kima hússins eða ákveðnar aðferðir við að þrífa. Ég veit ekki af hverju þetta var svona undarlegt um áramótin, en mér fannst ég vera að kveðja kafla í mínu lífi, jafnvel bara að fullorðnast. Hver veit, kannski er ég svolítill Pétur Pan innvið beinið?
Þetta var færsla 296 af 300.

----------------
Lag færslunnar: Tindersticks - If You're Looking For A Way Out



Snilld!

From R.L. Stevenson's Treasure Trail Island

Girl #1: How often do you get wet?
Girl #2: Oh my god, we're in public!
Girl #1: Well, I was just wondering, because everybody back home thinks you're such a slut!
Girl #2: Piss off! At least I'm not a fire crotch!
Girl #1: Don't you ever call me that ever again, or I'll delete you off my Top Eight on MySpace!

--Times Square

Overheard by: Andrew


via Overheard in New York, Jan 26, 2008



Mótmæli

Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirra atburða sem orðið hafa í Ráðhúsinu og öðrum byggingum síðustu daga. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á því að ræða þetta né tíma. Og fyrir utan það, hver er munurinn á kúk og skít? Síðustu stjórnarskipti voru lúaleg og þessi voru það líka. Punktur.
Ég vil bara ítreka það að mér finnst asnalegt þegar fólk notar lýðræðið sem einhverja grímu fyrir múgæsingu, ofbeldi eða bara hreinasta dónaskap. Það er lýðræðinu, málefninu og viðkomandi manneskjum ekki til framdráttar. Þessvegna ætla ég að mótmæla þessu fólki hér á friðsamlegan og lýðræðislegan hátt. Skammist ykkar!

p.s. Er virkilega til hreyfing sem kallar sig „unga stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur“. Kommon.



Þú tryllir mig!
Er ekki almennt álit fólks að þetta sé besta lag sem hefur tekið þátt í Júróvísjón undankeppni á Íslandi? Við hefðum unnið þetta með þessu lagi. Má ekki senda það út núna?



Leitarorð
Mér finnst gaman að kíkja stundum á trackerinn á síðunni minni og sjá af hverju fólk er að leita á netinu og í beinu framhaldi af því, hvernig það kemst þannig inn á síðuna mína. Óttar, bróðir Ásdísar, nýtti sér einmitt tæknina til að lokka fólk inn á heimasíðuna sína (sjá hér) en ég hef ekki lagt það í vana minn. Hinsvegar virðist það hafa gerst óvart um daginn þegar ég valdi þessa mynd í færslu. Þar gerði einfaldi Íslendingurinn sér ekki grein fyrir að um var að ræða leikkonu og fyrirsætu sem ber nafnið Elisha Cutbert og leikur víst í sjónvarpsþáttunum 24. Síðan þá hafa 100 grunlausir menn sem leitað höfðu að hinni ægifögru leikkonu rambað inn á síðuna mína. Það eru samt einungis 20 fleiri en hafa t.d. verið að leita að Sólveigu Helgadóttur, bekkjarsystur minni. Spurning hvort Sólveig sé að meika það á veraldarvefnum? Gerum tilraun. Sólveig Helgadóttir djammar.



Ég er ekki dáinn...ég lofa!
Frá því ég kom heim er ég búinn að standa á haus í vinnunni á spítalanum, læra og verkefnum tengdum Ástráði. Í millitíðinni hef ég einungis gefið mér tíma til þess allra nauðsynlegasta: Sofa, borða og hægða- og þvaglosun. Auk þess hef ég sett inn myndir á myndasíðuna mína frá þremur ólíkum sviðum. Ljósmyndun er farin að spila sífellt meiri rullu hjá mér og orðin virkilegt áhugamál. Verst hvað það er tímafrekt :) Ég auglýsi einnig eftir kennslu í Photoshop, þar sem ég hef aldrei unnið myndirnar mínar neitt. Fyrstu tvö albúmin koma frá Flórída þar sem ég átti yndislegan tíma með fjölskyldu minni og vinafólki. Þetta voru kærkomnir endurfundir! Hér er ein mynd frá þessu fríi:

Næsta albúm er frá sjaldgæfri kirkjuferð minni á sunnudaginn í síðustu viku. Ástæðan var ekki skyndileg trúarvitund mín, heldur var mín kæra vinkona, Hulda, að skíra litlu dóttur sína. Til hamingju með það!

Síðasta nýja albúmið er ekki alveg jafn kristilegt en myndirnar þar eru teknar í stórskemmtilegu afmæli (að mínu óhlutdræga mati) sem haldið var 5. jan.

Takk kærlega fyrir árið 2007, vona að árið 2008 verði jafn gott!


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker