Smá yfirlitÍ tilefni áramótanna taka margir saman hvað gerðist á árinu. Ég hef ekki gert það áður en ákvað að prófa það einu sinni. Here goes 2006:
JanúarÁstin bankaði á dyrnar í kringum áramótin og það var allt mjög spennandi á nýju ári. Skólinn var leiðinlegri en nokkru sinni fyrr en vel heppnuð árshátíð reddaði mörgu. Ég held ég hafi sjaldan svitnað jafn mikið í dansi. Eins og sjá má var Sólveig í miklu stuði!
FebrúarÞessi mánuður var tiltölulega rólegur, sama gamla rútínan. Skólinn gekk ágætlega.
MarsLæknaleikarnir gengu skemmtilega vel. Ég, Dagbjört og Halldóra urðum í 3. sæti. Þegar út var komið mætti manni mesti snjór í langan tíma og ég fór í mjög skemmtilegan snjógöngutúr með Þórunni. Um miðjan mánuðinn var mjög skemmtilegt djamm á Gauknum með Kareoke killed the Cat í boði
Möggu Maack. Virkilega gaman.
AprílSíðustu tónleikar Martins sem kórstjóra í MR tókust vel og við gömlu félagarnir fengum að syngja með í lokin. Ég, Kalli og Sigurbjörg skelltum okkur á heljarinnar ráðstefnu í Hollandi. Myndin af mér og Kalla birtist kannski helst til víða :)
MaíVorprófin gengu vel og kennslan á spítalanum styrkti mig í að halda ótrauður áfram í náminu. Í lok mánaðarins fór ég í frábæra ferð til höfuðborgar Norðurlands, Húsavíkur. Þar var slegið upp veislu í tilefni þess að afi seldi fyrirtækið sitt.
JúníÆðislegur mánuður, svolítið mikil vinna en mikið gaman. Í lok mánaðarins var það ROSKILDE BEIBÍ!!! Það var geggjaðslega ógeðslega æðislega gaman.
Þar sá ég mann í skrítnum undirfötum.
Ég var samt tú kúl for skúl sko!!
JúlíByrjun mánaðarins fór í ROSKILDE og svo eyddi ég 2 frábærum dögum í góðu veðri og hörkustemmningu með
Ásdísi, hinni yndislegu vinkonu minni, í Kaupmannahöfn. Þar var mikið verslað, skoðað, gengið, slappað af og staðið á höndum. Þar borðuðum við líka á GEÐVEIKUM áströlskum veitingastað. Ekkert rosalega skemmtilegur mánuður, veikindi settu sitt strik í reikninginn en góðir vinir og góð samvera var í hávegum höfð.
ÁgústÆðisleg utanlandsferð til Lanzarote með
sætu stelpunni. Þar prófaði ég að kafa í fyrsta skipti á ævinni. Það var geggjað. Hnéaðgerð í lok mánaðarins.
SeptemberÞessum mánuði eyddi ég að stærstum hluta inni á spítala, ekki sem læknanemi heldur sjúklingur, í kjölfar hnésýkingar. Þessvegna veit ég eiginlega ekkert um heimsmálin eða slúðrið á Íslandi í september 2006.
OktóberLosnaði af spítalanum en var með hita og óráði út allan mánuðinn. Tók 2 próf og náði báðum bara ágætlega. Byrjaði í sjúkraþjálfun hjá besta sjúkraþjálfara í heimi! Leið mjög hratt, ákvað að fara til Kenýa með Kalla, Ylfu og Þórunni og vinna á heilsugæslustöð í Nairobi. Við hlökkum geðveikt til!
Auk þess auglýsti ég fallegan bíl til sölu, hef ekki enn fengið boð í hann. Áhugasamir geta kíkt
hér!
NóvemberÞessi mánuður var nokkuð tilbreytingarlaus, sjúkraþjálfun og læknisheimsóknir. Í lok mánaðarins gat ég gengið hjálparlaust upp stiga, það var megaframför :)
DesemberMjög góður mánuður, engin jólapróf og ég var farinn að geta gengið hækjulaust (þó ég minni dálítið á hringjarann frá Notre Damme!!). Í lok mánaðarins fór ég í geggjaða utanlandsferð með familíunni og Þórunni (bara í viku samt) til Flórída þar sem var 28°C hiti allan tímann. Þar fór ég líka í hæsta fallrússíbana heims. Æði!! Síðan kom ég heim á gamlaársdag, borðaði æðislegan mat hjá Jóhönnu, mömmu Þórunnar og fagnaði nýja árinu með bestustu vinum mínum og það var yndislegt, dansinn dunaði til 7 um morguninn og svo var Ómarspizza fyrir næturgestina sem ekki fóru heim til sín klukkan 17.00 um daginn. Í lok ársins var ég ennþá ástfangnari af kærustunni minni en í upphafi þess.
p.s. Eins og sést var þetta kannski ekki skemmtilegasta ár ævi minnar, veikindi voru mjög áberandi þáttur í lífinu. Þó komst maður að því hvaða fólk stendur manni næst og hvað það skiptir miklu máli að hafa góða í kringum sig. Þessvegna horfi ég björtum augum fram á veginn og er viss um að 2007 verður frábært ár. Það verður árið sem ég hleyp maraþon (kannski ekki alveg, en ég er að minnsta kosti farinn að ganga almennilega).
p.p.s. Þessar myndir og margar, margar fleiri má sjá á myndasíðunni minni. Hana má finna með því að smella
hér eða á hlekkinn efst, hægra megin á síðunni (heitir nýjar myndir núna).
0 Responses to “”
Leave a Reply