E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Tilraunastarfsemi

Ég er mjög mikið fyrir að gera tilraunir og var sérstaklega mikið fyrir það þegar ég var lítill. Það hefur ekki alltaf haft góðar afleiðingar en verið einkar fróðlegt, að minnsta kosti oftast. Það eru samt nokkur skipti sem ég man eftir þar sem lukkaðist einkar illa:
  • Þegar ég og Árni bekkjarbróðir minn gerðum hveiti/vatns/gersprengjur og settum í poka og fleygðum fram af 3. hæð í blokk. Sprengjurnar voru gerðar þannig að þær sprungu á miðri leið og dreifðust yfir stórt svæði. Amma hans Árna varð fyrir einni og eftir það var sprengiverksmiðjunni lokað.
  • Þegar ég og nokkrir úr Seljaskóla fórum að gera dyraat og risastór jakuxi kom hlaupandi út að lemja okkur....hann náði mér sem betur fer ekki. Stuttu seinna var Jón, vinur minn úr grunnskóla, rassskelltur af manni sem fékk einn snjóboltann okkar í bílinn sinn. Það var ég sem kastaði honum samt.
  • Þegar ég gerði ógeðsdrykk (þegar ég var 11 ára, löngu á undan 70 mínútna gaurunum) úr tómatsósu, tapesco sósu og fleira jukki og gaf bróður mínum sem var 6 ára. Hann varð ekki mjög fallegur á litinn eftir á.
  • Þegar ég bjó til slím úr sápu og e-u dóti sem ég fann heima og fór með í grunnskólann og við fórum í slímstríð. Þá fékk ég að fara til skólastjórans.
  • Þegar ég bjó til nokkra blauta snjóbolta og setti þá í frysti til að auka "virkni" þeirra. Þá fór ég til Ásgeirs aðstoðarskólastjóra og fékk gula spjaldið hjá honum. Hef ekki enn fengið að vita hvað það þýddi!!
  • Þegar við bjuggum til kínverjabombu í 5. bekk og hentum inn í strætó. Löggan kom en þá voru allir farnir, sem betur fer. Þetta var ekki töff tilraun.
  • Þegar ég prófaði að nota Stiga-sleða bróður míns sem snjóbretti. Sleðinn brotnaði og það munaði minnstu að ég hefði gert það líka. Sem betur fer var girðingin sem ég lenti á ekki mjög hörð. Stiga-sleðar eru ekki góðir sem snjóbretti.
  • Þegar ég og Elli vorum í grunnskóla og bjuggum til eldbyssur úr úðabrúsum og kveikjurum og kveiktum næstum í Ella greyinu og hálfum móanum á Vatnsenda.
  • Þegar ég var í þjálfun fyrir Ólympíuleikana í efnafræði í fyrra og fór að leika mér með óþynnta brennisteinssýru og allskonar dót og svo byrjaði allt að freyða. Ég varð svoldið hræddur.
  • Núna áðan prófaði ég að setja tunguna á lampann á lesstofunni eftir að hafa haft kveikt á honum í 4 klukkutíma. Það var heitt og nú er ég með brunasár á tungunni! :)
Flestar tilraunirnar hafa greinilega verið gerðar í grunnskóla....ég verð að fara að byrja á þessu aftur. Það er ekkert jafnsniðugt og tilraunavísindi!
Jæja, tilraunahorni Ómars lokið í dag...


1 Responses to “”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    hahahahah... Snillingur ?slands h?r ? fer?.. :)

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker