FréttaskotÞverfaglegur hópur uppeldisfræðinga, félagsfræðinga, sálfræðinga og lækna hefur ákveðið að hinir grimmu og vondu íslensku jólasveinarnir og foreldrar þeirra hafi slæm áhrif á vöxt og viðhorf ungra krakka í dag. Grimmilegar uppeldisaðferðir og bónusakerfi jólasveinanna hafa síst hvetjandi áhrif til lengdar og því leitaði hópurinn álits tískuráðgjafa og til alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis. Upp úr þessu frjósama, fjölþjóðlega samstarfi þróaðist hugmynd um að gera jólasveinana að meiri fyrirmyndum, táknum sem börnin gætu virt og litið upp til. Jólasveinarnir ættu þannig að hafa uppeldisgildi, auk þess að vera blíðir og með tilfinningar. Niðurstaða hópsins var einnig sú að fjölbreytnin væri of mikil og að einingu vantaði í hópinn. Því brugðu þeir á það ráð að hafa bara eitt módel og nota það módel á sveinana 13. Módelið sem hópurinn skapaði þykir bera af hvað varðar fríðleika, andlegt og líkamlegt atgervi. Dömur mínar og herrar, ég kynni Brúnkusvein:

Lengi vel hafa menn sem hafa háskólapróf í uppeldisfræðum (líkt og Georg Bjarnfreðarson) gagnrýnt foreldra sveinanna, þau Grýlu og Leppalúða. Þau hafa ríkt með harðræði og uppeldi þeirra einkennst af óttablandinni virðingu. Auk þess þykja þau almennt ljót. Þar sem börn í dag verða að skilja er að ljóta fólkið kemst aldrei neitt áfram og því sá hópurinn sig tilneyddan til að breyta útliti þeirra í samræmi við það. Þar sem rétt "lúkk" á Grýlu fannst ekki á Íslandi, var leitað út fyrir landsteinana. Haldið ykkur fast, hér kemur Sexígrýla:

Sennilega hefur Leppalúði alltaf verið sá sem skyggir hvað mest á ímynd jólasveinanna út á við og sérstaklega úti í heimi. Hann er ekki nógu "lovable" sögðu sérfræðingarnir, loðinn og ljótur. Því var það hópnum sérstök ánægja að finna alíslenskan Metrólúða:

Brúður jólasveinanna koma í Hagkaup eftir helgi. Þá verður einnig hægt að kaupa DVD diskinn
Metró-jól, ævisögu fjölskyldunnar
Make-over Sveinki og geislaplötuna
Tanaðu með Stúfi.
Skrifað af Ómari; sunnudagur, desember 16, 2007.
Mér þykir það undarlegt......þegar BT er farið að auglýsa „ódýru pakkarnir fást í BT“ og flestir hlutirnir kosta yfir 50 þúsund kall. Til dæmis er myndavélin mín þarna á forsíðunni undir ódýru fyrirsögninni. Ekki nema 125þús bláir. Flokkast þetta undir ódýrar gjafir? Er þetta virkilega orðið normið? Sjá nánar
þessa færslu.
----------------
Lag færslunnar:
Beatles - Money (That's What I Want)
Skrifað af Ómari; fimmtudagur, desember 06, 2007.
AndlitsbókinÞetta er merkilegur miðill og endalaus freisting fyrir mann sem nennir ekki að læra/gera eitthvað gáfulegt við tímann sinn. Oftast eru þetta gylliboð um að svara spurningum eða álíka (Gallup ætti nú að reyna að komast í upplýsingarnar þarna og gera meta-analysu). Steininn tók þó úr í kvöld þegar ég svaraði spurningalistanum "What position are you".
Hér má sjá niðurstöðuna:
You are "The 69 Position"!
You believe life is about the journey, not the destination. You discovered porn at an early age and haven't looked back since. You probably should look back every now and then because someone might be watching the porn over your shoulder. The good news is that you're an expert at clearing your web browser's history. Your friends wish they were as uninhibited and as free as you are. You're turning me on.
Þeir sem þekkja mig sjá AÐ SJÁLFSÖGÐU að þetta er fásinna hin mesta. Ég sendi sko stjórnendum þessa spurningalista harðort bréf á morgun og bið um leiðréttingu á þessu ;)
----------------
Lag færslunnar:
Sir Mix-A-Lot - Baby Got Back [1992]
Skrifað af Ómari; þriðjudagur, desember 04, 2007.
Áskorun.
Ég skora á þann sem ók á ungan dreng í Reykjanesbæ í gær (sjá
hér) að gefa sig fram við lögreglu. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að gera slíkt hið sama, kannski það fái viðkomandi til að hugsa sig um og gera það eina rétta í stöðunni.
Skrifað af Ómari; laugardagur, desember 01, 2007.