E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



„Oh, I'm scared of the middle place, between life and nowhere. I don't want to be the one left in there....“



Sem ég sit hér á lesborðinu mínu á Læknagarði og nem hin ljúfu fræði lífefnanna, hljóma þessar línur í eyrum mér. Þetta veldur sælutilfinningu, þar sem mér verður hugsað til tónleikanna sem ég er að fara á með Antony á laugardaginn. Ef þeir verða eitthvað í líkingu við síðustu tónleika sem ég fór á með honum og The Johnsons, þá verð ég ekki svikinn. Ekki spillir heldur fyrir að á laugardaginn verð ég búinn í þessu djöflaprófi.

En að öðrum tónleikum sem ég fór á síðustu helgi. Það voru útgáfutónleikar Garðars Thórs Cortes en mamma keypti diskinn hans um daginn og hefur hann verið eiginlega í stöðugri spilun síðan þá. Einstaklega góður lærdómsdiskur. Tónleikarnir hófust með sprengikrafti, þar sem Nella Fantasia ómaði um alla Grafarvogskirkju, þannig að maður fékk gæsahúð. Hvert lagið á fætur öðru var síðan sungið af miklum krafti en jafnframt ótrúlegri næmni og viðkvæmni. Garðar Thór er bara snillingur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Maríanna Másdóttir er líka einkar góð söngkona, en hún söng með honum í tveimur lögum. Jólasyrpan var einkar skemmtileg og upplífgandi, sjaldan sem maður heyrir takast svo vel til að syngja gömul jólalög með „klassísku“ sniði. Skýið söng Garðar bara með gítarundirleik og það var frábært. Hápunktur tónleikanna fannst mér vera Lontano, sem samið var sérstaklega fyrir Garðar, bara snilld. Tónleikarnir fá 5* af 5 mögulegum. Diskurinn fær 4 og hálfa* af 5 mögulegum, bara vegna þess að mér finnst Bláu augun ekki vera skemmtilegt lag, þó hann syngi það óaðfinnanlega.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker