Svo bregðast krosstré...
...sem önnur tré. Það er með örlitlum trega sem ég tók út síðuna
http://stokkholmur.blogspot.com í tenglasafninu og bætti þar inn sitthvorri síðunni fyrir Huldu og Daða. Hélt að þetta myndi nú seint gerast. Vona bara að þetta nýja fyrirkomulag sé gott fyrir alla aðila. Að minnsta kosti geta forvitnir nú lesið hvað þau eru að bralla út í Svíþjóð. Virkilega góð skrif sem eiga eftir að koma þarna, ég finn það á mér.
Ég hlakka svoooo til að klára seinna prófið á þriðjudaginn, einar 700 glærur sem maður þarf að skoða. Ég ætla að slaka rækilega á næstu helgi, kannski möguleiki á partýi eða slíku, sé til.
Annars er það að frétta að sýkingin er farin og hnéið er að lagast, hægt en örugglega. Ég verð orðinn góður um áramótin ef allt gengur vel. Jibbý.
Mér datt samt eitt í hug þegar ég keyrði á eftir strætó í sumar. Aftan á var risastór auglýsing frá Glitni um Reykjavíkurmaraþon þar sem á stóð „Hlauptu frekar úr vinnunni“ eða e-ð álíka. Ég held að hægt sé að útskýra taprekstur Strætó bs. að miklu leyti á því að auglýsa gegn sinni eigin starfsemi. Þetta er eins og það stæði á kókflöskunum „Drekktu frekar vatn-það er hollara“. Myndu þeir gera það?? Nei, hélt ekki.
Bara pæling.
0 Responses to “”
Leave a Reply