Smáauglýsing!Þessi fágæti forngripur er nú til sölu.
Samkvæmt öruggum heimildum er þetta sá síðasti sinnar tegundar í heiminum. Hann hefur fimmgengisvél og kemst nokkuð örugglega milli staða. Eins og sjá má hefur hann ekkert númer að framan og þykir það bara nokkuð töff (eða Selfossvænt eins og opinber orðabókaskýring á töff er í dag). Einnig framkallar hann einkar skemmtilegt hljóð þegar hann er ræstur og hefur ekkert útvarp (hver þarf útvarp þegar maður getur sungið hóp- og/eða keðjusöngva).
Hér gefur að líta fleiri myndir af gripnum. Eins og glöggir menn sjá er liturinn hinn sígildi eiturpastelælugræni (eða poisonpastelvomitgreen fyrir enskumælandi fólk) en hann er sjaldséður á nýjum bílum (sem er synd). Kerran er tveggja dyra, gríðarlega öflug (eins og sést á Selfossvænu loftgötunum á húddinu). Auk þess er einungis ein rúðuþurrka en það þykir koma sér betur í rallíi. Hér sést ung stúlka pósa við bílinn en hún er innifalin í verðinu (girl included).
FRAMHALD NEÐAR....
0 Responses to “”
Leave a Reply