Jesssss!Jæja, ekkert sumarpróf fyrir mig, nei takk!
Ég fékk
7 í veirufræðinni!
Gleði og hamingja eru allsríkjandi núna!
(Þetta kallar meira að segja á eitt enn upphrópunarmerki: !)
Skrifað af Ómari; fimmtudagur, október 26, 2006.
Smá framhald við síðastu skrif!P.P.S. Þessa mynd og fleiri má sjá í myndasafninu mínu undir
símamyndir. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. eru þar nokkrar myndir af bekkjarfélögum og vinum auk mynda úr morgun„afmæli“ Þórunnar Hannesdóttur.
P.P.P.S. Smellið á myndina ef þið viljið sjá dýrðina í fullri stærð!
Paparazzi!Ég sat í sakleysi mínu inn í hlýjum bílnum mínum, svarta pardusinum, þegar ég sá hryðjuverk í uppsiglingu. Sem ég sat þarna og beið eftir Þórunni hinni fögru, kom þar aðvífandi kona á langri og stórri sjálfrennireið, svokallaðri skutlu. Hún lenti í hinum mestu vandræðum með að finna stæði þó að sennilega hafi 6 stæði verið auð og vel íleggjanleg. AHA! Loksins eftir heilmiklar tilfæringar forðaði einn bíll sér í ofboði og umrædd kona kom augastað á tvö aðliggjandi stæði. „Frábært!“ hefur hún eflaust hugsað (og ég líka, þar sem mér leist ekki á blikuna). Nú tók hún á rás á bílnum og ég hélt auðvitað að hún ætlaði að renna sér auðveldlega inn í annað stæðið. En nei, það var greinilega ekki nóg, heldur var bakkað og beygt á alla kanta og sennilega tók þetta allt um 10 mínútur af bakki, glugga- og hurðaopnunum og á einum tímapunkti fór hún út til að skoða aðstæður. Eftir þessa vettvangsskoðun var hún fullviss um að hún hefði stjórn á aðstæðum og full sjálfstrausts steig hún aftur upp í bílinn og undir stýri.
Hver var svo lokaniðurstaðan???
Þessi!
P.S. Með þessum skrifum er ekki vegið að aksturshæfileikum annars kynsins, enda ekki hægt að alhæfa um svo stórt þýði. Eitt er þó eins víst og að ananas er góður að þessi gella var algjörlega óhæfur ökumaður.
Fyrstur með fréttirnar....Ég segi að eftir smá tíma komi fréttatilkynning um að ósérhæfðir coxhamlarar (t.d. íbúprófen) valdi óæskilegum aukaverkunum. Þeir auka t.d. hættuna á hjarta- og heilaáföllum. Athugum hvort ég verði forspár! Spennandi....
Skrifað af Ómari; þriðjudagur, október 24, 2006.
Einu sinni var [....]Mig langar að prófa eitt og sjá hvernig það kemur út.
Þetta virkar svipað og leikurinn sem maður fór í í grunn/menntaskóla þar sem fólk skrifar setningar á blað og brýtur síðan upp á blaðið þannig fólk sjái ekki hvernig sagan er og svo verður úr því skemmtileg saga, nema hérna sér fólk hvað hefur verið sagt.
En endilega látið hugmyndaflugið ráða og komið með skemmtilegan söguþráð!
Sagan hefst á orðunum: Einu sinni var....
Skrifað af Ómari; mánudagur, október 23, 2006.
One down, one to go...Náði sýklafræðinni!
Fékk 7,5 sem var algengasta einkunn!
Held ég hafi sýnt fram á að það er hægt að taka læknisfræðina utanskóla!
Jibbý!
Skrifað af Ómari; föstudagur, október 20, 2006.
OJBARA!Konni var svo vinsamlegur að setja
þetta á bloggið sitt. Ég tek enga ábyrgð á afleiðingunum ef þið hlustið á þetta lag með Peter Andre og Jordan sílíkonbombu.
Skrifað af Ómari; þriðjudagur, október 17, 2006.
SpurningFinnst engum öðrum en mér fyndið og skemmtilegt að morgunþátturinn Zúper sem
SVALI, Gassi og einhverjir fleiri stýra sé styrktur af
Trópí?? Bara pæling...
Palli kryppa massaði hib saurinn, missti lyst og lungu
og
kólað lak yfir strap-on-ið
Það er ekki laust við að maður sé að verða vel sýrður á prófalestri og veit ég ekki hvort er skárra, sjúkrahúsvist (með endaþarmsmælingum) eða stífur próflestur í efni sem maður hefur aldrei séð áður.
Þar sem núna eru ellefu tímar í prófið er ekki laust við að stressið sé að hellast yfir. Því er gott til þess að vita að þessi mikla romsa hefur að geyma 11 ástæður fyrir heilahimnubólgu, 7 algengar og 4 sjaldgæfari. Nefnilega
Algengar:Hib =>
Haemophilus influenza BSaurinn =>
Staphylococcus aureusMissti =>
Neisseria meningitidisLyst =>
Listeria monocytogenesKólað =>
Esterichia coliLungu =>
Streptococcus pneumoniaeStrap-on-ið =>
Streptococcus agalactiae (B týpa)
Sjaldgæfar:Palli =>
Treponema pallidumKryppa =>
Cryptococcus neoformusMassaði =>
Mycobacterium tuberculosisLak =>
Neisseria gonorrhoea (lekandi)
p.s. Ég veit að blogg um skólann er leiðinlegt en minnisreglan er allavegana skemmtileg :) Ég held að skólablogg verði seint að reglulegum pistli hjá mér.
p.p.s. Hver vill fá sér ís á morgun?
Skrifað af Ómari; miðvikudagur, október 04, 2006.