E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Markmiðasetning

Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir mann eins og mig, sem vanur er að vera á ferðinni, joggandi hvert sem ég fer (lesist: þangað sem bíllinn ekki drífur). Ég hef núna verið í 100 klukkustundir í sjúkraþjálfun og sirka 400 klukkustundir í ræktinni til að komast í almennilegt horf eftir hremmingar haustsins 2006. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími en jafnframt reynt mikið á mig andlega og ég hef býsna oft verið langt niðri. Eins og oft vill verða, hefur þetta bitnað aðallega á þeim sem umgangast mig mest og mér þykir vænst um. Ég vil nota tækifærið og biðja þá sem ég kann að hafa móðgað eða verið hastur við á einn eða annan hátt afsökunar. Þetta horfir allt til betri vegar!

Það er mikilvægt að setja sér markmið (og oftast betra ef þau eru raunhæf). Það auðveldar manni að stefna að einhverju marki og í þessu felst sennilega mesti lærdómur ársins. Fyrst eftir sjúkrahússveruna, stefndi ég fullum fetum að því að komast í hlaupaform til þess að keppa í fótboltamóti FL 2007. Nú hef ég hinsvegar gert mér grein fyrir takmörkunum mínum og sætt mig við það að vera "bara að þjálfa" fyrir þessi mót. Ég verð líka að bregðast stórvini mínum, Davíð Halldóri, þar sem ég var búinn að lofa honum að hlaupa með honum í Reykjavíkurmaraþoninu að ári. En þar sem ég er keppnismaður að eðlisfari hef ég sett mér markmið og miðast það að nokkru leyti við umræddan Davíð. Ég er nefnilega búinn að lofa honum að hjóla samferða honum í maraþoninu og byrjaði að æfa fyrir það 19. nóvember síðastliðinn. Þar sem ég verð að hafa eitthvað að keppa að, einsetti ég mér einnig það markmið að hjóla 1000 kílómetra fyrir afmælið hans, þann 13. mars næstkomandi. Það eru um 250 kílómetrar á mánuði en ég er kominn í 222 í dag (sjá mynd).


Með hjálp Arnars Hafsteinssonar, snillings með meiru, hefur mér líka tekist að komast úr versta formi sem ég hef verið í. Þann 3. september var ég 92,5 kg (26,8 í BMI sem flokkast sem ofþyngd eða offita af stigi I eftir því hvorum megin Atlantsála maður er). Nú er ég hinsvegar 86 kíló (og því 24,8 í BMI sem er innan eðlilegra marka ef e-r hefur áhuga á BMI). Markmiðið er 85 kíló fyrir áramót og síðan 83 á endanum um miðjan mars. Haldið ykkur fast, ég kem til með að tilkynna síðar hvort þetta tekst.

p.s. Þar sem maður verður alltaf pínu meyr í desember, vil ég nota tækifærið og láta alla vini mína vita að mér þykir viiiirkilega vænt um ykkur (og ég segi þetta ekki af því ég er svo fullur!).
Hafið það sem allra allra best!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker