E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Af fjölmiðlum og furðufréttum...

Ég hef alltaf frá því ég lærði að lesa, reynt að lesa Morgunblaðið daglega. Lengi vel var það eina blaðið sem innihélt fréttir og því las ég það iðulega á hvolfi, þar sem ég las það á sama tíma og pabbi. Þetta varð til þess að ég bý yfir gríðarlega miklum hæfileika til að lesa texta undir hinum ýmsu vinklum og hornum. Sá hæfileiki nýtist ekkert voðalega oft, svona þegar ég hugsa um það. Nú eru hinsvegar komin alltof mörg blöð með sömu fréttunum og alltof lítill tími sem maður hefur á morgnana til að lesa þau. Því er ég farinn að skimlesa, auk þess sem Google Reader heldur mér við efnið, hvað netmiðla og blogg varðar. Þegar ég skimles, þá leitast ég við að finna áhugaverðar fyrirsagnir og oft á tíðum les ég einungis þær sem eru mjög undarlegar eða öðruvísi. Það leiddi til þess að ég las grein í Viðskiptablaði Fréttablaðsins um daginn (sem ég les ALDREI!). Fyrirsögnin var á þessa leið: „Kynþroskaheftir með ljósanotkun“ og þar hélt ég að ég hefði gripið í feitt og hér væri komin skotheld aðferð til að koma í veg fyrir að ljósabekkjahnakkar fjölguðu sér. Jafnvel ekki aðferð, heldur bara fylgifiskur/aukaverkun/hliðarverkun sem þyrfti ekki að láta þá vita af! En nei, þegar lengra var komið, þá sá ég að þetta var bara grein um hvernig á að gera þorska "kynþroskahefta" og þá missti ég áhugann. Ég skora samt á e-n að þróa þessa aðferð til fyrrgreindrar notkunar!
Þar sem þessi frétt var ekki eins furðuleg og ég hélt, þá býst ég við að þessi frétt vinni titilinn Undarlegasta fréttin sem ég las í þessari viku.

----------------
Lag færslunnar: Jeff Buckley - I Woke Up In A Strange Place
via FoxyTunes


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker