E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Fréttaskot
Þverfaglegur hópur uppeldisfræðinga, félagsfræðinga, sálfræðinga og lækna hefur ákveðið að hinir grimmu og vondu íslensku jólasveinarnir og foreldrar þeirra hafi slæm áhrif á vöxt og viðhorf ungra krakka í dag. Grimmilegar uppeldisaðferðir og bónusakerfi jólasveinanna hafa síst hvetjandi áhrif til lengdar og því leitaði hópurinn álits tískuráðgjafa og til alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis. Upp úr þessu frjósama, fjölþjóðlega samstarfi þróaðist hugmynd um að gera jólasveinana að meiri fyrirmyndum, táknum sem börnin gætu virt og litið upp til. Jólasveinarnir ættu þannig að hafa uppeldisgildi, auk þess að vera blíðir og með tilfinningar. Niðurstaða hópsins var einnig sú að fjölbreytnin væri of mikil og að einingu vantaði í hópinn. Því brugðu þeir á það ráð að hafa bara eitt módel og nota það módel á sveinana 13. Módelið sem hópurinn skapaði þykir bera af hvað varðar fríðleika, andlegt og líkamlegt atgervi. Dömur mínar og herrar, ég kynni Brúnkusvein:
Lengi vel hafa menn sem hafa háskólapróf í uppeldisfræðum (líkt og Georg Bjarnfreðarson) gagnrýnt foreldra sveinanna, þau Grýlu og Leppalúða. Þau hafa ríkt með harðræði og uppeldi þeirra einkennst af óttablandinni virðingu. Auk þess þykja þau almennt ljót. Þar sem börn í dag verða að skilja er að ljóta fólkið kemst aldrei neitt áfram og því sá hópurinn sig tilneyddan til að breyta útliti þeirra í samræmi við það. Þar sem rétt "lúkk" á Grýlu fannst ekki á Íslandi, var leitað út fyrir landsteinana. Haldið ykkur fast, hér kemur Sexígrýla:
Sennilega hefur Leppalúði alltaf verið sá sem skyggir hvað mest á ímynd jólasveinanna út á við og sérstaklega úti í heimi. Hann er ekki nógu "lovable" sögðu sérfræðingarnir, loðinn og ljótur. Því var það hópnum sérstök ánægja að finna alíslenskan Metrólúða:
Brúður jólasveinanna koma í Hagkaup eftir helgi. Þá verður einnig hægt að kaupa DVD diskinn Metró-jól, ævisögu fjölskyldunnar Make-over Sveinki og geislaplötuna Tanaðu með Stúfi.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker