Þekkir þú mig vel??
Mér finnst keppnir svo skemmtilegar þannig að í tilefni föstudagsins 18. nóvember hef ég ákveðið að starta einni. Keppnin er mjög einföld. Spurningarnar eru tvær og sá vinnur sem nær að svara þeim BÁÐUM rétt. Séu fleiri en einn með rétt svör, þá gilda þau svör sem koma síðast fyrir klukkan 18.11 þann 18.11 (næsta föstudag) skv. MINNI klukku (varð að breyta þessu þar sem klukkan á HaloScan var í fokki! Verðlaunin eru ekki af verri endanum en ég ætla ekki að tilkynna þau strax en þau verða ekki lakari en verðlaunin í síðustu keppni. Þegar líða fer að deadline þá segi ég hver þau eru. Þá verð ég kannski búinn að ákveða þau ;)
- Spurning 1: Ég á apa (sjá mynd) sem ég geymi uppi í hillu. Hvað heitir apinn?
- Spurning 2: Ég hef átt eina, stóra dúkku um ævina, þegar ég var 4 ára. Það var ljóshærð strákadúkka í jakkafötum. Hvað hét hún?
Ef að þetta verður alltof erfitt skal ég gefa vísbendingar!
UPDATE: 1.vísbending er sú að apinn er nefndur í höfuðið á frægum apa. Verðlaunin hafa næstum verið ákveðin og tengjast góðum mat.
Koma svo!! Allir að tippa!
Smáa letrið: Ef að sá er vinnur til verðlaunanna er óborganlega leiðinlegur að mati dómnefndar (sem er ég einn), áskilur dómnefnd sér rétt til að velja þann er næstur honum kemur. Sé sá er næstur kemur einnig óásættanlegur vinningshafi, skal velja hinn næsta í röðinni og koll af kolli. Rísi upp ágreiningur varðandi framkvæmd eða úrslit þessa leiks, skal vísa málum til kærunefndar bloggsíðunnar (sem er aftur ég).
Smáa letrið 2: Nú kommentar enginn á póstinn fyrir tilsettan tíma. Þá áskilur Úrskurðunarnefnd leiksins (sem er enn og aftur ég) sér rétt til að velja einn einstakling til að hreppa vinninginn.
0 Responses to “”
Leave a Reply