Varadekk fylgir nokkuð örugglega með, það á eftir að finna það.
Bíllinn er einstaklega rúmgóður, einkum þegar stuðarinn hefur verið fjarlægður úr aftursætinu (sjá mynd). Hafa margir merkir menn haft á orði að þetta sé rúmbesti kvartmílusmábíll í heimi. Jafnvel hefur heyrst að hrossakaupmenn hafi nýtt sér bíla af þessari tegund hér á öldum áður. Þess má einnig geta að þessi sportstuðari er algjörlega einstakur safngripur og myndi einn og sér vera metinn á um hálfa milljón. Líklega væri hann betur fallinn sem stofustáss en undir bílinn. Hann eykur þó enn frekar á straumlínulögun bílsins.
Allt þetta fyrir einungis 100þús kall (eða bara pönnukökur og kakó)!!! Nánari upplýsingar gefur
Ásdís Eir (fyrirsæta) og heyrst hefur að henni finnist skemmtilegast að svara símanum milli 01-06 á næturna, þá er hún pottþétt með hann á sér. Endilega ekki vera feimin við að hringja!
0 Responses to “”
Leave a Reply