E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Spurning

Hve mikið magn af smámynt flokkast sem „klink“? Ég er mjög sjaldan með 499 krónur á mér í klinki. Gæti undir einhverjum mjög undarlegum ástæðum verið með 500 krónur á mér en þá nýti ég ekki klinkið mitt heldur safna 1 krónu í klinkbunkann. Undir sömu rökum og McDonald's færir, væri hægt að segja að öll verð sem ekki væru slétt margfeldi af seðlapeningum væru klinktilboð. Þetta mætti þá yfirfæra á ýmislegt, t.d. nýja bíla. „Klinktilboð hjá Brimborg, ný Mazda á einungis tværmilljónireitthundraðníutíuogníuþúsundníuhundruðníutíuogníu krónur. Komdu í Brimborg og notaðu klinkið!“
Það mætti reyndar hugsa sér að fólk hugsaði fremur þannig í dag að klink sé föst prósentutala fremur en að það sé kennt við smámynt sem myndar „klink“ hljóð í vasanum þínum. Þannig væri klink fyrir einum fullt af peningi hjá öðrum. Þannig gæti t.d. nýja Mazdan verið klink fyrir manni með 40milljónir í mánaðarlaun en hamborgarinn klink fyrir mann með lágmarkslaunin (um 100þús/mánuði) á Íslandi ef maður reiknar með sömu útgjaldaliðum á hvorn fyrir sig. Þannig hefði maðurinn með lágmarkslaunin í kringum 10þús krónur aflögu í mat sem gerir klinktilboð McDonalds að 5% af „eyðsluféi“ hans. Að sama skapi væri Mazdan um 5% af eyðsluféi mannsins með hærri launin.
Mér líkaði betur við barnslegu skilgreiningu mína á klinki: Allt sem myndar þetta skemmtilega hljóð í vasanum og er undir 500 kalli (reyndar var það undir 100 kalli í gamla daga, þegar maður gat fengið fuuuuuuullllllt af blandi í poka fyrir 50kall!). Því miður held ég að Ísland sé orðið þannig í dag að klink sé orðin afstæð prósentutala hjá hverjum og einum.
----------------
Lag færslunnar: Dire Straits - Money for nothing


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker