Æi...

Mér finnst svo sorglegt að sjá menn eins og Geir Ólafs sem lýsa því yfir í sjónvarpi að þeir ætli að verða heimsfrægir vera að syngja á Nintendo Wii kynningu Ormsson í Smáralindinni. Ég grét næstum yfir þessu þegar ég sá þetta í sjónvarpinu í ræktinni áðan. Það hefðu samt hugsanlega verið krókódílatár..

p.s. Ég tók gleði mína aftur þegar ég sá að hann er víst frægur. Sjá myndbandið Þorrablót á YouTube.

----------------
Lag færslunnar: Frank Sinatra - My Way
via FoxyTunes



Af fjölmiðlum og furðufréttum...

Ég hef alltaf frá því ég lærði að lesa, reynt að lesa Morgunblaðið daglega. Lengi vel var það eina blaðið sem innihélt fréttir og því las ég það iðulega á hvolfi, þar sem ég las það á sama tíma og pabbi. Þetta varð til þess að ég bý yfir gríðarlega miklum hæfileika til að lesa texta undir hinum ýmsu vinklum og hornum. Sá hæfileiki nýtist ekkert voðalega oft, svona þegar ég hugsa um það. Nú eru hinsvegar komin alltof mörg blöð með sömu fréttunum og alltof lítill tími sem maður hefur á morgnana til að lesa þau. Því er ég farinn að skimlesa, auk þess sem Google Reader heldur mér við efnið, hvað netmiðla og blogg varðar. Þegar ég skimles, þá leitast ég við að finna áhugaverðar fyrirsagnir og oft á tíðum les ég einungis þær sem eru mjög undarlegar eða öðruvísi. Það leiddi til þess að ég las grein í Viðskiptablaði Fréttablaðsins um daginn (sem ég les ALDREI!). Fyrirsögnin var á þessa leið: „Kynþroskaheftir með ljósanotkun“ og þar hélt ég að ég hefði gripið í feitt og hér væri komin skotheld aðferð til að koma í veg fyrir að ljósabekkjahnakkar fjölguðu sér. Jafnvel ekki aðferð, heldur bara fylgifiskur/aukaverkun/hliðarverkun sem þyrfti ekki að láta þá vita af! En nei, þegar lengra var komið, þá sá ég að þetta var bara grein um hvernig á að gera þorska "kynþroskahefta" og þá missti ég áhugann. Ég skora samt á e-n að þróa þessa aðferð til fyrrgreindrar notkunar!
Þar sem þessi frétt var ekki eins furðuleg og ég hélt, þá býst ég við að þessi frétt vinni titilinn Undarlegasta fréttin sem ég las í þessari viku.

----------------
Lag færslunnar: Jeff Buckley - I Woke Up In A Strange Place
via FoxyTunes



Triple S.
Af hverju stendur Sjúkrahússpritt á sprittbrúsunum á LSH? Væri ekki réttara að skrifa SjúkrahúSSSpritt? Ræðið í 5 mínútur. Skilið síðan 1100 orða greinargerð í skilaboðakerfið.



Áðan..

..sá ég mann sem var NÁKVÆMLEGA eins og Bret í Flight of the Conchords á Bókhlöðunni. Ég þurfti í alvörunni að hemja mig til að syngja ekki „I'm the mothaaaflipping Rhymenoceros“. En ef þið sjáið viðkomandi, þá endilega syngið þetta fyrir hann. Hann hefur gott af því!

Bret er þessi með skeggið í græna endurskinsöryggisbeltinu!



Hvað er í gangi? (athugið! ekki fyrir viðkvæma!)

Ég veit ekki hvort að einhverjir muna eftir því þegar ég skrifaði um hljómsveitina Prussian blue sem er hljómsveit tveggja krúttlegra 14 ára stúlkna sem búa yfir ríkri „þjóðerniskennd“ og kenna sig við tónlistarstefnuna White nationalist rock. Í þeirra eigin orðum:
Prussian Blue is the combination of 14-year-old twin sisters named Lynx and Lamb. Prussian Blue is also probably one of the most controversial up and coming bands on the music scene today. In a day and age when most bands are working hard to remain within self-imposed limits of Politically Correct Thought, Prussian Blue pushes the envelope. Within the fold of White Nationalist Rock, one of the only true alternatives to the corporate music and recording business, these two little girls have filled thousands of their fans with love and hope for the future. Also, within the pro White genre, they stretch the envelope even more to create and sing songs that are of the unexpected. Personal beliefs and experiaences are delicately woven with upbeat rhythms and poignant lyrics to create something that is guaranteed to catch the listener off guard and create a reaction. Open your heart and your mind to a time and place in the future where Pride in who you are and where you came from, Love for your people and Hope for the future are acceptable for EVERYONE. Open your heart and mind to Prussian Blue!
Fyrir þá sem gagnrýna textana þeirra benda þær á eftirfarandi bull:
To those who claim that Prussian Blue's lyrics are hateful and incite violence, I would like to direct you to the poetry of Nikki Giovanni, the Virginia Tech professor of English and Black studies- who was also, incidently, the professor for Cho Seung-hui, the gunman/student, who shot and killed all those people a few weeks ago. I wonder if that is where he learned his contempt for other races and other people. Nikki Giovanni certainly writes very hatefully of White people. The truth about who does and does not "hate" has never proved an effective restraint for what is written in the mainstream media, nor has it acted as an impetus to action in the professional- victims' groups that target Prussian Blue. http://vdare.com/sailer/070422_giovanni.html
Maður heldur oft að þetta sé bara bundið við útlönd og óupplýst fólk sem finnst ekki á Íslandi en fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast um samlanda sem skrifa svona rugl á netið bendi ég á þessa síðu. Búið ykkur samt undir að reiðast og hafið hugsanlega ælupoka við hendina þar sem mér varð óglatt við þennan lestur!

p.s. Þetta er greinilega vinsælt hljómsveitarnafn, þar sem ég rakst á aðra hljómsveit með sama nafni hér!



Hvað er að frétta?

Þessa dagana hef ég ekki staðið mig nógu vel í að hafa samband við fólk og rækta vinskapinn. Ég biðst afsökunar á því en ástæðan er einföld. Ég var að byrja í verknáminu á 4. ári og það gefst ENGINN tími nema fyrir L-in þrjú: Læknisfræði, læra, líkamsrækt. Auk þess flutti ég mig tímabundið um set og er núna í læknisleik á Akureyri ásamt góðum félögum mínum, Kalla og Sibbu. Það er virkilega notalegt hérna hjá okkur en einnig mikið að gera.
Aldrei dauð stund á Akureyri - notaður sem tilraunadýr í uppsetningu æðaleggja!
Um helgina ætla ég að endurhlaða rafhlöðurnar á Húsavík hjá ömmu og afa. Ég kem aftur heim í brjálæðið næstu helgi en þá verð ég kominn meira inn í þennan hugsanahátt og ætla að gefa mér tíma í vetur til að hitta vini mína (ég er ALLTAF með símann á mér ef e-r ætlar að gera skemmtilega hluti!) þar sem ég þarf sérstaklega á því að halda þegar fjölskyldan mín er erlendis. Svo eru bjútíbollurnar mínar fjórar, Anna, Ásdís, Hanna og Una í stafrófsröð, að fara erlendis í mars þannig maður verður að gefa sér tíma til að hlaða á þær rafhlöður áður en þær fara (seriously....þrír mánuðir ER langur tími!).
Breytingarnar á síðunni eru smávægilegar í bili. Vil benda öllum á hlekkinn hjá Óttari, einum svalasta unglingi landsins, sem kominn er í hlekkjalistann. Einnig er ég með þá kenningu að það sé til lag fyrir hverja hugsun eða tilfinningu, þannig ég ætla að setja tímabundið inn hlekk með hverri færslu inn á það sem ég er að hlusta á og reyna að tengja það skrifunum mínum. Á næstu misserum er síðan fyrirhuguð stóra breytingin en síðunni verður lokað endanlega í nóvember. Nánar um það síðar!
----------------
Lag færslunnar: Get Set Go - Sleep
(mæli með því að smella á hlekkinn og skoða myndbrotið úr Grey's fyrir aðdáendur þeirrar seríu!)



Spurning

Hve mikið magn af smámynt flokkast sem „klink“? Ég er mjög sjaldan með 499 krónur á mér í klinki. Gæti undir einhverjum mjög undarlegum ástæðum verið með 500 krónur á mér en þá nýti ég ekki klinkið mitt heldur safna 1 krónu í klinkbunkann. Undir sömu rökum og McDonald's færir, væri hægt að segja að öll verð sem ekki væru slétt margfeldi af seðlapeningum væru klinktilboð. Þetta mætti þá yfirfæra á ýmislegt, t.d. nýja bíla. „Klinktilboð hjá Brimborg, ný Mazda á einungis tværmilljónireitthundraðníutíuogníuþúsundníuhundruðníutíuogníu krónur. Komdu í Brimborg og notaðu klinkið!“
Það mætti reyndar hugsa sér að fólk hugsaði fremur þannig í dag að klink sé föst prósentutala fremur en að það sé kennt við smámynt sem myndar „klink“ hljóð í vasanum þínum. Þannig væri klink fyrir einum fullt af peningi hjá öðrum. Þannig gæti t.d. nýja Mazdan verið klink fyrir manni með 40milljónir í mánaðarlaun en hamborgarinn klink fyrir mann með lágmarkslaunin (um 100þús/mánuði) á Íslandi ef maður reiknar með sömu útgjaldaliðum á hvorn fyrir sig. Þannig hefði maðurinn með lágmarkslaunin í kringum 10þús krónur aflögu í mat sem gerir klinktilboð McDonalds að 5% af „eyðsluféi“ hans. Að sama skapi væri Mazdan um 5% af eyðsluféi mannsins með hærri launin.
Mér líkaði betur við barnslegu skilgreiningu mína á klinki: Allt sem myndar þetta skemmtilega hljóð í vasanum og er undir 500 kalli (reyndar var það undir 100 kalli í gamla daga, þegar maður gat fengið fuuuuuuullllllt af blandi í poka fyrir 50kall!). Því miður held ég að Ísland sé orðið þannig í dag að klink sé orðin afstæð prósentutala hjá hverjum og einum.
----------------
Lag færslunnar: Dire Straits - Money for nothing


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker