Hressandi??
Ég var að koma heim úr vísindaferð. Á leiðinni í vísindaferðina lenti ég í árekstri, eða réttara sagt, það var keyrt inn í bílinn minn! Alltaf gaman að lenda í þessu, sérstaklega þegar maður er á 1 mánaðar gömlum, glænýjum bíl! Málavextir eru þeir að það voru tvær [treggáfaðar, innsk. ritstj.] stelpur sem kusu að virða ekki hægri réttinn og klesstu beint inn í hliðina á bílnum. Löggan kom og tók skýrslu og ég er í lagi, a.m.k. ennþá. Á mánudaginn fæ ég að vita hvort ég fæ nýjan bíl.
Langaði bara svona að koma þessu á framfæri fyrir háttinn!
Kveðja,
Ómar fyrrum nýjabílseigandi
0 Responses to “”
Leave a Reply