Hvað er að frétta?Þessa dagana hef ég ekki staðið mig nógu vel í að hafa samband við fólk og rækta vinskapinn. Ég biðst afsökunar á því en ástæðan er einföld. Ég var að byrja í verknáminu á 4. ári og það gefst ENGINN tími nema fyrir L-in þrjú: Læknisfræði, læra, líkamsrækt. Auk þess flutti ég mig tímabundið um set og er núna í læknisleik á Akureyri ásamt góðum félögum mínum, Kalla og Sibbu. Það er virkilega notalegt hérna hjá okkur en einnig mikið að gera.
Aldrei dauð stund á Akureyri - notaður sem tilraunadýr í uppsetningu æðaleggja! Um helgina ætla ég að endurhlaða rafhlöðurnar á Húsavík hjá ömmu og afa. Ég kem aftur heim í brjálæðið næstu helgi en þá verð ég kominn meira inn í þennan hugsanahátt og ætla að gefa mér tíma í vetur til að hitta vini mína (ég er ALLTAF með símann á mér ef e-r ætlar að gera skemmtilega hluti!) þar sem ég þarf sérstaklega á því að halda þegar fjölskyldan mín er erlendis. Svo eru bjútíbollurnar mínar fjórar, Anna, Ásdís, Hanna og Una í stafrófsröð, að fara erlendis í mars þannig maður verður að gefa sér tíma til að hlaða á þær rafhlöður áður en þær fara (seriously....þrír mánuðir ER langur tími!).
Breytingarnar á síðunni eru smávægilegar í bili. Vil benda öllum á hlekkinn hjá Óttari, einum svalasta unglingi landsins, sem kominn er í hlekkjalistann. Einnig er ég með þá kenningu að það sé til lag fyrir hverja hugsun eða tilfinningu, þannig ég ætla að setja tímabundið inn hlekk með hverri færslu inn á það sem ég er að hlusta á og reyna að tengja það skrifunum mínum. Á næstu misserum er síðan fyrirhuguð stóra breytingin en síðunni verður lokað endanlega í nóvember. Nánar um það síðar!
----------------
Lag færslunnar:
Get Set Go - Sleep
(mæli með því að smella á hlekkinn og skoða myndbrotið úr Grey's fyrir aðdáendur þeirrar seríu!)
0 Responses to “”
Leave a Reply