Spurning
Hve mikið magn af smámynt flokkast sem „klink“? Ég er mjög sjaldan með 499 krónur á mér í klinki. Gæti undir einhverjum mjög undarlegum ástæðum verið með 500 krónur á mér en þá nýti ég ekki klinkið mitt heldur safna 1 krónu í klinkbunkann. Undir sömu rökum og McDonald's færir, væri hægt að segja að öll verð sem ekki væru slétt margfeldi af seðlapeningum væru klinktilboð. Þetta mætti þá yfirfæra á ýmislegt, t.d. nýja bíla. „Klinktilboð hjá Brimborg, ný Mazda á einungis tværmilljónireitthundraðníutíuogníuþúsundníuhundruðníutíuogníu krónur. Komdu í Brimborg og notaðu klinkið!“
Það mætti reyndar hugsa sér að fólk hugsaði fremur þannig í dag að klink sé föst prósentutala fremur en að það sé kennt við smámynt sem myndar „klink“ hljóð í vasanum þínum. Þannig væri klink fyrir einum fullt af peningi hjá öðrum. Þannig gæti t.d. nýja Mazdan verið klink fyrir manni með 40milljónir í mánaðarlaun en hamborgarinn klink fyrir mann með lágmarkslaunin (um 100þús/mánuði) á Íslandi ef maður reiknar með sömu útgjaldaliðum á hvorn fyrir sig. Þannig hefði maðurinn með lágmarkslaunin í kringum 10þús krónur aflögu í mat sem gerir klinktilboð McDonalds að 5% af „eyðsluféi“ hans. Að sama skapi væri Mazdan um 5% af eyðsluféi mannsins með hærri launin.
Mér líkaði betur við barnslegu skilgreiningu mína á klinki: Allt sem myndar þetta skemmtilega hljóð í vasanum og er undir 500 kalli (reyndar var það undir 100 kalli í gamla daga, þegar maður gat fengið fuuuuuuullllllt af blandi í poka fyrir 50kall!). Því miður held ég að Ísland sé orðið þannig í dag að klink sé orðin afstæð prósentutala hjá hverjum og einum.
----------------
Lag færslunnar:
Dire Straits - Money for nothing
0 Responses to “”
Leave a Reply