E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Sumar og sól!!

Jæja, nú þegar að daginn fer að lengja og rigningin kemur í stað snjókomunnar og grámyglulega grasið fer að gægjast upp í gegnum klakakrapið, þá fer maður að hugsa til sumarsins. Ég er farinn að hlakka óhugnanlega mikið til að geta skroppið niður á Austurvöll með góðu fólki, upp í Heiðmörk í fótbolta og boðið fólki í pottinn án þess að eiga á hættu að fá kalsár á iljarnar og frostþurrk á rasskinnarnar.
Það er ekki þannig að mér líki eitthvað sérstaklega illa við veturinn. Málið er bara að á sumrin getur maður gert þetta:


Þessi mynd var tekin í Kaupmannahöfn í fyrra þar sem ég og Ásdís Eir eyddum tveimur dögum í sól, sælu og sjopping (the three deadly S). Ég fékk þessar myndir hjá henni um daginn og það kom þvílík sumar"nostalgía" í mig. Ég meina, hversu ljúft getur lífið orðið??? Varla ljúfara en einmitt svona:


Það fylgir mjög fyndin saga með svörtu buxunum á efri myndinni (samt kannski ekki jafn fyndin ef maður var ekki á staðnum). Það var nefnilega þannig að ég dásamaði þessar buxur eins og þær væru guðdómlegar í búðinni og Ásdís skildi ekki hvað átti að vera svona dásamlegt við þær. Þegar að við höfðum rölt í Kongens Have og skellt okkur í sólbað, ákvað ég að vígja buxurnar góðu og smellti mér í þær. Svona 2 mínútum síðar (nánast eins og ég hefði borgað henni fyrir það) kom að máli við mig gömul kona með dósapoka, sem hún var að safna í og sagði: "Nooo, det er sgu dejlige bukser, hvor har du köbt dem?" og ég sagði henni það og þá fór hún fögrum orðum um buxurnar og sagði meira að segja að þetta væru flottustu buxur sem hún hefði séð lengi. Ég hélt ég yrði ekki eldri...en ég meina, þetta sannaði það sem ég sagði í búðinni, þær eru ÆÐI! :)

p.s. Ég hyggst ekki blogga svona stopult, ég og blogger erum búnir að eiga í stríði og ég held að ég sé búinn að vinna núna. Þessi færsla er tileinkuð Ásdísi, myndatökumanninum/konunni (en konur eru nú líka menn....allavegana stundum) ógurlega/u, þar sem hún var orðin óþreyjufull eftir bloggi. Ég ætla að byrja að plana eitthvað brjálað sumardót með henni bráðum. Þetta skal vera sumarIÐ (með greini sko)!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker