Lausnin við vakningarvandamálinu (sjá síðasta póst)....
....er fundin!! Ég sá
þetta fyrst í Lifandi vísindum og nú er ég búinn að finna heimasíðuna! Þetta er klukka sem hringir og þegar maður ýtir á snooze (blundur) takann þá stekkur hún af náttborðinu (eða gluggakistunni í mínu tilfelli) og felur sig undir rúmi eða borði eða fer fram á gang, bara þangað sem hún kemst. Þá kemst maður ekki hjá því að fara á fætur og finna helvítið! Stórsniðugt! Ég er búinn að setja mig á póstlista þannig að ég fæ að vita þegar hún kemur á markað...jibbý! Leyfið mér að kynna
CLOCKY:
Svo er hún bara helvíti flott :)
??