E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Bæjarferð (betur þekkt sem nördinn kaupir í matinn)

Það er alltaf ótrúlega gaman að fara í bæinn, sérstaklega í matvöruverslanir. Nú hafði ég ekki farið í búð hérna heima síðan í byrjun desember, þegar ég brá undir mig betri fætinum og skrapp í Bónus og Hagkaup. Og ÞVÍLÍK upplifun, ég hef bara aldrei vitað annað eins. Vissuð þið til dæmis að það væri hægt að kaupa niðursoðið hundakjöt í sósu í Bónus??
Það stendur þarna skýrum stöfum, chunks in gravy, og svo mynd af hundinum Sámi:


Það er líka annað sem mér finnst svo æðislegt við matvöruverslanir hérna heima á Íslandi. Það er að maður getur keypt sér hjálpartæki ástarlífsins, t.d.

Typpahringi og sleipiefni
Auk þess geturðu líka alltaf keypt þér bragðbætt tyggjó, nú með súkkulaðibragði:

En það sem er hinsvegar alveg stranglega bannað og stórhættulegt að selja er bjór. Eins gott að við erum með góða stjórn á þessu öllu saman. Ég vil nú miklu frekar að við getum keypt titrara og frygðarlyf á kassanum heldur en að fólk geti skroppið og keypt sér eina rauðvín, enda býður það nú bara upp á upplausn og stjórnleysi í samfélaginu.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker