Ljótasta myndin 2004-2005
Skrifað af Ómari; þriðjudagur, janúar 31, 2006.
Lausnin við vakningarvandamálinu (sjá síðasta póst)....
....er fundin!! Ég sá
þetta fyrst í Lifandi vísindum og nú er ég búinn að finna heimasíðuna! Þetta er klukka sem hringir og þegar maður ýtir á snooze (blundur) takann þá stekkur hún af náttborðinu (eða gluggakistunni í mínu tilfelli) og felur sig undir rúmi eða borði eða fer fram á gang, bara þangað sem hún kemst. Þá kemst maður ekki hjá því að fara á fætur og finna helvítið! Stórsniðugt! Ég er búinn að setja mig á póstlista þannig að ég fæ að vita þegar hún kemur á markað...jibbý! Leyfið mér að kynna
CLOCKY:

Svo er hún bara helvíti flott :)
Skrifað af Ómari; mánudagur, janúar 30, 2006.
Vakning
Ég á ótrúlega skemmtilega vekjaraklukku. Að minnsta kosti get ég sagt að hún sé skemmtileg núna þegar ég er vaknaður, ég ber ekki sömu tilfinningar til hennar á morgnana þegar hún öskrar á mig „bíííííb, bííííb, bíííííííííííííííííííb“. Það má eiginlega segja að þetta sé ástar/haturssamband...
En allavegana, þá er þessi vekjaraklukka þeim eiginleika gædd að hún hringir með tvennum hætti. Fyrst ber að telja hið hefðbundna bíbb en auk þess er hún búin útvarpsvekjara. Þeir sem þekkja mig, vita að ég hlusta á tónlist allan daginn (og þegar ég er ekki að hlusta á hana, þá er ég yfirleitt að raula eitthvað). Þessvegna er ómetanlegt fyrir mig að byrja daginn á góðri tónlist og það hefur bara gerst alla síðustu viku, þar sem ég ákvað að skipta um útvarpsstöð. Núna er það 91,9 og verð ég að mæla með henni klukkan 7 á morgnana!
Meðal laga sem hafa komið síðustu vikuna eru Jacqueline og Take me out með Franz Ferdinand, In the arms of a woman með Amos Lee, Desperado með Eagles og svo í morgun var það Angie með Rolling Stones. Það er bara ljúft að vakna við þýða rödd Mick Jagger svona í morgunsárið.
Það mætti halda að ég myndi vakna við það að liggja í rúminu og hlusta á þessi lög (og jafnvel syngja með ef ég er í sérstökum fíling) en þeir sem þekkja mig mjög vel, vita að ég er sérstakur morgunhani og sprett fram úr rúminu eða hitt þó heldur. Sannleikurinn er sá að ég þjáist af krónískri „ég-verð-alltaf-að-leggja-mig-aftur-á-morgnana“ veiki. Algjör aumingjagangur, ég veit! Ég þarf að bæta úr þessu hið snarasta! En það er að minnsta kosti mjög ljúft að vakna við góða tónlist á morgnana, hvort sem maður fer á fætur strax eða ekki :)
Fastagestur (regular)
Ég fékk sent SMS áðan. Það var svohljóðandi: „Vegna árshátíðar starfsmanna verður lokað kl 18.30 í kvöld. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum þeim sem þetta gæti haft í för með sér. Kveðja, Dominos Pizza“.
Ég held að ástandið sé virkilega orðið slæmt þegar maður fær skilaboð þegar Dominos er lokað!! Ég vissi ekki að ég væri orðinn svona góður kúnni hjá þeim! Bara fyndið....ég held ég taki samt pásu á Dominos pizzunum á næstunni, þetta hræddi mig!
Skrifað af Ómari; þriðjudagur, janúar 24, 2006.
20.000??
Fjúddífjú..ég var að kíkja á teljarann minn og sá að hann er að nálgast 20 þúsundin! Það er ótrúlegt að fólk nenni að skoða þessa síðu! Hehe!
En allavegana, sá sem verður númer 20.000 fær vegleg verðlaun (hver þau verða er auðvitað ákveðið þegar nær dregur!)...það eina sem viðkomandi þarf að gera er að taka afrit af skjánum hjá sér þar sem sést í teljarann (ýta á PrtSc eða Print screen takkann á lyklaborðinu) og líma það inn í word skjal og senda mér í tölvupósti á osg2(hjá)hi.is eða á MSN! Einnig má viðkomandi vekja athygli á því í kommentakerfinu.
Og auðvitað er ekki bannað að refresha, sá sem það gerir á bara inni eilífa dvöl í Helvíti!! Guð fylgist sko með blogspot síðunum líka! Hahaha, áður en ég fer að hljóma eins og biblíubeltis- ameríkani þá ætla ég bara að hætta að skrifa og fara að borða.
p.s. Tékkið á leiknum hér fyrir neðan (þar sem myndin af oompa loompanum er)....þ.e. þið sem eruð ekki búin að fá leið á bloggleikjum ;) Mig langar að fá skrifað svona um mig, líka frá þeim sem laumulesa eða eiga ekki blogg. Múhahaha, loksins leikur sem þið verðið að taka þátt í, bloggleysingjar!
Skrifað af Ómari; mánudagur, janúar 16, 2006.
Í tíma......glýkógen er fróðlegt efni!
...nei, ekki svo!
...mér leiðist!
...ég skellti inn nýjum myndum á
myndasíðuna mína!
...það eru myndir frá Flórída og úr sumarbústaðaferð Litla kórsins!
...myndir frá helginni eru á leiðinni inn!
...það má líka komast inn á síðuna í gegnum þriðja efsta hlekkinn hér til hægri!
...og svo vil ég benda fólki á að hægt er að kommenta á myndirnar!
...hnappurinn
comment er fyrir neðan hverja mynd!
...láttu þér líða vel!
Ég lofa að ég blogga bráðum...um leið og andinn hellist yfir mig. Mig langaði bara að vekja athygli á þessu:

Í kjölfarið á því að fatlaður maður framdi sjálfsvíg vegna afar óábyrgrar og ærumeiðandi umfjöllunar DV um hann vil ég hvetja ALLA til að skrifa undir listann sem hægt er að fara á í gegnum hlekkinn hérna fyrir ofan!
Á sama tíma hvet ég alla til að sneiða hjá blaðinu og farga því þar sem það liggur frammi. Ég vona að einhverjir taki sig til og brenni allt upplagið á morgun í sorpbrennslunni í Gufunesi.
Skrifað af Ómari; miðvikudagur, janúar 11, 2006.