E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Paparazzi!

Ég sat í sakleysi mínu inn í hlýjum bílnum mínum, svarta pardusinum, þegar ég sá hryðjuverk í uppsiglingu. Sem ég sat þarna og beið eftir Þórunni hinni fögru, kom þar aðvífandi kona á langri og stórri sjálfrennireið, svokallaðri skutlu. Hún lenti í hinum mestu vandræðum með að finna stæði þó að sennilega hafi 6 stæði verið auð og vel íleggjanleg. AHA! Loksins eftir heilmiklar tilfæringar forðaði einn bíll sér í ofboði og umrædd kona kom augastað á tvö aðliggjandi stæði. „Frábært!“ hefur hún eflaust hugsað (og ég líka, þar sem mér leist ekki á blikuna). Nú tók hún á rás á bílnum og ég hélt auðvitað að hún ætlaði að renna sér auðveldlega inn í annað stæðið. En nei, það var greinilega ekki nóg, heldur var bakkað og beygt á alla kanta og sennilega tók þetta allt um 10 mínútur af bakki, glugga- og hurðaopnunum og á einum tímapunkti fór hún út til að skoða aðstæður. Eftir þessa vettvangsskoðun var hún fullviss um að hún hefði stjórn á aðstæðum og full sjálfstrausts steig hún aftur upp í bílinn og undir stýri.
Hver var svo lokaniðurstaðan???

Þessi!
P.S. Með þessum skrifum er ekki vegið að aksturshæfileikum annars kynsins, enda ekki hægt að alhæfa um svo stórt þýði. Eitt er þó eins víst og að ananas er góður að þessi gella var algjörlega óhæfur ökumaður.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker